Fréttablaðið - 14.02.2019, Side 42
Við eigum nýja stjórnarskrá
sem hæfir alvöru lýðræðis-
ríki og tilurð hennar var líka
eins lýðræðisleg og hægt var.
Verðlækkun!
Samsung
Galaxy A8
44.990 kr. stgr.
Verð áður 59.990 kr. stgr.
Kaupauki
IconX á
9.990 kr.
Fyrir síðustu kosningar voru f lestir frambjóðendur sam-mála um að gera þyrfti átak í
vegaframkvæmdum á landinu til
að auka umferðaröryggi og minnka
umferðartafir.
Ekki voru landsmenn upplýstir
um að bifreiðaeigendur ættu að
borga þessar framkvæmdir, en með
nýsamþykktri samgönguáætlun
stefnir í að bifreiðaeigendur eigi að
borga átakið með veggjöldum.
Alþingismenn hafa rætt veg-
gjöldin undanfarið og m.a. sagt að
með því séu þeir að borga fyrir vega-
gerðina sem nota vegina, sérstak-
lega íbúar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá var rætt að setja þyrfti upp
mörg veggjaldahlið og að veg gjaldið
gæti verið frá 50 til 250 kr. við hvert
hlið, en þar sem umferð væri lítil
tæki því ekki að innheimta veg-
gjöld.
Einnig ræddu þingmenn að gefa
þyrfti alls konar afslætti á veggjöld-
um, t.d. þeim sem keyrðu daglega
vegna vinnu, barnafólki að keyra
börn í tómstundir o.fl. Undirritaður
telur að veggjöldin myndu enda sem
mikið bákn sem allir væru óánægðir
með.
Svo má spyrja um stórar fyrirhug-
aðar framkvæmdir úti á landi. Teigs-
skógarvegur upp á um 7 milljarða
króna, Seyðisfjarðargöng og margt
fleira, þar verður umferðin það lítil
að lítið fæst upp í framkvæmda-
kostnaðinn með veggjöldum og
hver borgar þá ? Jú, umferðin á og
við höfuðborgina.
Í umræðunni undanfarið hefur
varla verið minnst á akstursgjöld
og hvort ekki sé kominn tími til að
rafmagnsbílar borgi fyrir að keyra á
vegum landsins. Allir eru sammála
um að rafmagnsbílar séu framtíðin,
en enginn þorir að setja fram til-
lögur um að þeir borgi fyrir notkun
veganna fyrir utan að þeir munu
borga fyrirhuguð veggjöld eins og
aðrar bifreiðar.
Undirritaður telur að aksturs-
gjöld séu réttlát og einföld inn-
heimta fyrir notkun bifreiðaeigenda
á vegum landsins. Bifreiðareigand-
inn borgar þá fyrir hvern kílómetra
sem hann ekur, burtséð frá því
hvort hann er á ferð um Vestfirði
eða að keyra nálægt höfuðborgar-
svæðinu og akstursgjaldið fer eftir
þyngd viðkomandi bifreiðar. Akst-
ursgjaldið leggst á allar bifreiðar
og leysir þar með vandamálið með
rafmagnsbílana sem keyra nú frítt
á vegum landsins.
Til að lýsa þeim kostnaðarmun
sem er nú á því að keyra venjulegan
fólksbíl og rafmagnsbíl er hér dæmi
um bíltúr frá höfuðborgarsvæðinu
„austur fyrir fjall“ eða upp í Borgar-
fjörð og er hann 150 km langur.
Venjulegur fólksbíll er að eyða um
10 lítrum af eldsneyti (bensín eða
olía) í bíltúrnum sem kostar þá um
2.200 kr. sem eru þannig tilkomnar
(sbr. Bensínvakt Kjarnans) :
l Bensíngjöld 715 kr.
l Kolefnisgjald 80 kr.
l Innkaupsverð 580 kr.
l Álagning 400 kr.
l Virðisauki 425 kr.
Undanfarin ár hafa um ⅔ af
bensíngjaldi og kolefnisgjaldi
farið til vegagerðar, eða um 530 kr.
