Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 4
4 15. feb 2019FRÉTTIR Úrkynjuð bjórmenning Í vikunni var sagt frá því í frétt- um að Guðlaugur utanríkisráð- herra hefði skellt sér í bjórbað með finnskum kollega sínum. Að sjálfsögðu fékk ríkið reikn- inginn, nema hvað! Svarthöfði veltir því hins vegar fyrir sér hvort það sé ekki bara betra að hafa þá aðeins íðí. Samskipti ríkjanna væru kannski yfirhöfuð friðsam- legri og rólegri ef þeir sem stjórna væru alltaf góðglaðir eða jafnvel rænulausir. Erindi þessa pistils er ekki að kvarta yfir busli Gulla og Finnans, heldur þeim dekadens sem bjór- inn er orðinn. Ekki misskilja Svarthöfða, hann fagnaði manna mest þegar bjórbanninu var aflétt. Svarthöfði drekkur jafnan fjórar til fimm dósir á hverju kvöldi. Fyrstu árin og áratugina var bjórneysla Íslendinga eðlileg. Við fluttum inn Becks, Löwenbrau, Tuborg og aðrar strangheiðar- legar tegundir. Prins Christian í litlum, dökkum flöskum, namm. Íslensku framleiðendurnir stóðu sig einnig með prýði, Egils og sér- staklega Víking, þó að Svarthöfða sé yfirleitt meinilla við að hæla Akureyringum. En svo gerðist eitthvað. Ís- lendingar fóru út af sporinu, eins og alltaf. Þetta byrjaði með Kalda í Eyjafirði. Svo spruttu brugghúsin upp eins og gorkúlur í hverri sveit. Fjandans craft-bjórinn. Hand- verksbjór … hvers lags bjór er það? Þetta varð að tískubylgju en angaði af tilgerð. Erlendir craft- bjórar voru einnig fluttir inn, rán- dýrir og bragðvondir. Í kringum þetta hefur skapast stéttaskipting. Enginn er maður með mönnum nema hann drekki graskersbjór frá einhverri kompu í Borgarfirðinum eða nýjasta IPA- -glundrið frá Bretlandi. Tilrauna- starfsemin er alveg komin út í ruglið. Öll munum við eftir þorra- bjórnum með þarmainnihaldi hvala. Lesist á íslensku: Kúk! Þeir sem ekki eru tilbúnir að taka þátt í brjálæðinu og vilja áfram drekka sinn Carlsberg eru smánaðir og hæddir. Þeir eru hvorki hip né kúl. Margir neyða craft-bjórinn ofan í sig til að þykjast vera það en aðr- ir þora ekki út á meðal fólks og drekka því í laumi. Svarthöfði rambaði nýlega inn á flottan hótelbar nálægt miðbæ Reykjavíkur. Þar var ekkert hægt að fá nema IPA og annað fínerí, á uppsprengdu verði. Á veitinga- húsi sem Svarthöfði snæddi á var allt gert úr bjór. Bjórkjúklingur, bjórbrauð, bjórsinnep og meira að segja bjórís. Í búðargluggum hefur Svarthöfði séð sápur og snyrtivörur úr bjór. Þetta er orðið að úrkynjun á pari við það sem tíðkaðist í Rómaveldi. Við mun- um öll hvernig fór fyrir því. Við þurfum þjóðarvakningu um hvað sé að gerast í bjórmálum þjóðarinnar svo við fljótum ekki sofandi að feigðarósi í indversk- um lakkrísbjór. Þróuninni þarf að snúa við hið snarasta til þess að komandi kynslóðir geti alist upp í stéttlausri framtíð. Bregðum Tuborg á loft og verum stolt. