Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 38
38 FÓKUS - VIÐTAL 15. feb 2019 Þ egar varaborgarfulltrúinn Aron Leví Beck var átján ára breyttist heimsmynd hans. Hann fór í faðernis­ próf og komst að því að maðurinn sem hann taldi vera föður sinn var það ekki. Á einu bretti eignaðist hann nýjan föður og sex hálfsyst­ kini sem hann kynntist í jarðar­ för ömmu sinnar sem hann aldrei þekkti. DV ræddi við Aron um æskuna með ADHD, hið flókna fjölskyldumynstur, ástina og póli­ tíkina. ADHD-krakki Aron hefur alla tíð búið í Reykjavík en var alltaf með annan fótinn á Reyðarfirði þar sem hann á ömmu og afa. Fram að unglingsaldri bjó hann í Grafarvoginum og mjög snemma var hann greindur með ADHD. Móðir hans var leikskóla­ kennari og sá snemma einkennin. Í áttunda eða níunda bekk flutti hann í Langholtið. „Það var mjög gott fyrir mig sem krakki með ADHD að skipta um umhverfi því ég var fastur í ákveðnum ramma. Ég var ekki óþekkur en ákaflega ör og átti mjög erfitt með að halda athyglinni. Ef ég hafði ekki áhuga á einhverju fór ég að trufla aðra. Eftir að ég kom í unglingadeildina gekk mér vel í skóla og móðir mín á stóran þátt í því. Við gerðum samning um að ef ég næði þremur áttum í prófunum fengi ég bragðaref,“ segir Aron og brosir. „Það tókst alltaf.“ Á æskuárunum var Aron iðinn í íþróttum, æfði íshokkí og var markvörður í landsliðinu. Hann segir að það hafi einnig hjálpað honum. Hann fékk bæði útrás við að vera hluti af heild en einnig að vera mikið einsamall á svellinu. „Ég fékk að vera einn míns liðs en í liði. Ég þurfti ekki að vera að gefa á aðra og átti erfiðara með að skilja leikkerfi þegar ég var lít­ ill. Hausinn var úti um allt. Mark­ verðir eru svolítið heilagir, það er eiginlega bannað að skamma þá en þeir geta orðið hetjur á vissum stundum.“ Hvernig voru unglingsárin? „Ég var ekki vandræðaungling­ ur, en heldur ekki fyrirmyndar­ drengur. Ég var uppátækjasamur og það kom einu sinni fyrir að ég og félagar mínir vorum teknir á bíl áður en við höfðum aldur til að keyra. Löggan sá að ég var að keyra grunsamlega hægt. Eftir þetta var haldinn fjölskyldufundur.“ Aron fékk einnig snemma áhuga á tónlist. Hann spilaði á gítar, bassa og harmoniku. Seinna gekk hann til liðs við karlakórinn Fóstbræður. Hvað langaði þig til að verða? „Þegar ég var lítill vildi ég verða sjóræningi og var alltaf klæddur sem slíkur á öskudaginn. Þegar ég áttaði mig á því að það væri kannski ekki besti starfsvett­ vangurinn fór ég að fá áhuga á húsum og byggingariðnaðinum. Strax í unglingadeild byrjaði ég að handlanga í múrverki með pabba mínum. Síðan lærði ég húsamál­ un og eftir það byggingafræði í Há­ skólanum í Reykjavík.“ Átján ára í faðernispróf Aron ólst ekki upp hjá föður sín­ um. Foreldrar hans höfðu verið kærustupar þangað til Aron var um eins árs gamall. Eftir það tók hún saman við stjúpföður Arons en Aron var í góðu, en stund­ um rysjóttu, sambandi við föð­ ur sinn og tvo yngri hálfbræður. Sambandið jókst á unglingsárun­ um þegar Aron starfaði með föð­ ur sínum. En einn dag í matartím­ anum gjörbreyttist allt þegar faðir Arons bað hann að fara í faðern­ ispróf. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Aron. „Ég hafði ekki einu sinni heyrt þetta orð. Þegar ég kom heim hafði mamma heyrt af þessu og var svolítið stressuð. Ég spurði hana hvort hann væri örugglega pabbi minn og hún sagðist vera 99,9 prósent viss. Við ákváðum þá að fara í prófið.“ Niðurstaðan var sú að Aron og faðir hans, eða sá sem hann hélt að væri faðir hans, voru ekki mik­ ið skyldir. „Ég spurði mömmu þá hvort hún vissi hver væri hinn rétti og hún sagðist hafa einn í huga.“ Veistu af hverju þetta kom upp á þessum tíma?Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Ekki flækja málin. Aron Leví var rang- feðraður í átján ár n Snemma greindur með ADHD n Kynntist föðurfjölskyldunni í jarðarför ömmu sinnar n Stefnir á framtíð í stjórnmálum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is MUND: HANNA/DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.