Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 46
46 FÓKUS 15. feb 2019 NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR KRUMMAHÓLAR, 111 REYKJAVÍK 31.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 101 M2 2 NAUSTABRYGGJA, 110 REYKJAVÍK 79.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 184 M2 5 LEIÐHAMRAR, 112 REYKJAVÍK 98.000.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Einbýli 280 M2 7 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT Maður með dularfulla fortíð Úti í Nepal mun hann leggja stund á endurhæfingu í samstarfi við mann að nafni Rahul sem hann kynntist þegar Rahul heimsótti Ís- land og hélt hér námskeið. „Hann kom og gisti hjá okkur Ölmu á meðan hann var hérna og við náð- um mjög vel saman. Ég var hins vegar svo upptekinn við önnur verkefni á þessum tíma að ég náði ekki að eyða jafn miklum tíma með honum og ég vildi.“ Rahul býr yfir mikilli þekkingu á bæði vestrænum og austrænum vísindum. Hann leggur meðal annars stund á heilun, hugleiðslu, thai chi og alls konar nuddað- ferðir, þeirra á meðal thai-nudd. „Hann lærði það frá manninum sem er talinn vera upphafsmaður þess, en aðrir sem lærðu hjá sama manni eru töluvert eldri en hann, því Rahul byrjaði að læra nudd sjö ára og útskrifaðist sem nuddari aðeins níu ára,“ sagði Brandur. Að sögn Ölmu var æska Rahuls mjög óvenjuleg, en Brandur og Logi töldu rétt að fara ekki nánar út í það við blaðamann hvað í því fælist. Kannski að þeirri spurningu verði svarað í heimildamyndinni. „Hann hefur dularfulla fortíð,“ sagði Logi kíminn. Finnur sársauka „Það er ekkert rosalega langt síð- an að vestræn læknavísindi viður- kenndu að taugafrumur vaxa eftir að maður verður fullorðinn. Það er hægt að örva vöxt þeirra með ýmsu móti. Þetta virðist vera meira í austrænum fræðum en þar eru notaðar studdar hreyfingar og sársauki sem er nú ekki í uppá- haldi hjá okkur. En ég hef fundið þegar verið er að klípa í fingurna á mér og á ákveðna staði, þá kem- ur eitthvert hreyfiviðbragð,“ sagði Brandur. „Munurinn á tauga- og vöðva- frumum er sá að taugafrumurnar þurfa mun meiri örvun. Til að endurnýja vöðva þarf að gera æfingar kannski 2–3 í viku í 1,5 klukkustund í senn. Tauga- frumurnar þarf helst að æfa 6–7 daga vikunnar og töluverðan tíma hvern dag. Ég er að fara út til að takast á við þá vinnu. Það er talað um svona sex mánuði samfellt í þessari vinnu, til að hægt sé að sjá árangur,“ en Brandur mun halda meðferðinni áfram eftir að hann snýr aftur til Íslands. „Ég er bara spenntur að takast á við það.“ Út fyrir þægindarammann „Ég er að reyna að yfirgefa svo- lítið þægindarammann. Þessi stóll sem ég er í núna er mjög þægileg- ur. Hinn er ekki þægilegur,“ sagði Brandur en stóllinn sem hann mun ferðast í er mun einfaldari en sá sem hann notast við hér heima. Meðferðin sem Brandur fer í hjá Rahul er ólík því sem býðst hér heima. „Þetta eru allt öðruvísi æf- ingar og hreyfingar en það sem er í gangi hér. Þetta er sjúkraþjálf- un sem er allt öðruvísi en er not- uð í dag. Þetta eru í senn æfingar, hreyfingar og nudd; allt sem þessi maður kann í að meðhöndla fólk með mænuskaða. Hann er búinn að hjálpa mörgum með mænu- skaða að fá meiri hreyfigetu, fólk hefur staðið upp úr hjólastólum og alls konar,“ sagði Alma. Önnur