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Hægt er að koma 51.000 manns fyrir á fótboltavelli. Á norðanverðum Vestfjörðum er elsta berg sem fundist hefur á landinu. Það er um 16 milljóna ára gamalt. Í maga hrægamma er svo mikil sýra að þeir geta leyst upp nagla á tveimur mínútum. Síld er algengasti fiskurinn á íslensk- um miðum og í heiminum öllum. Frumur líkamans byrja að deyja við 41 gráðu hita. Hver er hann n Er í hljómsveitinni Lady & Bird n Lét móta styttu af sér sem sýnd er í Rokksafni Íslands n Skrifaði handritið að erótísku þáttunum Leyndardómar skýrslu- málastofnunar n Hlaut Edduna árið 2009 fyrir bestu tónlist n Samdi lag fyrir Söngvakeppnina árið 2019 SVAR: BARÐI JÓHANNSSON LÍKAMSÁRÁS FRAMKVÆMDASTJÓRA FYRND VEGNA SEINAGANGS LÖGREGLU S einagangur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð til þess að meint hegningarlagabrot fram- kvæmdastjóra hjá Vegagerðinni fyrntist. Framkvæmdastjórinn, Sigurður Áss Grétarsson, var ákærður fyrir líkamsárás á dyravörð á skemmtistað í mið- borg Reykjavíkur. Þegar taka átti málið fyrir í héraðsdómi kom í ljós að hið meinta brot var fyrnt og því var málinu vísað frá. Skömmu síðar var tilkynnt um að Sigurð- ur Áss væri kominn í leyfi frá Vegagerðinni vegna samskipta- vanda. Sigurður Áss hefur starf- að sem framkvæmdastjóri sigl- ingasviðs hjá Vegagerðinni. Hann hefur meðal annars látið mikið að sér kveða í málefnum Landeyja- hafnar og smíði nýs Herjólfs sem þjóna mun Vestmanneyingum um ókomna framtíð. Fór fram á um 800 þúsund krónur í bætur Hin meinta árás fram- kvæmdastjórans átti sér stað laugardaginn 27. ágúst 2016 fyrir utan Kalda bar við Laugaveg 20b. Samkvæmt ákæru á Sigurður Áss að hafa slegið dyravörð staðar- ins hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut tvö sár og marbletti á innanverðri efri vör, sár á innanverðri neðri vör og bólgu í efri og neðri vör. Þá kvarnaðist upp úr framtönn auk þess sem dyravörðurinn fann fyrir eymslum við tennur í efri gómi. Hið meinta brot var talið hafa varðað 217. grein almennra hegningarlaga og er skilgreint sem væg líkamsárás. Auk refsingar fór dyravörðurinn fram á að Sig- urði Áss yrði gert að greiða hon- um 789.100 krónur með vöxtum í miska- og skaðabætur. Handtekinn á vettvangi Samkvæmt heimildum DV var framkvæmdastjórinn handtekinn á vettvangi og voru vitni að árásinni. Því hefði mátt gera ráð fyrir að rann- sókn málsins væri ekki umfangs- mikil og hefði átt greiða leið í rétt- arkerfinu. Sú reyndist ekki raunin. Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu gaf út ákæru í málinu þann 20. desember 2018 og tæpum mánuði síðar, þann 16. janúar 2019, var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá voru meira en tvö ár liðin frá því að hin meinta árás átti sér stað og því var málið fyrnt. Vegagerðin tjáir sig ekki Þann 8. febrúar birti Vísir frétt um að að Sigurður Áss væri komin í leyfi frá störfum sínum hjá Vega- gerðinni. Í fréttinni kom fram að málið tengdist samskiptavanda innan stofnunarinnar sem hefði verið til skoðunar, meðal annars með liðsinni utanaðkomandi sér- fræðinga. Þá kom fram að ekki væri fyrirhugað að Sigurður Áss yrði lengi frá störfum. DV hafði sam- band við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðar- innar, og spurði hann hvort ákær- an á hendur framkvæmdastjóran- um tengdist leyfi hans frá störfum. G. Pétur kvaðst ekki geta tjáð sig um það. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.