Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 2
2 15. feb 2019FRÉTTIR
Á
þriðjudagseftirmiðdag átti
óhugnanlegt atvik sér stað
við Borgarholtsskóla þegar
átök tveggja manna leiddu
til þess að annar þeirra hlaut lífs-
hættulega höfuðáverka. Í til-
kynningu lögreglu kom fram að
mennirnir hafi slegist, en enginn
hafi verið handtekinn vegna máls-
ins. Þórlaug Sigfúsdóttir var á vett-
vangi þegar harmleikurinn átti sér
stað. Að hennar sögn var annar
maðurinn að koma henni til bjargar
þegar maður, sem var í verulegu
ójafnvægi, gerði sig líklegan til þess
að ráðast á hana. Afleiðingarnar
urðu þær að árásarmaðurinn hlaut
lífshættulega áverka. „Í fréttum var
gefið í skyn að mennirnir hafi verið
að slást en það var fjarri lagi. Annar
maðurinn var að bjarga mér,“ segir
Þórlaug.
Atvikið átti sér stað við strætó-
skýli við Skólaveg í Grafarvogi. Þór-
laug var nýkomin úr strætó þegar
ókunnugur maður gekk að henni
og virtist í árásarhug. „Ég þekkti
þennan mann ekkert, en ég sá strax
að hann var ekki í jafnvægi. Hann
var með hnefann á lofti og því tók
ég sveig framhjá honum,“ segir
Þórlaug. Þegar hún leit við sá hún
að maðurinn var að elta hana. „Þá
byrjaði ég að hlaupa,“ segir Þór-
laug.
Hún hljóp framhjá strætó-
skýlinu við Skólaveg og þar voru
nokkrir einstaklingar staddir, með-
al annars maður sem hún kann-
ast lítillega við úr hverfinu. „Hann
steig þá fram og spurði hvað mann-
inum, sem var að elta mig, gengi til.
Þá réðst maðurinn á hann og kýldi
hann nokkrum sinnum í magann,“
segir Þórlaug. Bjargvættur hennar
hefði eðli málsins samkvæmt reynt
að verja sig og þá sparkað mann-
inum frá sér. „Þetta var ekki mikið
högg en varð til þess að árásarmað-
urinn datt eins og trédrumbur til
jarðar. Hann gerði enga tilraun til
þess að bera hendur fyrir höfuð
sér, heldur skall bara með höfuðið
í gangstéttina,“ segir Þórlaug.
Hún segir að lögreglu hafi þegar
verið gert viðvart og fljótlega komu
lögreglubíll og sjúkrabíll á vett-
vang. „Þennan tíma lá maðurinn
hreyfingarlaus í jörðinni. Við fór-
um að huga að honum, en okkur
var verulega brugðið þegar blóð fór
að leka úr augum hans,“ segir Þór-
laug. Hún segir að þau hefðu ekki
þorað að færa manninn til af ótta
við að gera illt verra. „Þegar alvar-
leiki áverkanna kom í ljós var annar
sjúkrabíll kominn á vettvang. Þegar
þeir voru að koma árásarmann-
inum inn í bílinn þá byrjaði hann
að froðufella. Það var afar óhuggu-
legt,“ segir Þórlaug.
Hún segir að atburðarásin
hafi fengið mjög á hana og bjarg-
vætt hennar. „Þetta var hrika-
leg upplifun. Við vorum gjör-
samlega miður okkar. Ég get ekki
sagt til um það hvort þessi mað-
ur hafi verið undir áhrifum, en
hann var augljóslega mjög veik-
ur,“ segir Þórlaug. Árásarmaðurinn
lá meðvitundarlaus á gjörgæslu
í rúman sólarhring. Hann komst
svo til meðvitundar í gærmorgun,
fimmtudag, og var fluttur á al-
menna deild. n
sem þurfa að lækka í launum
Launamál
æðstu stjórnenda
landsins eru mál mál-
anna í dag. Ástæðan er mikil
launahækkun Lilju Bjarkar
Einarsdóttur, bankastjóra
Landsbankans, á síðasta ári
sem var sem sprengja inn í
yfirstandandi kjarasamninga-
viðræður. Á meðan lækkaði
Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka, í launum.
