Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 22
Heimili og viðhald 15. febrúar 2019KYNNINGARBLAÐ
Fyrirtækið Sprinkler pípulagnir, Bíldshöfða 18 í Reykjavík, hefur í meira en 22 ár sérhæft sig í innflutningi og uppsetningu spr-inklerkerfa. Fyrirtækið hefur umboð hérlendis fyrir bandaríska
stórfyrirtækið VIKING, sem er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki í heimi
á sprinklerkerfum.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Fyrsta verkefni fyrirtækisins á sviði sprinklerkerfa var Flugstöð Leifs
Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Á þeim tíma, fyrir rúmum 22 árum,
voru sprinklerkerfi nánast óþekkt hér á landi. Eftir að hafa lokið þessu
verkefni sneri Egill Ásgrímsson sér alfarið að innflutningi á spr-
inklerkerfum. Egill hefur aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á þessu
sviði, bæði erlendis og hér heima.
Notkun sprinklerkerfa fer ört vaxandi
Á undanförnum árum hefur notkun sprinklerkerfa farið hraðvax-
andi hér á landi. Í fyrstu voru kerfin nær eingöngu sett upp í stærstu
byggingunum en með bættum öryggiskröfum eru sprinklerkerfi sett
upp í nærri öllum stærri byggingum, bæði hjá fyrirtækjum og opin-
berum aðilum. Gistiheimili og hótel eru engin undantekning.
Við höfum sérhæft okkur í eftirliti og viðhaldi á sprinklerkerfum
Í reglugerð um brunavarnir er kveðið á um eftirlitsskyldu með spr-
inklerkerfum, þ.e. að fyrirtæki eða húseigendur geri þjónustusamning
við viðurkenndan eftirlitsaðila, sem hefur þá skyldu að sjá um prófun
á kerfum. Í dag er fyrirtækið með fjölda samninga hvað það varðar.
Fyrir utan aukið öryggi, hefur notkun á sprinklerkerfum m.a. í för
með sér fjárhagslegan sparnað, því tryggingafélög veita ríflegan
afslátt af lausafjártryggingum.
Nánari upplýsingar má nálgast í síma 587-2025 eða með því að
senda tölvupóst á sprinkle@simnet.is. n