Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 15. feb 2019 Óvissuför Brands n Framtíðarfræðingur lamaðist vegna bakteríu n Ætlar í óhefð- bundna endurhæfingu í Nepal n Fjarlækningar eru framtíðin B randur Karlsson er metn- aðarfullur frumkvöðull sem ætlar sér stóra hluti. Hann kallar sig framtíðarfræðing, þar sem hann er stöðugt að horfa til framtíðar og leita lausna til að gera framtíðina betri. Fyrir um áratug lamaðist hann frá hálsi og niður en hann lætur þær takmarkanir sem lömuninni fylgja ekki stöðva sig. Þann 7. mars heldur hann af stað í för sem gæti breytt lífi hans. Áfangastaðurinn er Nepal en þar ætlar hann að leggja stund á og kynna sér óhefðbundna endurhæf- ingu og kanna hvort grundvöllur sé til staðar fyrir Ísland og Nepal að læra hvort af öðru. Blaðamaður hitti Brand og föru- neyti, á köldum mánudagsmorgni á Kjarvalsstöðum. Væri líklega í öndunarvél í dag“ Fyrir um áratug breyttist Brandur úr heilbrigðum, ungum manni í lamaðan mann sem þurfti að not- ast við hjólastól. „Það gerðist mjög hægt. Ég fékk líklega einhverja bakteríu sem hefur komist inn í heilastofninn minn og valdið ein- hverjum skaða. Svo er þetta svona í bland, skaðinn og rýrnunin sem kemur af því að vera hreyfingar- laus í svona langan tíma, sem gerir mig lamaðan.“ Læknar vita þó ekki alveg hver ástæða veikindanna var, en hreyfistöðvar heilans eru óskemmdar, skaðinn er bund- inn við heilastofninn. „Í segul- ómun þá sést smá upplýsing, grátt svæði á heilastofninum sem pass- ar við einkenni mín. Ég er í raun- inni heppinn og óheppinn því ef þetta hefði verið aðeins stærra þá hefði þetta farið inn í öndunar- stýringuna. Þá væri ég líklega í öndunarvél í dag. En maður lærir að meta það sem maður fær í líf- inu.“ Fullkomin hetjusaga Með Brandi í för verða kvikmynda- gerðarmennirnir Logi Hilmarsson og Christian Elgaard, sem reka saman fyrirtækið Vanaheim. Þeim kynntist Brandur í gegnum samfé- lagstengd verkefni. „Brandur var löngu búinn að áætla að fara til Nepal eða einhvers annars lands í Asíu og var alltaf að tala um að við kæmum með honum til að taka hann upp,“ sagði Logi. Skyndilega gerði Logi sér grein fyrir að þarna væri á ferðinni einstök saga. „Þarna höfum við fullkomna hetjusögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna og þar er einhvers konar kennari úti sem tekur á móti hon- um. Hann er að fara að reyna að gera góða hluti, breyta til og breyta sjálfum sér í leiðinni. Þá vorum við komnir með sögu, þótt við vitum ekki enn hvernig hún endar, við vitum bara að þarna er hann að fara að gera mjög spennandi og óvenjulega hluti og verður í kjöl- farið breyttur, ef ekki bara and- lega. Þá vissum við að þarna væri gott efni í mynd og við settum allt annað sem við vorum að vinna við til hliðar til að einbeita okkur að þessu.“ Í aðalhlutverki myndarinn- ar verða Brandur og kærasta hans, Alma Ösp Árnadóttir, sem hann kynntist fyrir fjórum árum á Reykjalundi, en hún skapar, að sögn Loga, mikið af skemmtileg- um augnablikum. Raðfrumkvöðull Brandur er kallaður framtíðar- fræðingur eða raðfrumkvöðull. En hvað felst í því? „Í því felst að leita stöðugt að lausnum á óleystum vandamálum, svona í stuttu máli, og reyna að beita fyrir tækjastrúktúr á þessar lausnir,“ sagði Brandur. Hann hefur mikinn áhuga á ýmsum samfélagslegum álitaefnum og hefur til dæmis sérstakan áhuga á sjálfbærni. Í þessari ferð verð- ur fókusinn á lausnir fyrir fatlaða og aldraða, en þeir hópar eiga margt sameiginlegt. „Draumur- inn var alltaf að stofna vettvang þar sem fatlaðir gætu skap- að sín eigin tækifæri. Það var svona hugmyndin, frekar en hefðbundnu lausnirnar þar sem skapaður er vettvangur þar sem er bara unnið út frá einhverju ákveðnu, eins og að plasta blöð eða búa til samlokur. Frum- kvöðla- eða startup-heimurinn er nokkuð sem ég hef mikla trú á og tel að sé líklegastur til að skila okkur lausnum á þeim vanda- málum sem kerfið okkar er ekki að standa sig í.“ Erla Dóra erladora@dv.is Brandur er spenntur að stíga út fyrir þægindarammann. MYNDIR: HANNA/DV Ráin er alhliða veitingahús í hjarta Reykjanesbæjar MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTEFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.