Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 42
42 15. feb 2019TÍMAVÉLIN Undarlegir hlutir fyrir eftirlífið Að taka eitthvað með sér í gröfina er orða- tiltæki um að halda leyndarmáli til dauða- dags. Sumir hafa þó bókstaflega tekið hluti með sér í gröfina. Þetta þekktist á Íslandi í heiðni. Fólk tók með sér verald- lega hluti til þess að nota í eftirlífinu. Faraóarnir egypsku tóku með sér mikið af góssi í gröfina. Enn þá tíðkast að setja táknræna hluti í gröf hins látna. Hér eru nokkur dæmi um það. Morðið á forsetanum John F. Kennedy, árið 1963, var mik- ið áfall fyrir bæði bandarísku þjóðina og alla heims- byggðina. Hann var aðeins 45 ára gamall þegar hann var skotinn úr launsátri í Dallas. Kennedy tók ýmsa hluti með sér í gröf- ina. Þar á með- al 30 sentimetra langa hvaltönn sem Milton DeLano, listamaður og borgar- stjóri Denver, hafði skorið tákn for- setaembættisins út í á 19. öld. Kennedy safnaði tönn- um, sér í lagi úr hvölum sem höfðu ver- ið veiddir af hvalveiði- mönnum frá Nýja- Englandi. Í gröf Kennedy voru einnig sett bréf frá forsetafrúnni, Jackie, og son- um hans tveim- ur, skyrtuhnappar úr gulli og bindisnæla. Ungverski leikarinn Bela Lugosi gerði Drakúla greifa ódauðlegan í samnefndri Hollywood-kvik- mynd frá árinu 1931. Hann hafði áður leikið transylvanísku blóð- suguna á sviðinu á Broadway. Lugosi lést úr hjartaáfalli árið 1956, 73 ára að aldri, og var jarðaður í Kali- forníu. Sagan segir að Lugosi sjálfur hafi beðið um að verða jarðaður í Dra- kúla-búningnum sínum, með skikkju og öllu, og var það gert. Síðar kom í ljós að leikarinn hafði ekki beðið um það heldur var það ákvörðun sem eiginkona hans, Lilian, og sonur hans, Bela George Lugosi, tóku. Söngvarinn, leikarinn og ei- lífðartöffarinn Frank Sinatra lést 82 ára að aldri vorið 1998 úr hjartaáfalli. Var hann í kjölfarið jarðaður í Beverly Hills að við- stöddum 400 manns og þúsundir aðdáanda stóðu fyrir utan kirkjuna. Sinatra var klædd- ur í blá jakka- föt og í kistuna voru settir táknrænir munir fyrir ævi hans. Með- al annars pakki af Camel-sígar- ettum, Zippo-kveikjari, uppáhaldskaramellurn- ar og minturn- ar hans, bangsi, hundakex og flaska af Jack Dani- els viskíi. Jack Daniels hefur allar götur síðan not- að Sinatra í auglýs- ingar sínar og meira að segja framleitt sérstaka tegund, Sinatra Select. Reggíkóngurinn Bob Marley lést úr krabba- meini aðeins 36 ára gamall í borginni Miami í Flórída árið 1981. Líki hans var flogið heim til karabísku eyjunnar Jamaíku og hann jarðaður nálægt fæðingar- bæ sínum, Nine Mile. Margir vita að Marley var jarðaður með gítarn- um sínum, af gerðinni Les Paul. En það voru fleiri hlutir settir í gröfina að hans eigin ósk. Það voru fótbolti, ein jóna af kanna- bis, Biblían og hringur sem hann fékk að gjöf frá prins Eþíópíu. Hinn norsk-breski Roald Dahl var einn allra vinsælasti barnabókahöfundur 20. aldar- innar. Lét hann eftir sig verk á borð við Kalla og sælgætisgerðina, Matthildi og Nornaseið. Hann lést árið 1990 úr krabba- meini, 74 ára að aldri. Það kemur fæstum á óvart að súkkulaði hafi verið sett í gröf Dahl, enda var hann með það á heilanum. Hann dreymdi um að eiga og starfa í súkkulaðiverksmiðju. Það sem kann að koma fólki á óvart er að í gröfina var einnig sett snókerkjuði, rauðvín, blý- antar og hjólsög. Ferill leikarans Tonys Curtis spannaði sextíu ár. Hann skildi einnig eftir sig sex börn og sex eig- inkonur en hann lést árið 2010 úr hjarta- áfalli, 85 ára að aldri. Ekkja hans, Jill Vandenberg, sá til þess að hann færi ekki tómhentur í eftirlíf- ið. Hann fékk með sér ökuhanska, medalíur úr sjóhern- um, skó barnabarnsins, líkan af Ford-bifreið, DVD-mynd, hjartapillu, gervisykur, málniningarbursta og -túpur, sólgleraugu, gyðingahatt, ösku heimilishundsins og síðast en ekki síst iPho- ne-símann sinn. Hvaltönn forsetans Gervisykur og iPhone Pakki af Camel og flaska af Jack Búningur Drakúla Fótbolti og spliffa Snókerkjuði og hjólsög Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.