sjónarmið „Segja má að Brandur hafi notfært sér allt sem vestrænt heilbrigðis- kerfið býður upp á en er samtímis opinn og forvitinn um aðrar leiðir, eitthvað öðruvísi. Það sem við ætl- um að komast að með myndinni er hvort eitthvað sé til í þessu og sjá hvort og þá hver árangurinn verður. Það er það sem áhorfend- ur verða forvitnir um,“ sagði Logi. Endurhæfing er þó ekki eina markmið ferðarinnar. Brandur ætlar líka að kanna möguleika á samstarfi milli Íslands og Nepal. „Til að byrja með ætla ég að kanna möguleikana, meta og koma á opnu sambandi. Við höfum viss- ar lágmarksvæntingar um hverju það getur skilað af sér. Svo er ég með annan samstarfsaðila sem heitir Bishal. Hann stofnaði mjög spennandi fyrirtæki í Nepal sem hefur stækkað í gegnum árin og er núna að teygja sig yfir til Ind- lands og Srí Lanka. Hann er mjög spenntur fyrir þeim möguleika að sú lausn geti nýst Íslendingum líka,“ sagði Brandur. „Þjónustan heitir Help At Home. Í Nepal, eins og víða í Asíu, er ekki heilbrigðiskerfi eins og við þekkjum það hér. Ef einhver veik- ist til lengri tíma er það fjölskyldan sem sér um viðkomandi. Þetta fyrirtæki kemur heim til fólks, með lækni, hjúkrunarfræðing og þess háttar. Þeir meta umhverfið og þjálfa fjölskylduna í að sjá um einstaklinginn. Hjálpa við að út- vega nauðsynleg tæki, sjúkrarúm til dæmis, og hafa svo reglulegt eft- irlit. Þetta fyrirkomulag gæti leyst það sem hjá okkur er alltaf leyst með því að henda fólki inn á spít- ala eða stofnanir. Svo kvarta allir yfir hvað stofnanir séu dýrar og illa reknar. Fjarlækningar eru framtíð- in og vonandi getum við sparkað í rassinn á einhverjum hér heima til að gera þær reglubreytingar sem þarf til að hægt sé að bæta þetta hér heima.“ Söfnun fyrir ferðinni Ferðin hefur verið fjármögnuð að hluta. Brandur og teymið hans hafa fengið styrk frá RÚV og bíða svara frá Kvikmyndasjóði Íslands. Með fjármögnuninni skapast líka tækifæri til að vekja athygli á ver- kefninu sem og tækifæri til að gefa til góðgerðarmála, en hluti fjár- magnsins mun renna til samtak- anna Einstök börn á Íslandi og spítala í Nepal sem er sérhæfð- ur í endurhæfingu fatlaðra barna. Söfnunin verður í gangi til 5. mars á indiegogo.com og eru lesendur hvattir til að kynna sér verkefnið. Brandur benti blaðamanni á að þrátt fyrir að Nepal og Ísland virðist í fyrstu ekki eiga ýkja mikið sameiginlegt þá sé þó eitt sem er áþekkt. „Ísland er á milli Ameríku og Evrópu og hefur lengi notið góðs af því að vera á milli tveggja öflugra efnahagssvæða. Nepal er svo á milli Indlands og Kína, tveggja vaxandi heimsvelda. Í Nepal hafa átt sér stað miklar póli- tískar sviptingar sem hafa skapað ákveðin tækifæri. Mér þætti gam- an að sjá hvort hægt sé að búa til brú milli Íslands og Nepal á þess- um grunni. Við vonumst til að læra margt á ferðinni sem við get- um nýtt til að setja á pressu um umbætur hér heima.“ Spennandi verður að sjá hvern- ig Brandi og félögum mun vegna í ævintýrum sínum í Nepal og það er deginum ljósara að Brandur býr yfir mikilli festu og veitir öðrum mikla andagift. n „Þarna höfum við fullkomna hetju- sögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna Alma, Logi, Christian og Brandur fara saman til Nepal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.