Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 9
15. feb 2019 FRÉTTIR 9
ÚRVAL AF HJÁLMUM OG ÚLPUM
Faxafen 12
108 Reykjavík
Sími 534 2727
alparnir.is HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA
Allir barna
hjálmar
9.995 kr.-
Fullorðins
hjálmar frá
19.995 kr.-
CMP herra
úlpur frá
29.995 kr.-
„GERENDUR SNÚA AFTUR Í SAM-
FÉLAGIÐ HVORT SEM OKKUR
LÍKAR BETUR EÐA VERR“
Telur opinbera skráningu kynferðisbrotamanna veita falskt öryggi
H
elgi Gunnlaugsson, pró-
fessor í afbrotafræði við
Háskóla Íslands, telur
markmiðið með frum-
varpi Silju Daggar göfugt. Hann
bendir þó á að rannsóknir sýni
að opinber skráning kynferðis-
brotamanna gegn börnum, líkt og
tíðkast í Bandaríkjunum og Bret-
landi, hafi ekki dregið úr brotum
af þessu tagi.
„Það veitir í raun falskt ör-
yggi þótt útfærsla sé með ýmsu
móti með eða án eftirlits lögreglu.
Ítrekunartíðni kynferðisbrota er
yfirleitt lægri en í öðrum brotum.
Samt megum við ekki loka augun-
um fyrir hættunni af þessum brot-
um. Aðgerðir eru nauðsynlegar
varðandi eftirfylgni með alvarleg-
ustu tilfellunum. Flest brotanna
komast þó ekki upp á yfirborðið og
eru ekki kærð.
Helgi bendir á að viðeigandi
meðferð samhliða refsiúrræðum
hafi birst í árangri og beri að efla.
„Mikilvægt að ná til yngri ger-
enda og brýnt að þeir sjálfir viður-
kenni vandann og afleiðingar
gjörða sinna. Ef barnagirnd er á
háu stigi og vandinn ekki viður-
kenndur eykst hætta á brotum.
Forvarnir skipta mestu, koma í veg
fyrir að brotin séu framin. Ef for-
dæmingin er alls ráðandi og ein-
göngu harðar refsingar í boði, er
hætta á að þeir þori ekki að stíga
fram. Verði afskiptir, uppfullir af
ranghugmyndum og hættulegri
fyrir vikið.“
Helgi telur að mestu skipti að
afplánunin feli í sér viðeigandi
meðferð hvort sem er í sérstakri
deild eða ekki. „Deild eingöngu
fyrir hættulega kynferðisbrota-
menn býður upp á þá hættu að
hópurinn lokist af í eigin veröld
stimplaður af samfélaginu, sem
erfitt sé að losna við að lokinni af-
plánun.“
Þá bendir Helgi á að gerendur
snúi aftur í samfélagið hvort sem
okkur líki betur eða verr.
„Hægt er að draga úr hættunni
með ýmsum aðgerðum eftir af-
plánun og árangursríka meðferð.
Kynhneigð til barna þarf ekki endi-
lega að leiða til nýrra brota. Stuðn-
ingur við að ná fótfestu í samfé-
laginu á ný, frekar en eftirlit og
útskúfun, er yfirleitt farsælasta úr-
ræðið. Sem dæmi má nefna stuðn-
ingsnetið Circles sem víða þekkist
og hefur gefið góða raun.“ n
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
„Deild eingöngu
fyrir hættulega
kynferðisbrotamenn
býður upp á þá hættu
að hópurinn lokist af í
eigin veröld
Helgi Gunnlaugsson.