Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 30
Heimili og viðhald 15. febrúar 2019KYNNINGARBLAÐ
VEGGFÓÐUR:
Skemmtileg lausn í gráma
hversdagsleikans
Ég er búinn að vera í vegg-fóðrun og dúkalagningu í yfir fjörtíu ár og því búinn að viða
að mér töluverðri reynslu í þessum
bransa. Faðir minn og afi voru líka
báðir í þessum geira þannig að ég
er fulltrúi þriðju kynslóðar af vegg-
fóðrurum í fjölskyldunni. Því má
segja að ég hafi reynslu af gömlum
og nýjum vinnuaðferðum og efnum
sem spanna yfir níutíu ár í sögu
veggfóðrunar og dúklagningar,“
segir Einar Beinteinsson, dúklagn-
ingar- og veggfóðursmeistari.
Skemmtileg lausn
„Við sérpöntum veggfóður fyrir
viðskiptavini og erum í viðskiptum
við nokkra áhugaverða og skemmti-
lega aðila sem framleiða slitsterkt
og fallegt veggfóður. Þessir aðilar
eru mjög mismunandi og spannar
úrvalið okkar allt frá hátískuvegg-
fóðrum til veggfóðursframleiðenda
sem hanna veggfóður með þrjú
hundruð ára gömlum mynstrum.
Svo erum við í viðskiptum við aðila
sem býður upp á heilu myndirnar
fyrir veggi. Hægt er að fá mynd af
fjöllum, skógi vöxnu svæði, mynd
af himninum, þotu eða hverju sem
hugurinn girnist. Enn annar fram-
leiðandi hjá okkur hannar veggfóður
úr náttúruefnum eins og basti og
striga. Sérpöntun á veggfóðri tekur
yfirleitt um það bil eina viku,“ segir
Einar.
Ótrúlegir möguleikar með veggfóðri
Veggfóðrun er afar vanmetin en sér-
lega skemmtileg lausn þegar kemur
að því að innrétta hús og gera íbúðir
að sínum. „Ólíkt því sem margir halda
þá er auðvelt að taka niður veggfóð-
ur, en þegar veggfóðrið er komið á
þá eru fæstir í þeim hugleiðingum að
taka það af,“ segir Einar.
Tískan á Íslandi í dag er afar stíl-
hrein, sem er gott og blessað. En það
er óneitanlega skemmtilegt að brjóta
upp allt þetta svarthvíta þema með
smá áferð eða mynstri á einum vegg
til að koma með smá líf inn í húsið.
Margir setja upp veggfóður á einn
vegg kannski í stofunni eða í eldhús-
inu, rétt til þess að brjóta upp rýmið.
Svo eru möguleikarnir alveg óend-
anlega margir. „Við settum t.d. um
daginn upp veggfóður með mynd af
skóglendi í sturtu hjá einum og lökk-
uðum yfir. Þetta kom alveg svakalega
vel út. Með því að lakka yfir þá lokast
veggurinn alveg fyrir rakanum frá
sturtunni, líkt og um flísar væri að
ræða. Einnig settum við upp vegg-
fóður hjá einum á milli efri og neðri
skápa í eldhúsinnréttingu. Svo lét
hann sníða gler yfir. Glerið er smellt á
þannig að það er auðvelt að skipta út
veggfóðrinu,“ segir Einar.
Það er allt hægt og meira til með
veggfóðri í dag enda afar fjölbreyti-
legur kostur fyrir þá sem langar að
hafa fallegt í kringum sig.
Nánari upplýsingar má nálgast á
veggfodur.is n