Það var aðdáunarverður
blekkingaleikur af hálfu
bankastýrunnar því Birna er
á hærri launum en Lilja Björk
þrátt fyrir lækkunina. DV tók
saman fimm aðra stjórnendur
sem þurfa að lækka í launum.
Ingimundur
Sigurpálsson
Forstjóri Íslandspósts
Fyrirtækið glímir við
rekstrarvanda og þá
eiga æðstu stjórn-
endur að sýna ábyrgð
í verki. Þrátt fyrir það
hafa laun forstjórans
verið á miklu skriði upp
á við og eru rúmlega 1,
7 milljónir króna
á mánuði
í dag. Að
auki fær
Ingimundur
lúxusbíl til
afnota.
Davíð Oddsson
Ritstjóri
Morgunblaðsins
Davíð ber höfuðábyrgð
á „eftirlaunaósóman-
um“ svokallaða þar
sem eftirlaun helstu
ráðamanna þjóðar-
innar voru hækkuð í
skyndi árið 2003. Nú
makar Davíð krókinn
í Hádegismóum, með
tæpar 6 milljónir
króna í mánaðarlaun,
og skrifar nafnlausar
níðgreinar þegar
honum hentar.
Svanhildur
Konráðsdóttir
Forstjóri Hörpu
Allt varð vitlaust í maí
í fyrra þegar lækka átti
laun þjónustufulltrúa
í Hörpu en í ljós kom
að forstjórinn var með
laun sem voru hærri
en kjararáð hafði
úrskurðað um. Til að
halda starfi sínu fór
Svanhildur fram á
að laun hennar yrðu
einnig lækkuð. Betur
má ef duga skal.
Gunnar Einarsson
Bæjarstjóri
Garðabæjar
Það færi vel á því að launa-
hæsti bæjarstjóri landsins
sýndi gott fordæmi í
miðjum kjarasamningum
og lækkaði laun sín. Gunnar
var með 2,7 milljónir króna
í fyrra sem er í engu sam-
hengi við umfang rekstrar
bæjarfélagsins.
Að sjálfsögðu
er hann síðan
með glæsi-
kerru til eigin
afnota.
Inga Sæland
Alþingiskona
Árslaun Ingu í fyrra
voru 20 milljónir króna
eða 1,66 milljónir á
mánuði. Rúmlega 13,2
milljónir í þingfarar-
kaup og síðan 6,6
milljónir í álag því hún
er formaður flokksins.
Margir eru þeirrar
skoðunar að laun
og fríðindi alþingis-
manna séu of mikil
og því mættu Inga og
kollegar hennar
lækka í
launum.
Á þessum degi,
15. febrúar
1764 – Borgin St. Louis er stofnuð í
Spánsku Louisiana (nú Missouri) að
undirlagi Pierre Laclede.
1923 – Grikkland innleiðir, síðast
Evrópuríkja, gregoríska tímatalið, kennt
við Gregoríus páfa XIII.
1925 – Seinni sleðaleiðangur með líf-
nauðsynleg lyf kemur til bæjarins Nome
í Alaska. Keppt var við tímann og eina
leiðin var að nota hundasleða. Um var
að ræða yfir 1.000 kílómetra vegalengd,
í illviðri og nístingskulda. Um mikið afrek
var að ræða.
1992 – Raðmorðinginn Jeffrey Dahmer
fær lífstíðardóm.
2013 – Vígahnöttur springur yfir Úral-
-svæðinu í Rússlandi. Höggbylgjan er
svo öflug að um 1.500 manns slasast.
Síðustu orðin
„Ég hef skemmt mér
helvíti vel og notið hverrar
mínútu.“
– Bandaríski leikarinn Errol Flynn
(1909–1959)
„Okkur var verulega
brugðið þegar blóð
fór að leka úr augum hans
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
MYND: HANNA/DV
Maður í lífshættu eftir átök
við strætóskýli í Grafarvogi