Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 41
TÍMAVÉLIN 4115. feb 2019
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR &
UNDIRKERFI
Foreldrar og barn
drukknuðu á sömu
slóðum en ekki
á sama tíma
U
m miðja átjándu öld gift
ist Páll Þórðarson Dag
rúnu Jónsdóttur. Bæði
voru þau tengd Skálholts
setrinu. Hann var sonur staðar
ráðsmannsins en hún systir
skólameistarans. Árið eftir gift
inguna kom barn undir hjá hjón
unum.
Dagrún var ófrísk heima
þegar Páll reið frá Skálholti til
að sækja brúðkaupsveislu hjá
Einari Jónssyni að Hjálmholti.
Þegar þeir komu að ferjustaðn
um var þar enginn en Páll vildi
ólmur komast yfir. Hann reið út
í ána og drukknaði þar.
Dagrún fæddi son sem fékk
nafnið Gísli og sótti skóla í Skál
holti. Eitt sinn var hann á leið til
Skálholts og kom að Spóastöðum
þar sem ferjað var yfir Brúará,
sem sameinast Hvítá fyrir sunn
an Skálholt. Líkt og faðir hans
varð hann þreyttur á að bíða
eftir ferjumanni, reið í ána og
drukknaði. Lík Gísla fannst hins
vegar aldrei.
Eftir að hafa misst bæði eigin
mann og einkason á þennan
hátt mætti halda að Dagrún sjálf
forðaðist ána. Árið 1778 reið hún
við þriðja mann frá Auðsholti til
Skálholts til þess að sækja kirkju.
Var Hvítá þá frosin en ísinn veik
ur. Unglingspiltur komst gang
andi yfir ána en þegar Dagrún
gekk á eftir honum brotnaði ís
inn og hún féll í vök. Samferða
fólki hennar tókst ekki að bjarga
henni upp úr vökinni og drukkn
aði hún því þar líkt og Páll og
Gísli. n
Hvítá Tók líf heillar fjölskyldu á þrjátíu ára tímabili.
missti stöðuna
eftir tal um djöfulinn
Sóknarnefnd á Seltjarnarnesi sagði af sér
G
uðmundur Örn Ragnarsson
var nýlega gestur í Para
dísarheimt, þætti Jóns
Ársæls Þórðarsonar á
RÚV. Þar vakti hann undrun
og hneykslun margra vegna tals
um „kynvillulög“, það er um gift
ingu samkynhneigðra. Fyrir tæpu
ári kom hann landsmönnum
spánskt fyrir sjónir þegar hann
tók viðtal við Eyþór Arnalds, odd
vita Sjálfstæðismanna í Reykjavík,
og sagði hann útvalinn af guði.
Skoðanir Guðmundar hafa lengi
verið á skjön við flesta landsmenn.
Fyrir tæpum þrjátíu árum missti
hann stöðu sína hjá Þjóðkirkjunni
en þá hafði hann predikað eld og
brennistein yfir grandvörum borg
urum á Seltjarnarnesi.
„Satan er raunverulegur og
okkur stafar hætta af honum, því
er nauðsynlegt að forðast áhrif
hans og veldi.“ Þetta sagði Guð
mundur í viðtali við DV í október
árið 1990. Þá var hann svokallað
ur farprestur og starfandi á Sel
tjarnarnesi til nokkurra mánaða.
Myrkrahöfðinginn í nýaldar
guðfræðinni og Lionsklúbbnum
Guðmundur hafði gegnt stöðu
farprests í sex ár og leysti sóknar
prestinn af vegna barneignarleyfis.
Áður hafði hann starfað í saman
lagt sex ár á Raufarhöfn. Á þess
um tíma voru messur Guðmundar
farnar að valda nokkru fjaðrafoki
og þótti mörgum boðskapur hans
ansi harkalegur. Meðal annars
sem hann sagði sóknarbörnum á
Seltjarnarnesi var að hætta félags
lífi, til dæmis í Lionshreyfingunni,
ef það kom í veg fyrir kirkjusókn.
Guðmundur er af prestaættum
en varð að eigin sögn ekki kristinn
fyrr en hann fór í guðfræðideildina.
Hann hafði aðeins trúað á guð en
ekki Jesú sjálfan og á því væri mik
ill munur. Vildi hann meina að
„nýguðfræði“ sem boðuð hefði
verið á fyrri hluta 20. aldarinnar
væri um að kenna að margir ættu
erfitt með að setja Jesú á oddinn.
„Hún varð meðal annars til þess að
það hefur orðið feimnismál meðal
þjóðarinnar að tala um djöfulinn.
Nýguðfræðin taldi að djöfullinn
væri ekki til og það var talað um
„helvítispredikara“ í frekar niðr
andi merkingu fyrir það eitt að
nefna myrkrahöfðingjann á nafn.“
Nauðsynlegt væri að þekkja óvin
inn sem birtist okkur á ýmsan hátt,
til dæmis í nýaldarhreyfingunni.
Þó að Guðmundur væri starf
andi innan Þjóðkirkjunnar hafði
hann komið fram hjá ýmsum
kristnum söfnuðum. Til dæmis
kaþólikkum, hvítasunnumönn
um, Hjálpræðishernum, Veginum
og fleirum. Einnig var hann tengd
ur komu bandarísks sjónvarp
spredikara og trúði innilega á
áhrifamátt þess miðils sem svo
mikið er notaður í Bandaríkjun
um.
Fötlun er refsing frá guði
Tal Guðmundar um djöfulinn var
ekki það eina sem fólki stóð stugg
ur af. Hann talaði harkalega gegn
fóstureyðingum og lenti upp á
kant við sóknarnefnd vegna barna
starfs. Sóknarnefnd kom saman
til að fjalla um málið. Þá var er
indið einnig sent til Ólafs Skúla
sonar, biskups Íslands. Þá skrifaði
séra Gunnar Kristjánsson, á Reyni
völlum, harðorða grein gegn Guð
mundi í Kirkjuritið og nefndi að
sögusagnir væru uppi um að Guð
mundur kenndi fermingarbörnum
að fötlun væri refsing frá guði og
að blessun guðs kæmi fram í góðu
heilsufari.
Fór svo að sóknarnefnd Sel
tjarnarneskirkju sagði af sér vegna
deilunnar um messutímann. Þá var
biskup í algjörum vandræðum með
málið sem þótti líklegt til að kljúfa
Þjóðkirkjuna í tvær fylkingar. Það
voru jú einnig prestar sem komu
Guðmundi og hans sjónarmiðum
til varnar. Lauk deilunni með því að
embætti farprests var lagt niður og
Guðmundi ekki boðin önnur staða
innan Þjóðkirkjunnar. Stofnaði
hann í kjölfarið eigið trúfélag, Mes
sías, og varð síðar vel þekktur sjón
varpspredikari á Ómega. n
Guðmundur Örn
Predikaði eld og brennistein yfir Seltirningum.
Guðmundur Örn
„Satan er
raunveruleg-
ur og okkur stafar
hætta af honum