Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 56
15. feb 2019
7. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Fjandans
málfars-
fantar!
Lítt þekkt
ættartengsl
Rokkarinn og
fréttamaðurinn
Í
helgarblaði DV er rætt við
Aron Leví Beck sem kynntist
blóðföður sínum átján ára
eftir faðernispróf. Hann er
Rúnar Þór Pétursson tónlistar-
maður sem Íslendingum er að
góðu kunnur. Rúnar hefur verið
í bransanum um áratuga skeið,
gefið út lager af sólóplötum og
leikið með hljómsveitum eins
og Trap og Klettum.
Yngri bróðir Rúnars er
fréttamaðurinn Heimir Már
Pétursson sem Íslendingar
þekkja meðal annars úr stjórn-
málaþættinum Víglínunni og
áramótaþættinum Kryddsíld.
Heimir var áður virkur í stjórn-
málum og gegndi meðal annars
stöðu framkvæmdastjóra Al-
þýðubandalagsins.
Heimir Már hefur samið
texta fyrir stóra bróður sinn og
fylgdi honum út til London til
að taka upp plötu í hinu virta
hljóðveri Abbey Road.
Kunna KR-ingar
ekki íslensku?
E
ngum dylst að KR-ingar
eru góðir í körfubolta.
Þeir eru eitt sigursælasta
liðið í karladeild og hafa
nú unnið fimm Íslandsmeist-
aratitla í röð. Hefur félagið nú
til sölu bolla eða krúsir sem
stuðningsmenn félagsins geta
keypt til að monta sig af þess-
um árangri.
Athyglisvert er hins vegar að
þetta fornfræga félag geti ekki
auglýst krúsirnar á íslensku.
Heita þær „Íslandsmeistara
KR mug“ sem er undarlegur
bræðingur af íslensku og ensku.
Ástæðan fyrir þessu er ekki
kunn enn sem komið er. Er fé-
lagið að reyna að höfða til yngri
kynslóðarinnar sem er orðin
hálftvítyngd nú þegar? Eða
kunna forsvarsmenn félagsins
ekki okkar ástkæra ylhýra?
Sviðin jörð eiganda Procar: Fékk milljarða í lán frá Íbúðalánasjóði
M
ál vikunnar var um-
fangsmikið og þaul-
skipulagt svindl sem
bílaleigan Procar stóð
fyrir og upplýst var um í frétta-
skýringarþættinum Kveik á RÚV.
Meirihlutaeigandi félagsins
er Haraldur Sveinn Gunnars-
son, gjarnan kallaður Harry, og
þegar skyggnst er bak við tjöldin
má sjá að viðskiptasaga hans er
skrautleg í meira lagi.
Haraldur Sveinn var einn af
stofnendum Fasteignafélags
Austurlands ehf. Félagið fékk
milljarða króna lán hjá Íbúða-
lánasjóði til uppbyggingar á
Austurlandi. Í árslok 2007 átti
Haraldur Sveinn félagið ásamt
viðskiptafélaga sínum Ágústi
Benediktssyni. Í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis um
Íbúðalánasjóð kom fram að á
sama tíma og félagið fékk 1,5
milljarða lán frá Íbúðalánasjóði
árið 2007 var eiginfjárhlut-
fall þess aðeins um 2%. Reglur
sjóðsins kváðu þó um að lág-
markið væri 10% eiginfjárhlut-
fall.
Félagið sem fékk lánað frá
Íbúðalánasjóði gerði svo samn-
inga við félagið Byggingarverk-
takar Austurlands ehf. sem var
í eigu sömu aðila, um byggingu
fjögurra, sex hæða fjölbýl-
ishúsa á Reyðarfirði á árunum
2004–2007. Á árunum 2007 til
2009 lækkaði verð á íbúðum á
Austur landi um 21% og fast-
eignafélaginu blæddi út. Á sama
tíma gekk verktakafyrirtækinu
allt í haginn og gátu eigendurnir
greitt sér út 430 milljónir króna í
arð út úr því.
Félögin sameinuðust svo
undir nafni Fasteignafélags
Austurlands ehf. í lok árs 2007.
Félagið var svo úrskurðað gjald-
þrota árið 2011 og sat Íbúða-
lánasjóður uppi með 2,2 millj-
arða króna skuld og gríðarlegan
fjölda íbúða á erfiðu markaðs-
svæði. Haraldur Sveinn ávaxtaði
svo sitt pund með því að skella
sér út í bílaleigubransann. n