Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 49
SAKAMÁL 4915. feb 2019 Krytur í kjallaranum Jerome kom heim klukkan níu þetta kvöld, og faðir hans renndi í hlað um hálftíma síðar og var í besta skapi. Skyndilega sneri Joel sér að eiginkonu sinni og sagði: „Ég veit allt kærastann þinn.“ Andrúmsloftið breyttist snar- lega og upphófust þrætur þar sem Jerome stóð með móður sinni. Rifrildi Joels og Jeromes barst niður í kjallara og að sögn Nadine fór hún niður og sá þá Joel liggj- andi á gólfinu. Hún hefði þreifað eftir púlsi en engan fundið. Eiginlega sjálfsvörn Við yfirheyrsluna hafði Nadine á orði að Joel hefði verið afar of- beldisfullur þegar hann kom heim þetta kvöld, svo mjög að ekki væri í reynd um morð að ræða, heldur sjálfsvörn. Þau hefðu farið í kerfi og ekki hringt í lögregluna af þeim sökum. Klukkan tvö um nóttina hefðu þau farið hvort á sínum bílnum að skógi í um 30 kílómetra fjar- lægð frá Iville. Joel hefðu þau sett í bíl Jeromes og bensínbrúsa að auki. Í skógarjaðrinum hellti Jer- ome bensíni yfir bílinn sinn og bar eld að. Brenndur lifandi Það sem þau ekki vissu, og kom ekki í ljós fyrr en við krufningu, var að Joel var ekki dáinn þegar hann varð eldhafinu að bráð. Síðan keyrðu þau heim til Iville þar sem Nadine fór úr bíln- um en Jerome fór í þemagarðinn. Kærasta Jeromes staðfesti að hann hefði horfið um kvöldið og komið aftur þegar langt var liðið á nóttina. Hún sagði enn frem- ur að mikil reykjarlykt hefði verið af honum. Hún sagði að Jerome hefði sagst hafa grillað með for- eldrum sínum og því væri reykjar- lykt af honum. Jacques kemur af fjöllum Það er skemmst frá því að segja að Nadine var síðar handtekin og var hún hjá Jacques þegar lögregluna bar að garði. Jacques kom af fjöll- um þegar hann komst að því að Nadine væri ekki fráskilin og að eiginmaður hennar hefði komið heim um helgar. Að eiginmaður hennar væri dáinn kom honum ekki á óvart, aðeins að það væri nýskeð. Nadine hefði sagt honum mörgum dögum fyrr að „fyrrver- andi“ maður hennar hefði fund- ist látinn í bíl sínum með brotinn háls. Kemur Jacques ekki meira við sögu hér. Tíðir kviðverkir Rannsókn lögreglunnar leiddi enn fremur í ljós að Joel hafði, árið 1988, endað á spítala, illa haldinn eftir að hafa innbyrt einhvers kon- ar eitruð lyf. Það kom honum í opna skjöldu, sagði hann lækn- um, því honum varð aldrei mis- dægurt og tók engin lyf yfirhöfuð. Fjórum sinnum að auki var far- ið með hann á spítala vegna kvið- verkja sem, við nánari athugun, gerðu ávallt vart við sig eftir að hann hafði borðað samloku sem Nadine hafði útbúið. Til að stytta langa sögu skal upplýst að Jerome fékk 12 ára dóm og Nadine 25 ára dóm n Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is 3 fórnarlamba Tiffany Hall voru ung börn; sjö, tveggja og eins árs. Tiffany myrti einnig móður barnanna, Jimellu Tunstall og ófætt barn hennar. Þannig var mál með vexti að Jimella, 23 ára vinkona Tiffany, gekk með barni og Tiffany vildi stela því úr móðurkviði. Í september, 2006, Tiffany barði Jimellu margsinnis í höfuðið með borðfæti og skar síðan barnið úr móðurkviði. Jimellu blæddi út og Tiffany henti líkinu á afskekktan stað. Þetta gekk ekki upp hjá morðkvendinu og síðar þennan dag hafði hún samband við neyðarlínu og sagðist hafa fætt andvana barn. Hún afþakkaði læknisskoðun. Þremur dögum síðar heimsótti Tiffany barnsföður Jimellu, sem hafði börn hans og Jimellu í sinni umsjá. Hún sagði honum að Jimella vildi að hún tæki börnin og færi með þau til hennar. Hún drekkti síðar börnunum í baðkeri. Kærasti Tiffany komst á snoðir um þetta allt og hafði samband við lögreglu. Tiffany fékk lífstíðardóm 2008. BANVÆNN BLEKKINGARLEIKUR FRÚ BAUDE n Hjónaband Nadine og Joel var ekki traust n Blekkingar einkenndu tilveru Nadine n Sonur þeirra blandaðist í málið „Skyndilega sneri Joel sér að eiginkonu sinni og sagði: „Ég veit allt kærastann þinn.“ Joel Baude Komst að tvöföldu lífi eiginkonu sinnar. Ástarhreiðrið Húsið sem Nadine festi kaup á með Jacques.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.