Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 35
Heimili og viðhald 15. febrúar 2019 KYNNINGARBLAÐ
Svalalokun frá CoverIceland
eykur verðmæti fasteignarinnar
Cover Aluproducts hefur verið frumkvöðull í hönnun á gler-brautaprófílum síðan 1985 og
er kerfið orðið vel þekkt um allan heim.
Cover er finnskt gæðafyrirtæki og hafa
Íslendingar tekið vel við sér. Á aðeins
þremur árum hafa verið sett upp um
yfir sex hundruð svalir og sólstofur um
allt land. „Við erum með glerhandriða
lausnir fyrir verktaka með möguleika
fyrir svalalokun fyrir kaupendur íbúða.
CoverIceland býður einnig upp á kaup á
heilum kerfum á afar hagstæðu verði,“
segir Þuríður Kristín hjá CoverIceland.
Öruggar og snjólausar tröppur
„Það nýjasta hjá okkur eru svo renni-
hurðir og glerskálar með þaki. Einnig er
hægt að fá stök þök svo sem yfir tröppur
og skýli við útidyr. Þá þarf ekki að moka
snjóinn úr tröppunum,“ segir Þuríður
Kristín.
n Svalalokunarkerfi frá CoverIceland
eykur verðmæti fasteignarinnar án þess
að hækka fasteignagjaldið.
n Minnkar hitatap.
n Útilokar rigningu og snjó á svölunum.
Það þarf ekki að moka svalirnar!
n Hægt að setja upp eigið gróðurhús á
svölunum þar sem rækta má blóm og
grænmeti.
CoverIceland býður upp á hefðbundin
svalalokunarkerfi og einnig sérhönnuð
kerfi fyrir aðstæður þar sem krafist er
sérstaks styrkleika vegna vindálags.
Hentar íslenskum aðstæðum
Cover hentar sérstaklega vel við ís-
lenskar aðstæður þar sem getur orðið
ansi vindasamt, kalt og blautt eins og
við höfum mörg hver fengið að reyna
á eigin skinni bæði síðasta sumar og í
vetur. Í dag gera byggingarreglur kröfur
um sérstakt vindálagsþol svalahandriða
og svalalokana við sérstakar landfræði-
legar og ýmsar aðrar aðstæður því það
hefur sýnt sig að hérlendis geta vind-
hviður orðið afar snarpar og sterkar við
sérstakar aðstæður. CoverIceland býður
meðal annars upp á handrið og svala-
lokunarkerfi sem er sérstaklega hannað
og þróað fyrir íslenskt veðurfar og er
sérstaklega vindþolið. Þá er glerið allt að
20 mm. og 15 mm. í svalalokum. Bilum
milli glerja er lokað með PVC-þéttilista
sem kemur í veg fyrir að snjór og vatn
komist inn. Þannig býður CoverIceland
100% vatns- og vindþétt svalalokunar-
kerfi.
„Cover-svalalokunarkerfin veita skjól
allan ársins hring og leng ja til muna þetta
stutta sumar sem okkur á norðurhveli
jarðar býðst ár hvert. Þannig eykur Cover
notagildi svalanna og jafnframt verðmæti
fasteignarinnar,“ segir Þuríður Kristín.
Öryggi og hljóðeinangrun
Glerið sem notað er í Cover-kerfin er
fjórum sinnum sterkara en venjulegt gler
af sömu þykkt. „Öryggið felst í því að ef
það brotnar þá molnar það í ótal litla
mola í stað hvassra stærri brota í venju-
legu gleri. Einnig geta glerjaðar svalir
með einföldu gleri minnkað hávaða að
utan um 7 desíbel. Og ef um er að ræða
2500 Herz-hávaða þá minnkar hljóðið
um 13,5 desíbel,“ segir Þuríður.
Hágæða kerfi
Hjólabúnaðurinn er eitt af aðalsmerkjum
Cover-glerbrautarkerfisins en hjóla-
legurnar gera glerbrautarkerfið afar
þægilegt í notkun. Hjólin eru jafnstór
að ofan og neðan sem gerir það að
verkum að Cover-svalalokunarkerfið
er skröltfrítt og glerflekinn er algjörlega
njörvaður niður, sem er nauðsyn hér á
landi. Glerflekarnir hanga ekki í efri braut
heldur renna til á jafnstórum hjólum í efri
og neðri braut sem tryggir jafnt álag og
útilokar glamur og stirðleika.
Nánari upplýsingar má nálgast á
www.covericeland.is
CoverIceland ehf.
Auðbrekka 10, 200 Kópavogur
(+354) 519-7771 – 777-7001
covericeland@covericeland.is n