Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 36

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Page 36
36 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 að okkar erindi, en því miður virðast sjón- armið okkar ekki hafa skilað sér sem skyldi og við höldum baráttunni áfram. Í haust fer af stað vinna á vegum ráðuneytisins við nýja heilbrigðisáætlun og hefur Ljósmæðrafélag- inu verið lofuð aðkoma þar að. Fundir með ljósmæðrum Í haust heimsótti stjórn Ljósmæðrafélagsins allar stærstu stofnanir (LSH, HH, FSA, SHA, HSS og HSU) og átti gott spjall við ljós- mæður. Í einni af þeim heimsóknum vaknaði hugmynd um að halda málstofur fyrir ljós- mæður á þessum stofnunum og tók fagráð ljósmæðra á LSH af skarið og hélt málstofur í samvinnu við Ljósmæðrafélagið og náms- brautina á þessum stofnunum í vetur. Síðasti liðurinn í þessari samvinnu var ráðstefna sem haldin var á alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí undir þemanu samskipti og tókst framúrskarandi vel. Tæplega sextíu ljós- mæður mættu til að hlusta á erindi sex ljós- mæðra, auk þess sem Ólöf Ásta Ólafsdóttir og undirrituð tóku saman efni málstofa vetr- arins. Fundinum var einnig streymt um fjar- fundabúnað á netið og enn geta ljósmæður séð erindin á slóðinni www.straumur.bhm.is og notað notendanafnið 0505 og lykilorðið 2010 (sem var dagsetning fundarins). Viðbragðsvaktakerfið Eitt af þeim málum sem Ljósmæðrafélagið hefur unnið hörðum höndum að síðasta árið er samkomulag við LSH varðandi svokallað viðbragðsvaktakerfi. Viðbragðs- vaktakerfið var til reynslu í 7 mánuði og báru báðir samkomulagsaðilar kerfinu góðan vitnisburð en bentu á það af feng- inni reynslu, hvernig mætti bæta það. Því miður var ekki hlustað á tillögur ljósmæðra að úrbótum á kerfinu, en kannanir félagsins leiddu í ljós að tæpur helmingur ljósmæðra á LSH var viðbragðsvaktakerfinu andsnúinn. Vegna jafnskiptra skoðana, með og á móti viðbragðsvaktakerfinu, var félaginu vandi á höndum því ekki var um samning að ræða sem ljósmæður voru bundnar að, heldur tilraun. Því var nauðsynlegt að fá afdrátt- arlausari svör frá félagsmönnum á LSH um hvernig þeir óskuðu að framganga félagsins væri gagnvart viðbragðsvaktakerfinu. Þá var samið um þriggja mánaða tilraunatímabil til viðbótar og samdi félagið við Landspítalann um akstursgreiðslur eins og aðrar stéttir innan stofnunarinnar bjuggu við. Þegar til framkvæmdar kom í byrjun febrúar, stóð LSH ekki við gerðan samning; bæði hafði mönnunarmódeli verið breytt, sem gat haft bein áhrif á útkallstíðni og neitað var að greiða akstur umfram ákvæði í miðlægum kjarasamningum. Ljósmæðrafélagið hélt þá aðra atkvæðagreiðslu meðal hlutaðeigandi félagsmanna sem fór fram þann 24. febrúar. Niðurstaðan var afdráttarlaus, félagsmenn höfnuðu tilraunaverkefni um viðbragðs- vaktakerfi. LSH var þegar í stað gert viðvart um afstöðu félagsins, og litið svo á að LSH hefði rift samkomulaginu og félagið því laust allra mála af því. Kjarabarátta Nú hafa samningar verið lausir í 14 mánuði, þ.e. frá marslokum 2009. Starfsemi stétt- arfélaga hefur einkennst af hagsmunavörslu og gerir það enn. BHM stóð fyrir kjarakönnun og kjararáðstefnu í maí þar sem aðildarfélög bandalagsins stilltu saman strengi sína, enda þykir það hyggilegast að hafa nána samvinnu í þessum kjarasamningum. Hart er sótt að lífeyriskjörum ríkisstarfsmanna sem um langt skeið hafa verið hluti af launa- kjörum opinberra starfsmanna. Þannig hafa lægri laun jafnan verið réttlætt og bætt upp að nokkru með betri lífeyrisréttindum og er lífeyrisskuldbinding ríkisins því launaskuld, eins og segir í samþykkt af aðalfundi BHM sem haldinn var þann 30. apríl s.l.. Atvinnuleysi ljósmæðra Enn stöndum við ljósmæður frammi fyrir atvinnuleysi og eru nú fimm ljósmæður á atvinnuleysiskrá. Ljósmæðrafélagið er enn að fóta sig gagnvart þessum nýja vágesti og miða öll viðbrögð þess að því að styðja þessar ljósmæður, tryggja réttindi þeirra og viðhalda klínískri færni, svo halda megi þessum ljósmæðrum innan ljósmæðrastétt- arinnar. Forvarnir og önnur viðbrögð á borð við sérúrræði m.t.t. frekara náms eru enn á byrjunarreit og hefur stjórn félagsins kallað eftir samvinnu og samráði með fulltrúum námsbrautar í Ljósmóðurfræði og LSH varð- andi vaxandi atvinnuleysi ljósmæðra. Þær ljósmæður sem verið hafa atvinnu- lausar í vetur, hafa þó ekki setið auðum höndum heldur stofnuðu þær fljótlega fyrir- tækið Björkina sem Ljósmæðrafélagið hefur m.a. styrkt, bæði í orði og á borði. Sameining sjóða Á aðalfundinum 2. maí s.l. voru samþykktar tillögur sjóðanefndar um sameiningu þriggja sjóða Ljósmæðrafélagsins (Vísindasjóður, Minningasjóður og Rannsóknasjóður) í einn sjóð, Rannsókna- og þróunarsjóð Ljósmæðrafélags Íslands. Einnig voru samþykktar úthlutunarreglur fyrir sjóðinn og stofnskrá hans. Ný fagdeild Í haust var ný deild stofnuð innan Ljós- mæðrafélagsins, fagdeild um heimaþjónustu ljósmæðra. Heimaþjónusta ljósmæðra er orðin það viðamikil að þörf var á að tryggja faglega umræðu um hana innan félags- ins með formlegri hætti og því var deildin stofnuð. Fagdeildin hefur í vetur unnið að

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.