Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 37
FÓKUS 3715. feb 2019 Dalvegi 2, 201 Kópavogi Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI 12 ára afmæli Castello 17. - 21. febrúar Allar stórar pizzur á matseðli á 1890 kr. *gildir bara ef sótt fyrstu 200 fá fría 2 l af kók 12 ÁRA 12 ÁRA 12 ÁRA PIZZERIA eldbakaðar eðal pizzyur www.castello.is Ruslminni lífsstíll Amanda lifir í sátt við dýr og umhverfi A manda da Silva Cortes er íslenskur bloggari, græn- keri og umhverfissinni, og starfar sem lyfjafræðing- ur. Amanda heldur úti vinsælum Instagram-aðgangi, @amandas- ophy, þar sem hún deilir með fylgjendum sínum ýmsum ráðum um hvernig hægt sé að lifa í sátt og samlyndi við dýrin og umhverfið og valda sem minnstum skaða. DV ræddi við Amöndu um um- hverfisvæna lífsstíllinn. Hún gefur lesendum sjö einföld og góð ráð til að byrja að minnka við sig ruslið. Bæði á veraldarvefnum og er- lendis er þessi lífsstíll þekktur sem „zero waste,“ en Amanda segist ekki nota það hugtak því það sé nær ómögulegt að skilja eftir sig ekkert rusl. „Ég kalla þetta ruslminni lífs- stíl sem er ekki alveg „zero waste,“ en margir telja ekki hægt að kalla þetta „zero waste“ því samfélag- ið hreinlega býður ekki upp á það. Þetta heiti býr til óraunhæfar kröf- ur og leiðir til þess að fólk þorir ekki að prófa sig áfram því það verður aldrei fullkomið. Ruslminni lífs- stíll snýst um að skapa minna rusl. Við lifum í einnota samfélagi þar sem allt þarf að gerast svo hratt, fólk hendir hlutunum strax og það kaupir nýja. Þau sem aðhyllast ruslminni lífsstíl vilja breyta því,“ segir Amanda. Að flokka er ekki lausn Hvenær byrjaðir þú að aðhyllast þennan lífsstíl? „Ætli ég hafi ekki gert það fyrir alvöru fyrir um einu ári. Ég var byrjuð að spá í þetta fyrr og taka þessi fyrstu skref, eins og að fara með fjölnota poka í búðir og nota fjölnota kaffimál. Ég byrjaði að flokka rusl almennilega, en að flokka er ekki lausn, einung- is plástur á sárið. Við þurfum að minnka sorpið sem fer í endur- vinnslu,“ segir Amanda. Af hverju ákvaðst þú að fylgja ruslminni lífsstíl? „Þetta gerðist frekar hægt og rólega. En ég held þetta hafi gerst meðfram grænkeralífsstílnum,“ segir Amanda, en hún hefur ver- ið grænkeri í um eitt og hálft ár. „Ég var að fræðast umhverfisáhrif dýraafurðaiðnaðarins og í leiðinni datt ég inn á hvað allt er í raun fjöldaframleitt. Samhliða því að fara að spá í allt plastið og ruslið sem endar í hafinu, fór ég að spá í allan fatnaðinn sem lendir í urðun og er ekkert pláss fyrir úti í heimi.“ Hvaða ástæðu gefur fólk þér fyrir því að það lifi ekki ruslminni lífsstíl? „Fólk á erfitt með að brjóta vana og hefðir. Fólk á erfitt með að trúa að einn einstaklingur geti haft áhrif og leitt til einhverra breytinga. Einn einstaklingur framleiðir svo ótrúlega mikið af rusli, eins og fatnaði sem er hent og tíðavörur. Ein manneskja hefur áhrif,“ segir Amanda. „Um leið og einstaklingur er opinskár varð- andi þetta, tekur hann oftar eftir því sem hægt er að gera betur. Fólk getur verið feimið við að vera öðruvísi. Ég legg mig fram um að mæta með mitt eigið ílát á skyndi- bitastaði eða bakarí og sýna það öðrum til að sýna að það er ekkert mál,“ segir Amanda Þörf á fræðslu Líður þér