Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 34
Heimili og viðhald 15. febrúar 2019KYNNINGARBLAÐ
LITLI KLETTUR:
Engin vandamál, bara
verkefni sem þarf að vinna
Litli klettur er öflugt iðnaðarfyr-irtæki sem sinnir margs konar erfiðum verkefnum sem snúa að
steinslípun, múrbroti, kjarnaborun og
fleiru. „Við erum með öflug verfkæri
og bora sem komast í gegnum hvaða
vegg eða klöpp sem er. Við vinnum
fjölbreytt verk sem fólk leitar til okkar
með, enda er mottóið okkar að það
séu engin vandamál, bara verkefni
sem þarf að vinna. Við erum vanir að
bretta upp ermarnar og erum síður
en svo hræddir við að verða skítugir á
höndunum,“ segir Guðbjartur Jónsson.
Nei, það er ekki kviknað í …
Stærsti hluti steinslípunar er slípun á
nýbyggingum, bæði á lofti og veggj-
um. Einnig þarf oft að slípa yfirborð
í eldri húsum vegna breytinga eða
annars. „Við höfum meðal annars
slípað hraunaða, steinaða og málaða
veggi. Enn fremur höfum við verið að
slípa niður flísalím og ýmislegt annað
eins og myglusvepp. Það getur komið
töluvert af ryki við steinslípun og hér
áður fyrr var stundum kallað í slökkvi-
liðið út af öllu rykinu. Fólk hélt að það
væri kviknað í húsunum. Í dag hefur
tækninni fleygt fram og eru öflugar
ryksugur nú orðnar staðalbúnaður hjá
öllum okkar starfsmönnum. Slökkvi-
liðsheimsóknum hefur snarfækkað í
kjölfarið,“ segir Guðbjartur og hlær.
Fjölbreytt verkefni
„Við hjá Litla kletti erum vel tækjum
búnir fyrir kjarnaborun. Við getum
borað í loft, veggi og gólf alger-
lega óháð steypugerð og þykkt.
Einnig erum við með margar gerðir
af steypusögum. Gildir einu hvort
þú þarft að taka fyrir nýjum glugga
eða hurðargati, breikka glugga eða
hurðargat – eða fjarlægja veggi, gólf
eða svalir. Við sögum fyrir þig óháð
steypugerð og þykkt. Að auki fræsum
við fyrir hita- og rafmagnsrörum og
tökum að okkur rifverkefni á léttum
veggjum, loftum, gólfum úr timbri, gifsi
og vikri.“
Lítil en kröftug
„Við búum yfir margra ára reynslu af
afar fjölbreytilegum verkefnum og til
að geta verið í fremstu röð í okkar fagi
þá höfum við fjárfest mikið í nýjum
og góðum tækjum. Við erum meðal
annars með sérlega öfluga rafmagns-
gröfu sem er nógu lítil til þess að fara
inn um venjulegar dyr, en nógu öflug til
þess að brjóta upp þrjóskustu klappir
sem venjulegar brotvélar bíta ekkert
á. Við notuðum hana t.d. í Smáralind
til þess að brjóta niður í klöpp fyrir
rafmagnsstiga.“
Hjá okkur starfa reyndir starfsmenn
sem vinna verkin fljótt og vel. Eitt símtal
og við mætum á staðinn og gefum góð
ráð eða gott tilboð.
Nánari upplýsingar má nálgast á
litliklettur.is
Járnháls 5F, 110 Reykjavík
Sími: 699-0355
Netpóstur: lk@litliklettur.is
Opið er alla virka daga frá 8.00–
17.00. n