Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 54
54 FÓKUS 15. feb 2019 GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. 3 SKREF BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR • Skráningartöflur • Eignaskiptayfirlýsingar • Eftirfylgni EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR ÞARABAKKA 3 S. 578 6800 ÞAU GIFTA SIG Á ÁRINU Ástin blómstrar á árinu og fjölmörg pör hafa ákveðið að gifta sig í sumar, fræga fólkið þar á meðal. Tónlistarfólk, íþróttastjörnur, fjölmiðlafólk og samfélags- miðlastjörnur. Hér eru fræg pör sem hyggjast hætta að lifa í synd árið 2019. H in eina sanna Tobba Marinós, fjölmiðlakona og metsöluhöfund- ur, brast í grát þegar hennar heittelskaði Karl Sigurðsson bað hennar í desember. Karl gerði það í Háskólabíói á hinum víð- frægu jólatónleikum hljómsveitar hans, Baggalúts, þar sem fjöldi gesta fylgdist með. Undir lok tónleikanna sagði hann: „Við erum allir ráðsettir menn og giftir, nema einn, svo ég var að spá: Tobba, viltu giftast mér?“ Tobba sagði já og kyssti verðandi eiginmann sinn. Fagnaði allur salur- inn vel og innilega. ÓGLEYMANLEG STUND Í HÁSKÓLABÍÓI FRAUS Í BÓNORÐINU K nattspyrnustjarnan Gylfi Þór Sigurðsson, sem leikur með Everton í Englandi, sagði í helgarviðtali í DV síð- astliðinn nóvember að hann hefði lengi ætlað sér að biðja Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Tók hann loks af skarið við matarborðið þar sem þau voru í fríi á Bahamaeyjum. „Ég hef aldrei verið jafn stress- aður á ævinni. Ég var búinn að fela hringinn og var með hann í rassvasanum.“ Gyfli fraus í bónorðsræðunni sjálfri sem hann hafði undirbú- ið, en náði að bjarga sér með nýrri sem hann spann á staðnum. „Hún sagði alla vega já,“ sagði Gylfi. S öng- og turtildúfurnar Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frosta- son ákváðu, sumarið 2017, að gifta sig. Þau urðu fræg hvort í sinni hljómsveitinni, Salka með reggíbandinu Amabadama og Arnar með rappsveitinni Úlfur Úlfur, og kynntust á tónleikum. Salka greindi frá trúlofuninni á Instagram-síðu sinni: „Þessi spurði mig hvort ég vildi verða eiginkonan hans og ég sagði hell yeah bro!!“ SÖNGSTJÖRNUR GIFTAST T ími mikilla breytinga er þessa stundina í lífi samfélagsmiðlastjörnunnar Sólrúnar Diego. Hún er þekkt fyrir að gefa þrif- og húsráð á Snapchat og gaf út metsölubók fyrir þar síð- ustu jól. Hún hefur nú ákveðið að segja skilið við Snapchat og beina kröftum sínum að Instagram. Þá eru líka breytingar á hennar einkahögum. Hún og unnusti hennar, Frans Veigar Garðarsson, eru að flytja í stórt hús í Mosfellsbænum og ganga í hnapp- helduna í sumar. MIKLAR BREYTINGAR HJÁ SÓLRÚNU OG FRANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.