í umræddum bíltúr, en ríkið hefur
tekið til sín ⅓ af bensíngjaldi og
kolefnisgjaldi (265 kr.) og svo virðis-
aukann (425 kr.), samtals 690 kr. Ef
veggjöld verða sett á gætu þau verið
nálægt 500 til 600 kr. í bíltúrnum
miðað við umræðuna á Alþingi
undanfarið sem er nálægt nefndum
530 kr. til vegagerðar og því væri
verið að tvöfalda upphæðina til
vegagerðar.
Skoðum nú rafmagnsbíl sem fer í
þennan sama 150 km bíltúr. Orku-
kostnaður hans í ferðinni er u.þ.b.
þessi samkvæmt athugun undir-
ritaðs:
l Rafmagnsverð 450 kr.
l Virðisauki 108 kr.
Samtals 558 kr. (tæpar 4 kr./km)
Hér fer ekki króna til vegagerðar
og ríkið fær 108 kr. í virðisaukaskatt.
Með veggjöldum á leiðinni væri raf-
magnsbíllinn að borga líka um 600
kr. í veggjöld og væri þá rafmagns-
bíllinn að greiða helmingi minna til
vegagerðar miðað við hefðbundinn
fólksbíl í umræddum bíltúr.
Ef þessar tölur eru margfald-
aðar með 100 er kominn 15.000 km
akstur sem er u.þ.b. ársakstur flestra
bíla. Eigandi hins hefðbundna fólks-
bíls er að greiða með eldsneytis-
notkun sinni um 53 þ.kr. til vega-
gerðar og um 69 þ.kr. til ríkisins á
meðan eigandi rafmagnsbílsins er
að greiða 0 kr. til vegagerðar og um
11 þ.kr. til ríkisins. Er þetta sann-
gjarnt til frambúðar ?
Ef akstursgjald kæmi til í staðinn
fyrir bensíngjöld gæti umrætt dæmi
um 150 km bíltúr (10 lítrar af elds-
neyti) litið svona út og fyrst er það
hefðbundni fólksbíllinn :
l Akstursgjald 600 kr.
l Kolefnisgjald 200 kr.
l Innkaupsverð 580 kr.
l Álagning 400 kr.
l Virðisauki 427 kr.
Samtals 2.207 kr. (tæpar 15 kr./
km). Hér myndi bensínlítrinn kosta
98 kr. plús virðisauka, en aksturs- og
kolefnisgjald (80 kr. plús virðisauki)
yrði innheimt með öðrum bifreiða-
gjöldum.
Rafmagnsbíllinn :
l Akstursgjald 600 kr.
l Rafmagnsverð 450 kr.
l Virðisauki 252 kr.
Samtals 1.302 kr. (tæpar 9 kr./km)
Í þessu dæmi væri ársakstur hefð-
bundna fólksbílsins að greiða 60
þ.kr. til vegagerðar á ári og um 63
þ.kr. til ríkisins, en rafmagnsbíllinn
væri að greiða 60 þ.kr. til vegagerðar
og um 25 þ.kr. til ríkisins. Er þetta
ekki sanngjarnara en núverandi
ástand ?
Að lokum má benda á að Svíar
ætla að taka upp akstursgjöld á
næstunni, hafa mögulega séð að
veggjöld Norðmanna eru ekki besta
lausnin.
Því er spurt nú þegar breyta á
gjaldtöku á vegum landsins, af
hverju eru ekki tekin upp aksturs-
gjöld og veggjöld bara sett á vegna
sérstaklega hentugra framkvæmda
eins og t.d. Hvalfjarðargöngin voru.
Af hverju ekki akstursgjöld?
Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor,
á morgunverðarfundi Fjármála-
eftirlitsins í vikunni. Þetta er rétt-
mæt spurning, enda mælist traust
almennings á bankakerfinu mjög
lágt. Á svipuðum stað – jafnvel
lægra – er traust almennings til líf-
eyrissjóða og mætti því með sama
hætti einnig spyrja af hverju skyldi
einhver treysta lífeyriskerfinu?
Ástæða þess að bankakerfið skorar
örlítið hærra en lífeyriskerfið í
mælingum á trausti er að fólk á þar
peninga og getur séð skýrar upplýs-
ingar um inneign m.v. inngreiðslur.
Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað
svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir
stöðugar inngreiðslur í hverjum
mánuði, áratugum saman, veit varla
nokkur hvort hann muni fá mikið
eða lítið í lífeyri. Hvernig verður til-
veran á efri árum, spyrja margir sig?