aldrei eins og þú sért ein í ómögulegri baráttu? „Ég er alltaf að fara að nenna þessu. En jú, ég verð stundum óþol- inmóð og vil að þetta gangi hrað- ar. Ef ég tek eitt dæmi þá var ég að hlusta á FM957 á leið í vinnuna á mánudaginn. Strákarnir voru að ræða um umhverfisvænan lífs- stíl og sagðist einn þeirra ekki ætla að fljúga í nokkra mánuði. Síðan spurðu þeir hvað meira þeir gætu gert til að verða umhverfisvænni og þá kom vandræðaleg þögn. Ég átti erfitt með mig, það er svo margt hægt að gera! Það er klárlega þörf á meiri fræðslu varðandi hvað fólk getur gert til að gera betur við um- hverfið,“ segir Amanda. Hvað getur fólk gert? „Breyta öllu sem er einnota yfir í fjölnota. Nota fjölnota poka og kaffimál, kaupa það grænmeti sem kemur plastlaust, nota fjöl- nota grænmetispoka en ekki litlu glæru plastpokana, keyra minna og taka strætó oftar, hjóla og ganga þegar veður leyfir og borða meira af heilnæmu plöntufæði. Dýra- afurðaiðnaðurinn mengar meira en allar samgöngur heimsins sam- anlagt. Það er rosalega stórt skref að minnka dýraafurðir,“ segir Amanda. Í sambúð með kjötætu Amanda og kærasti hennar, Birgir, hafa verið saman í fjögur ár og eru í sambúð. Birgir er hvorki græn- keri né umhverfissinni eins og Amanda. Aðspurð hvort það skapi togstreitu í sambandinu segir Am- anda að það geti verið erfitt. „Í fullri hreinskilni þá er að finna plastpoka heima hjá mér. Hann reynir að muna eftir fjölnota poka en kaupir stundum plast- poka. Mér finnst svo mikilvægt að fólk átti sig á því að það geti alveg verið grænkerar og stund- að ruslminni lífsstíl þótt hinir í fjölskyldunni geri það ekki. Hver manneskja sem tekur sig á skiptir máli,“ segir Amanda og bætir við: „Ég vil sýna fólki að þetta sé hægt. Ég geri það sem ég get og það smit- ar út frá sér til annarra.“ Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? „Allir geta lagt eitthvað til mál- anna. Allir geta gert eitthvað. Taktu þetta í skrefum og byrjaðu á ein- hverjum tveimur, þremur atriðum. Þegar þú ert orðin örugg með það getur þú byggt ofan á það. Þannig verður þetta að rútínu. Það er það sem ég gerði og í dag er þetta hvernig ég hugsa,“ segir Amanda. „Jörðin færir okkur fæði, súr- efni og skjól. Við höfum alls ekki langan tíma til að komast hjá því að það fari allt í rugl.“ n Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Amanda mælir með þessum heimildamyndum: (Allar á Netflix) n A Plastic Ocean n The True Cost n Cowspiracy Sjö einföld ráð Amöndu til að minnka rusl: 1. Fjölnota í stað einnota. Pokar, mál, ílát, bómullar- skífur, hnífapör, rör, tíðavörur og fleira er til fjölnota. 2. Eldaðu meira heima og út-búðu nesti fyrir vinnuna eða skólann. 3. Notaðu bílinn minna, vertu samferða einhverj- um, taktu strætó og hjólaðu eða gakktu meira. 4. Borðaðu meira af heil-næmu plöntufæði. 5. Farðu með ílát þegar þú ert að kaupa mat til að taka með á veitingastöðum og bak- aríum. Amanda er alltaf með fjölnota poka og nestisbox á sér. 6. Kauptu meira notaðar flík-ur og vörur. 7. Skiptu plastvörum út fyr-ir náttúrulegar trefjar þegar kostur er á. Til dæmis bambustannbursta og viðar- uppþvottabursta í stað plast- bursta. „Allir geta gert eitthvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.