Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 35
35Ljósmæðrablaðið - júlí 2010
Fréttir úr félagsstarfi
Afmælisárið í blíðu og stríðu
Á þessu nítugasta og fyrsta afmælisári Ljós-
mæðrafélags Íslands hafa ljósmæður haldið
upp á tímamótin með margvíslegum hætti;
ráðstefnu- og veisluhöldum, bókarútgáfu,
heiðrun ljósmæðra svo fátt eitt sé nefnt. Þá
voru framleiddir afar skemmtilegir munir,
könnur, kaffibrúsar og bolir sem eru í sölu hjá
félaginu á viðráðanlegu verði. Rétt er að taka
fram að um takmarkað upplag er að ræða en
vörurnar eru í sölu hjá félaginu. En sem sagt
raritet til framtíðar! Að öðru leyti hefur þetta
afmælisár einkennst af hagsmunavörslu.
Ljósmæðrafélagið, eins og önnur stéttarfélög,
eiga nú fullt í fangi með að verja hagsmuni
félagsmanna og skjólstæðinga þeirra, í
þeim samdrætti sem allt þjóðfélagið stendur
frammi fyrir þessi misserin. Hvað ljósmæður
varðar fer þessi hagsmunavarsla bæði fram
kjaralega og faglega og því miður blæs ekki
byrlega. Ljósmæður hafa á mörgum stofn-
unum þurft að gefa eftir af kjörum sínum
hvað varðar yfirvinnu. Yfirvinnubann hefur
verið í gildi og óunnin yfirvinna og akst-
ursgreiðslur afnumdar. Á fjórum stofnunum
(SHA, LSH, FSA og Landlæknisembættið)
hafa sumar ljósmæður minnkað vinnuhlut-
fall sitt tímabundið í þeirri von að komist
verði hjá uppsögnum. Þrjár stofnanir til
viðbótar (Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis,
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og Heil-
brigðisstofnunin Sauðárkróki) hafa sagt
upp vinnuhlutfalli eða stöðum ljósmæðra.
Á Sauðárkróki hefur ljósmóður verið sagt
upp eftir áratuga þjónustu við stofnunina
og bakvaktir hinnar verið lagðar niður.
Sem stendur er því engin ljósmóðurþjón-
usta fyrir hendi utan skrifstofutíma á svæð-
inu frá Akureyri, norður til Ísafjarðar og
vestur til Akraness. Ljósmæðrafélagið reynir
nú að gera allt sem í þess valdi stendur til
þess að tryggja sólarhrings ljósmóðurþjón-
ustu á Sauðárkróki og vekja athygli á hversu
misskilinn sparnaður það er að leggja niður
bakvaktir ljósmæðra á landsbyggðinni. Á
Kragasjúkrahúsunum svo kölluðu ríkir enn
óvissa um framtíðarfyrirkomulag þjónust-
unnar og er hringlandahætti heilbrigðisyf-
irvalda engan veginn lokið á því svæði. Á
Selfossi var skurðstofuvakt lögð niður um
áramótin og nú um mánaðamótin apríl/maí
gerðist hið sama í Keflavík.
Undir þessum kringumstæðum er mjög
mikilvægt að byggja upp og þétta trúnaðar-
mannakerfi félagsins. Trúnaðarmenn eru
tengiliðir félagsins inn á stofnunum og því
miður er það svo að þess eru dæmi að ljós-
mæður láti hjá líða að leita aðstoðar eða
upplýsingar hjá Ljósmæðrafélaginu. Fái
félagið ekki upplýsingar um þær aðgerðir
sem framkvæmdar eru á stofnunum, getur
það lítið aðhafst.
Fátt er þó með öllu illt að ekki boði nokkuð
gott. Vegna niðurlagningar skurðstofuvaktar
á Selfossi, er þar nú rekin ljósmæðraleidd
fæðingardeild með góðum árangri. Leiða
má líkum að því að áframhaldandi rekstur
hennar, með þeim góða árangri sem þar hefur
náðst, verði prófsteinn á samstöðu og sjálfs-
traust íslensku ljósmæðrastéttarinnar. Ljós-
mæður í Keflavík eru heldur hvergi bangnar
og eru staðráðnar í að halda uppi þjónustu í
heimabyggð. Hér er auðvitað ekki um nein
ofurvísindi að ræða eða algjöra nýjung, því
við vitum að ljósmæður hérlendis hafa staðið
sig vel í því að velja þær konur sem geta
fætt á ljósmæðraleiddum einingum. Fyrir-
myndirnar eru til staðar, bæði á Sauðárkróki
og á Höfn í Hornafirði. Við þekkjum líka af
spurn, vinnuumhverfi formæðra okkar í ljós-
mæðrastétt sem þó gátu ekki valið þær konur
sem þær treystu til að fæða heima í héraði,
enda ekki um aðra þjónustu að velja.
Fundir með yfirljósmæðrum
Í haust boðaði stjórn Ljósmæðrafélags-
ins yfirljósmæður Kragasjúkrahúsanna til
umræðna um viðbrögð ljósmæðra og framtíð
barneignarþjónustu á þessum stofnunum.
Fulltrúi námsbrautar í Ljósmóðurfræði var
einnig með á fundunum. Tilgangur þessara
funda, sem urðu samtals þrír, var að skapa
umræðu, einingu og stuðning milli ljós-
mæðra þessara stofnana í þeirri óvissu sem
ríkti (og ríkir enn) um framtíð þjónustunnar
á þessu svæði.
Fundir með heilbrigðisyfirvöldum
Ljósmæðrafélagið hefur átt fjölda funda með
mismunandi heilbrigðisráðherrum vegna
þessa og hefur ítrekað bent á hættuna á brota-
kenndum sparnaðartilraunum sé heildar-
myndin ekki skoðuð, sem auðveldlega geta
leitt til lakari en jafnframt kostnaðarsamari
heilbrigðisþjónustu. Gerður var góður rómur
Ögmundur Jónasson þiggur góð frá Guðlaugu Einarsdóttur, formanni LMFÍ.