Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Blaðsíða 20
Sandkorn 20 UMRÆÐA A ðfaranótt föstudagsins 8. febrúar var íslenskur lög­ reglumaður handtekinn í miðbæ Þórshafnar fyrir líkamsárás. Fyrir árásinni varð annar Íslendingur og ferðafélagi lögreglumannsins. Sunnudaginn 10. febrúar var búið að dæma í málinu. Hlaut hann 50 daga skil­ orðsbundið fangelsi og þriggja ára ferðabann til eyjanna. Í helgarblaði DV er nú greint frá því að meint hegningarlagabrot framkvæmdastjóra Vegagerðar­ innar sé fyrnt.  Hann var ákærður fyrir líkamsárás á dyravörð skemmtistaðar í miðbæ Reykja­ víkur. Þetta atvik átti sér stað þann 27. ágúst árið 2016. Þegar málið kom til héraðsdóms var það fyrnt. Ástæðan? Seinagangur lögreglu. Hvernig má það vera að Ís­ lendingar, ein af ríkustu þjóð­ um heims, sem telur sig jafnframt vera með þeim þróaðri á jarðar­ kringlunni, geti ekki tryggt réttar­ öryggi borgaranna? Að brotamenn geti sloppið við refsingu og sektir af því að opinberar stofnanir van­ rækja skyldu sína? Ætla mætti að mál af þessum toga, sem fjalla um líkamlegt of­ beldi, ætti að hafa forgang í kerf­ inu. Þetta er ekki ógreidd stöðu­ mælasekt eða ólöglega byggður bílskúr. Í siðuðum samfélögum ætti lögreglan að beita öllum sín­ um kröftum í að mál af þessum toga leysist, hratt og örugglega. Í miðbæ Reykjavíkur eru urmull af myndavélum, svo ekki sé nú talað um vitnin. Svona mál ætti því að vera nokkuð borðleggjandi. Færeyingar eru okkar nán­ ustu frændur. Samfélagsgerð þeirra er álík okkar og efnahagur­ inn sömuleiðis. Við erum með tvö sambærileg mál. Annað er afgreitt yfir helgi en hitt klúðrast á tveim­ ur og hálfu ári. Hvar liggur vanda­ málið? Fyrningar eru algengar á Ís­ landi. Við heyrum það á umfjöll­ un fjölmiðla. Margir telja að fyrn­ ingarfresturinn sé of stuttur og finnst ósanngjarnt að mál fyrnist. En það er ástæða fyrir fyrning­ um, sérstaklega í hegningarlaga­ brotum. Upplýsingaöflun verður erfiðari eftir því sem lengra líður frá brotinu og minni vitna verður stopulla. Þetta verða rannsóknar­ aðilar að hafa í huga þegar mál koma inn á þeirra borð. Um kyn­ ferðisbrot gilda önnur viðmið, enda eru það mál sem þolandinn burðast með lengi í skömm og áður fyrr lágu slík mál í þagnar­ gildi. Öll þekkjum við þann fjárskort sem íslensk löggæsla og fangelsi búa við. Í hruninu kom hann ber­ sýnilega í ljós og minnstu mun­ aði að lögreglan missti tökin á ástandinu. Síðan þá hefur lítið breyst og gremja lögreglumanna leynir sér ekki. DV greindi nýlega frá því að mörgu er þar ábótavant. Má nefna bíla, fatnað, menntun og fleira. Álagið er mikið og launin lág. Í fangelsum eru plássin fá og menn sleppa við dóma vegna þess að þeir fyrnast. Eða þá að menn eru kallaðir inn til refsingar, löngu eftir dómsuppkvaðningu, menn sem hugsanlega eru búnir að gjör­ breyta líferni sínu. Það er hins vegar ekki hægt að skýra allt út frá fjárskorti. Í máli framkvæmdastjóra Vegagerðar­ innar er augljóslega ekki aðeins fjárskorti um að kenna heldur hlýtur eitthvað annað að liggja að baki. Er það sinnuleysi? Lítið skipulag? Röng forgangsröðun? Hvert sem vandamálið er þá verð­ um við að kippa því í lag. Annars koma upp fleiri sambærileg mál sem yrðu hreint út sagt vandræða­ leg fyrir land og þjóð. n 15. feb 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Fólkið sem enginn þekkir skammað Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, voru hækkuð svívirðilega í vik­ unni. Mikil reiði braust út og hækkunin hleypti illu blóði í kjaraviðræður á almennum markaði. Ráðherrar keppast nú við að koma sökinni á bankaráð Landsbankans. Það hljómar hins vegar ekki trúverðugt enda situr bankaráðið í um­ boði ríkis stjórnarinnar og samkvæmt reglum ráðsins má það ekki svara fyrir sig nema í undantekningartilvikum. Bankaráðið samanstendur af Helgu Björk Eiríksdóttur, Berglindi Svavarsdóttur, Einari Þór Bjarna- syni, Hersi Sigurgeirssyni, Jóni Guð- manni Péturssyni og Sigríði Bene- diktsdóttur. Þetta er fólk sem er ekki áberandi í almennri umræðu, eins konar nafnlaus hersing sem tekur á sig sök­ ina fyrir ríkisstjórnina sem ber á endanum ábyrgðina. Fyrir að taka á sig skammirnar mun fólkinu í bankaráði ekki verða refsað með beinum hætti. Óíslensk hegðun Snæbjörn Brynjarsson sýndi mjög óíslenska hegðun í vikunni og sagði af sér sem varaþing­ maður Pírata. Var það í kjöl­ far þess að hann hafði hellt sér yfir Ernu Ýri Öldu- dóttur, blaða­ mann Viljans, með svívirðing­ um á öldurhúsi. Í tilkynningu sinni baðst hann einnig afsökunar á athæfi sínu. Margir eru undrandi á hversu fljótt Snæbjörn brást við og af mikilli festu. Má segja að hann hafi slegið vopnin úr höndun­ um þeirra sem ætluðu að nota málið gegn honum og flokki hans, Pírötum. Snæbjörn sleppur að sjálfsögðu ekki ólaskaður frá málinu eins og riddari á hvítum hesti. En hann sýndi að heilindi liggja að baki, heilindi sem eru sjaldséð í íslenskum stjórnmálum. Spurning vikunnar Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi? „Nína.“ Guðmundur Sveinbjörnsson „Hatari.“ Garðar Jónsson „Þau eru svo mörg. Ég segi samt Gleðibankinn.“ Jóhanna Þorleifsdóttir „Karen Karen. Mér finnst það ofsalega fallegt.“ Harpa Sigurjónsdóttir „Í siðuðum samfélögum ætti lögreglan að beita öllum sínum kröftum í að mál af þessum toga leysist, hratt og örugglega. Af hverju standa Færeyingar okkur framar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.