Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 9
15. feb 2019 FRÉTTIR 9 ÚRVAL AF HJÁLMUM OG ÚLPUM Faxafen 12 108 Reykjavík Sími 534 2727 alparnir.is HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA Allir barna hjálmar 9.995 kr.- Fullorðins hjálmar frá 19.995 kr.- CMP herra úlpur frá 29.995 kr.- „GERENDUR SNÚA AFTUR Í SAM- FÉLAGIÐ HVORT SEM OKKUR LÍKAR BETUR EÐA VERR“ Telur opinbera skráningu kynferðisbrotamanna veita falskt öryggi H elgi Gunnlaugsson, pró- fessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, telur markmiðið með frum- varpi Silju Daggar göfugt. Hann bendir þó á að rannsóknir sýni að opinber skráning kynferðis- brotamanna gegn börnum, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum og Bret- landi, hafi ekki dregið úr brotum af þessu tagi. „Það veitir í raun falskt ör- yggi þótt útfærsla sé með ýmsu móti með eða án eftirlits lögreglu. Ítrekunartíðni kynferðisbrota er yfirleitt lægri en í öðrum brotum. Samt megum við ekki loka augun- um fyrir hættunni af þessum brot- um. Aðgerðir eru nauðsynlegar varðandi eftirfylgni með alvarleg- ustu tilfellunum. Flest brotanna komast þó ekki upp á yfirborðið og eru ekki kærð. Helgi bendir á að viðeigandi meðferð samhliða refsiúrræðum hafi birst í árangri og beri að efla. „Mikilvægt að ná til yngri ger- enda og brýnt að þeir sjálfir viður- kenni vandann og afleiðingar gjörða sinna. Ef barnagirnd er á háu stigi og vandinn ekki viður- kenndur eykst hætta á brotum. Forvarnir skipta mestu, koma í veg fyrir að brotin séu framin. Ef for- dæmingin er alls ráðandi og ein- göngu harðar refsingar í boði, er hætta á að þeir þori ekki að stíga fram. Verði afskiptir, uppfullir af ranghugmyndum og hættulegri fyrir vikið.“ Helgi telur að mestu skipti að afplánunin feli í sér viðeigandi meðferð hvort sem er í sérstakri deild eða ekki. „Deild eingöngu fyrir hættulega kynferðisbrota- menn býður upp á þá hættu að hópurinn lokist af í eigin veröld stimplaður af samfélaginu, sem erfitt sé að losna við að lokinni af- plánun.“ Þá bendir Helgi á að gerendur snúi aftur í samfélagið hvort sem okkur líki betur eða verr. „Hægt er að draga úr hættunni með ýmsum aðgerðum eftir af- plánun og árangursríka meðferð. Kynhneigð til barna þarf ekki endi- lega að leiða til nýrra brota. Stuðn- ingur við að ná fótfestu í samfé- laginu á ný, frekar en eftirlit og útskúfun, er yfirleitt farsælasta úr- ræðið. Sem dæmi má nefna stuðn- ingsnetið Circles sem víða þekkist og hefur gefið góða raun.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Deild eingöngu fyrir hættulega kynferðisbrotamenn býður upp á þá hættu að hópurinn lokist af í eigin veröld Helgi Gunnlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.