Verður lambalæri á sunnudögum
eða skinkusamloka, eins og hina
dagana?
Lög í landinu skylda alla til að
greiða mikla fjármuni inn í lífeyris-
sjóði í hverjum mánuði. Á móti
ætti lífeyriskerfið að endurgjalda
almenningi – herrum sínum – með
auðlæsilegum upplýsingum um allt
sem lýtur að meðhöndlun fjárins.
Allir ættu að geta fengið læsilegar
upplýsingar eins og þessar:
l Hver er heildarávöxtun lífeyris-
sjóða? Hvernig er röð þeirra frá
ári til árs?
l Hverjar eru mínar inngreiðslur
í krónutölu frá upphafi, hvernig
hefur gengið að ávaxta þær, frá
ári til árs?
l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóð-
ir? Hvaða verkefni skila ábata og
hver ekki?
l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé
vegna verkefna þar sem fjárfestar
fengu sína umbun en lífeyrissjóðir
tóku tapið?
l Hversu mikill er kostnaður
sjóða? Heildarlaun? Með bónus-
greiðslum? Hvað greiða þeir mikið
til banka og verðbréfafyrirtækja í
fjárfestingagjöld?
Það napurlegasta í þessu sam-
hengi er að fólk hefur nær ekkert
aðgengi að þessum eðlilegu upplýs-
ingum. Kerfið er umvafið leyndar-
hjúp og samanburður á milli sjóða
er eitthvað sem íslenskum lífeyris-
sjóðum þykir vont að þurfa að taka
þátt í. Samt er slíkur samanburður
algengur í f lestum nágrannalönd-
um.
Það þurfti „menn útí bæ“ nú í
desember til að taka saman ávöxt-
un sjóða síðustu 20 ár af því að líf-
eyrissjóðir voru enn að þráast við
að birta þær upplýsingar á aðgengi-
legu formi fyrir almenning. Í fljótu
bragði er erfitt að ímynda sér lægra
stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á
dag frá almenningi en telja sig samt
þess umkomna að neita almenn-
ingi um upplýsingar hvort gangi vel
eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er
komin of mikil eigendahugsun í stað
þjónustuhugsunar. Hættan við það
er að lífeyrissjóðir verði tregir til að
taka þátt í verkefnum sem almenn-
ingur hefur beina hagsmuni af. Að
fókusinn fari í aðrar áttir.
Það er því eðlilegt að almenn-
ingur beri lítið traust til lífeyris-
sjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn
sem sveipaður hefur verið um margt
í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun,
fjárfestingar og kostnað. Og ekki er
það til að opna glufu á þennan hjúp
að heyra talsmann lífeyrissjóða-
kerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir
áramót, og segja að lífeyrissjóðir
aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í
sínum störfum því slíkt gagnsæi er
erfitt að koma auga á. Tregða til að
birta upplýsingar er hins vegar um
of til staðar. Það er því ljóst að margt
þarf að breytast í hugsun, stefnu og
skilaboðum lífeyrissjóða áður en
þeir geta vænst þess að þoka sér upp
þann kvarða er mælir traust.
Leyndarhjúpur laskar traust
til lífeyrissjóða
Einu sinni var maður sem bjó í gömlu, margsprungnu, mosa-grónu húsi. Hann hugsaði smá
um að byggja sér nýtt hús, keypti
sér meira að segja teikningar að
draumahúsinu, en ákvað síðan
frekar að breyta bara gamla hús-
inu í staðinn. Hann byggði bíslag
hér og útskot þar, breiddi lök fyrir
einfalt glerið í gluggunum, tróð dag-
blöðum inn í sprungur, skóf mesta
mosann af og málaði yfir myglu-
bletti.
En það var sama hvernig hann
tróð, skóf og málaði, húsið varð aldr-
ei eins og draumahúsið, myglan hélt
áfram að dreifa sér og trekkurinn og
kuldinn alveg að drepa hann. Samt
bjó hann áfram í gamla húsinu, af
þrjóskunni einni saman.
Svona er sagan um lýðræðisríkið
okkar. Það er sama hvernig þing-
menn reyna að staga, bæta og mála
yfir mygluna, það verður aldrei
nútímalegt og lýðræðislegt vegna
þess að grunnurinn er gallaður. Það
er ekki hægt að þróa alvöru lýðræði
með þá fornaldarstjórnarskrá sem
nú er í gildi.
