Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 2
2 15. feb 2019FRÉTTIR Á þriðjudagseftirmiðdag átti óhugnanlegt atvik sér stað við Borgarholtsskóla þegar átök tveggja manna leiddu til þess að annar þeirra hlaut lífs- hættulega höfuðáverka. Í til- kynningu lögreglu kom fram að mennirnir hafi slegist, en enginn hafi verið handtekinn vegna máls- ins. Þórlaug Sigfúsdóttir var á vett- vangi þegar harmleikurinn átti sér stað. Að hennar sögn var annar maðurinn að koma henni til bjargar þegar maður, sem var í verulegu ójafnvægi, gerði sig líklegan til þess að ráðast á hana. Afleiðingarnar urðu þær að árásarmaðurinn hlaut lífshættulega áverka. „Í fréttum var gefið í skyn að mennirnir hafi verið að slást en það var fjarri lagi. Annar maðurinn var að bjarga mér,“ segir Þórlaug. Atvikið átti sér stað við strætó- skýli við Skólaveg í Grafarvogi. Þór- laug var nýkomin úr strætó þegar ókunnugur maður gekk að henni og virtist í árásarhug. „Ég þekkti þennan mann ekkert, en ég sá strax að hann var ekki í jafnvægi. Hann var með hnefann á lofti og því tók ég sveig framhjá honum,“ segir Þórlaug. Þegar hún leit við sá hún að maðurinn var að elta hana. „Þá byrjaði ég að hlaupa,“ segir Þór- laug. Hún hljóp framhjá strætó- skýlinu við Skólaveg og þar voru nokkrir einstaklingar staddir, með- al annars maður sem hún kann- ast lítillega við úr hverfinu. „Hann steig þá fram og spurði hvað mann- inum, sem var að elta mig, gengi til. Þá réðst maðurinn á hann og kýldi hann nokkrum sinnum í magann,“ segir Þórlaug. Bjargvættur hennar hefði eðli málsins samkvæmt reynt að verja sig og þá sparkað mann- inum frá sér. „Þetta var ekki mikið högg en varð til þess að árásarmað- urinn datt eins og trédrumbur til jarðar. Hann gerði enga tilraun til þess að bera hendur fyrir höfuð sér, heldur skall bara með höfuðið í gangstéttina,“ segir Þórlaug. Hún segir að lögreglu hafi þegar verið gert viðvart og fljótlega komu lögreglubíll og sjúkrabíll á vett- vang. „Þennan tíma lá maðurinn hreyfingarlaus í jörðinni. Við fór- um að huga að honum, en okkur var verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans,“ segir Þór- laug. Hún segir að þau hefðu ekki þorað að færa manninn til af ótta við að gera illt verra. „Þegar alvar- leiki áverkanna kom í ljós var annar sjúkrabíll kominn á vettvang. Þegar þeir voru að koma árásarmann- inum inn í bílinn þá byrjaði hann að froðufella. Það var afar óhuggu- legt,“ segir Þórlaug. Hún segir að atburðarásin hafi fengið mjög á hana og bjarg- vætt hennar. „Þetta var hrika- leg upplifun. Við vorum gjör- samlega miður okkar. Ég get ekki sagt til um það hvort þessi mað- ur hafi verið undir áhrifum, en hann var augljóslega mjög veik- ur,“ segir Þórlaug. Árásarmaðurinn lá meðvitundarlaus á gjörgæslu í rúman sólarhring. Hann komst svo til meðvitundar í gærmorgun, fimmtudag, og var fluttur á al- menna deild. n sem þurfa að lækka í launum Launamál æðstu stjórnenda landsins eru mál mál- anna í dag. Ástæðan er mikil launahækkun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, á síðasta ári sem var sem sprengja inn í yfirstandandi kjarasamninga- viðræður. Á meðan lækkaði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í launum. Það var aðdáunarverður blekkingaleikur af hálfu bankastýrunnar því Birna er á hærri launum en Lilja Björk þrátt fyrir lækkunina. DV tók saman fimm aðra stjórnendur sem þurfa að lækka í launum. Ingimundur Sigurpálsson Forstjóri Íslandspósts Fyrirtækið glímir við rekstrarvanda og þá eiga æðstu stjórn- endur að sýna ábyrgð í verki. Þrátt fyrir það hafa laun forstjórans verið á miklu skriði upp á við og eru rúmlega 1, 7 milljónir króna á mánuði í dag. Að auki fær Ingimundur lúxusbíl til afnota. Davíð Oddsson Ritstjóri Morgunblaðsins Davíð ber höfuðábyrgð á „eftirlaunaósóman- um“ svokallaða þar sem eftirlaun helstu ráðamanna þjóðar- innar voru hækkuð í skyndi árið 2003. Nú makar Davíð krókinn í Hádegismóum, með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun, og skrifar nafnlausar níðgreinar þegar honum hentar. Svanhildur Konráðsdóttir Forstjóri Hörpu Allt varð vitlaust í maí í fyrra þegar lækka átti laun þjónustufulltrúa í Hörpu en í ljós kom að forstjórinn var með laun sem voru hærri en kjararáð hafði úrskurðað um. Til að halda starfi sínu fór Svanhildur fram á að laun hennar yrðu einnig lækkuð. Betur má ef duga skal. Gunnar Einarsson Bæjarstjóri Garðabæjar Það færi vel á því að launa- hæsti bæjarstjóri landsins sýndi gott fordæmi í miðjum kjarasamningum og lækkaði laun sín. Gunnar var með 2,7 milljónir króna í fyrra sem er í engu sam- hengi við umfang rekstrar bæjarfélagsins. Að sjálfsögðu er hann síðan með glæsi- kerru til eigin afnota. Inga Sæland Alþingiskona Árslaun Ingu í fyrra voru 20 milljónir króna eða 1,66 milljónir á mánuði. Rúmlega 13,2 milljónir í þingfarar- kaup og síðan 6,6 milljónir í álag því hún er formaður flokksins. Margir eru þeirrar skoðunar að laun og fríðindi alþingis- manna séu of mikil og því mættu Inga og kollegar hennar lækka í launum. Á þessum degi, 15. febrúar 1764 – Borgin St. Louis er stofnuð í Spánsku Louisiana (nú Missouri) að undirlagi Pierre Laclede. 1923 – Grikkland innleiðir, síðast Evrópuríkja, gregoríska tímatalið, kennt við Gregoríus páfa XIII. 1925 – Seinni sleðaleiðangur með líf- nauðsynleg lyf kemur til bæjarins Nome í Alaska. Keppt var við tímann og eina leiðin var að nota hundasleða. Um var að ræða yfir 1.000 kílómetra vegalengd, í illviðri og nístingskulda. Um mikið afrek var að ræða. 1992 – Raðmorðinginn Jeffrey Dahmer fær lífstíðardóm. 2013 – Vígahnöttur springur yfir Úral- -svæðinu í Rússlandi. Höggbylgjan er svo öflug að um 1.500 manns slasast. Síðustu orðin „Ég hef skemmt mér helvíti vel og notið hverrar mínútu.“ – Bandaríski leikarinn Errol Flynn (1909–1959) „Okkur var verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is MYND: HANNA/DV Maður í lífshættu eftir átök við strætóskýli í Grafarvogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.