Við eigum nýja stjórnarskrá sem
hæfir alvöru lýðræðisríki og tilurð
hennar var líka eins lýðræðisleg og
hægt var.
Við völdum 25 hæfa einstaklinga
til að semja stjórnarskrá, klæð-
skerasniðna að þörfum þjóðarinnar:
Dreifa valdinu þannig að ráðherrar
sitji ekki á þingi; hafa auðlindir í
þjóðareign svo hægt sé að standa
straum af heilbrigðiskerfi, mennta-
kerfi, samgöngukerfi o.s.frv.; að
þjóðin sjálf haf i málskotsrétt;
minnka vald stjórnmálaflokka og
leyfa einstaklingsframboð.
Þetta voru ekki einhverjir ómerk-
ingar að rissa upp óraunhæf drög.
Þetta var þjóðkjörið fólk sem nýtti
nótt og dag til að afla sér upplýsinga
um hvernig önnur lönd höfðu sína
stjórnarskrá, hvaða ákvæði væru ný,
hver væru nauðsynleg fyrir lýðræð-
isríki, hvað hafði virkað vel í öðrum
löndum og hvernig best væri hægt
að tryggja réttindi hins almenna
borgara. Saman fundu þau lausnir
sem hentuðu allri þjóðinni.
En þegar kom að því að sam-
þykkja stjórnarskrána voru ráða-
menn ekkert tilbúnir að dreifa vald-
inu, því þeir vildu halda áfram að
semja eigin leikreglur. Auðlindirnar
þurftu að vera áfram í einkaeigu til
að standa straum af eigin kosninga-
baráttu og áróðri til að halda völd-
um; og að einhverjir Gummar úti í
bæ gætu gefið kost á sér til þings var
bara fáránleg hugmynd.
Því gerðu þeir nýju stjórnar-
skrána tortryggilega, sögðu að hún
væri ófullkomin, óskýr, ómerkileg
drög; draumórar þeirra sem skorti
raunsæi og visku. Að málskots-
réttur myndi bara skapa vandræði
því almenningur væri ekki nógu
gáfaður til að fara varlega með hann
og það væri ekki hægt að taka auð-
lindir bara si svona af réttmætum
eigendum þeirra. Það skipti engu
þótt þjóðin hefði samþykkt hina
nýju stjórnarskrá með meirihluta
atkvæða.
Stjórnarskrá er ekki draumórar,
heldur mikilvægur hlekkur í þróun
samfélagsins. Hún er grunnur sem
lög byggja á. Þú byggir ekki drauma-
húsið á brotnum, mosagrónum
fornaldargrunni sem er allt of lítill.
Stjórnarskrá á ekki að vera ítar-
legt plagg, heldur rammi utan um
önnur lög sem gefur til kynna hvern-
ig samfélag við viljum hafa og hvert
við viljum stefna sem lýðræðisríki.
Stjórnarskrá tekur breytingum eftir
því sem samfélagið vitkast og þrosk-
ast og því er ekkert sem heitir „full-
komin stjórnarskrá“. En ramminn
þarf að ríma við það stjórnskipulag
sem við viljum. Það er ekki hægt
að breyta fornaldarstjórnarskrá í
nútímastjórnarskrá, ekki frekar en
þú getur breytt gallabuxum í hvíta
skyrtu.
Hversu lengi sættum við okkur
við að búa í gömlu mygluðu sam-
félagi með trekk, þar sem vald og
auðlindir eru á fárra höndum?
Viljum við ekki frekar komast í
nútímann, nota teikningarnar
sem við eigum nú þegar og byggja
draumahúsið?
Kjósum fulltrúa sem hyggjast
koma nýju stjórnarskránni í gegn
óbreyttri. Tvisvar.
Af hverju viltu búa
í mygluðu húsi?
Hildur
Þórðardóttir
fyrrverandi
forsetafram-
bjóðandi
Bjarni
Gunnarsson
umferðarverk-
fræðingur
Hallgrímur
Óskarsson
verkfræðingur
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
5
1
-D
D
D
8
2
2
5
1
-D
C
9
C
2
2
5
1
-D
B
6
0
2
2
5
1
-D
A
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K