Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2019, Side 42
42 15. feb 2019TÍMAVÉLIN Undarlegir hlutir fyrir eftirlífið Að taka eitthvað með sér í gröfina er orða- tiltæki um að halda leyndarmáli til dauða- dags. Sumir hafa þó bókstaflega tekið hluti með sér í gröfina. Þetta þekktist á Íslandi í heiðni. Fólk tók með sér verald- lega hluti til þess að nota í eftirlífinu. Faraóarnir egypsku tóku með sér mikið af góssi í gröfina. Enn þá tíðkast að setja táknræna hluti í gröf hins látna. Hér eru nokkur dæmi um það. Morðið á forsetanum John F. Kennedy, árið 1963, var mik- ið áfall fyrir bæði bandarísku þjóðina og alla heims- byggðina. Hann var aðeins 45 ára gamall þegar hann var skotinn úr launsátri í Dallas. Kennedy tók ýmsa hluti með sér í gröf- ina. Þar á með- al 30 sentimetra langa hvaltönn sem Milton DeLano, listamaður og borgar- stjóri Denver, hafði skorið tákn for- setaembættisins út í á 19. öld. Kennedy safnaði tönn- um, sér í lagi úr hvölum sem höfðu ver- ið veiddir af hvalveiði- mönnum frá Nýja- Englandi. Í gröf Kennedy voru einnig sett bréf frá forsetafrúnni, Jackie, og son- um hans tveim- ur, skyrtuhnappar úr gulli og bindisnæla. Ungverski leikarinn Bela Lugosi gerði Drakúla greifa ódauðlegan í samnefndri Hollywood-kvik- mynd frá árinu 1931. Hann hafði áður leikið transylvanísku blóð- suguna á sviðinu á Broadway. Lugosi lést úr hjartaáfalli árið 1956, 73 ára að aldri, og var jarðaður í Kali- forníu. Sagan segir að Lugosi sjálfur hafi beðið um að verða jarðaður í Dra- kúla-búningnum sínum, með skikkju og öllu, og var það gert. Síðar kom í ljós að leikarinn hafði ekki beðið um það heldur var það ákvörðun sem eiginkona hans, Lilian, og sonur hans, Bela George Lugosi, tóku. Söngvarinn, leikarinn og ei- lífðartöffarinn Frank Sinatra lést 82 ára að aldri vorið 1998 úr hjartaáfalli. Var hann í kjölfarið jarðaður í Beverly Hills að við- stöddum 400 manns og þúsundir aðdáanda stóðu fyrir utan kirkjuna. Sinatra var klædd- ur í blá jakka- föt og í kistuna voru settir táknrænir munir fyrir ævi hans. Með- al annars pakki af Camel-sígar- ettum, Zippo-kveikjari, uppáhaldskaramellurn- ar og minturn- ar hans, bangsi, hundakex og flaska af Jack Dani- els viskíi. Jack Daniels hefur allar götur síðan not- að Sinatra í auglýs- ingar sínar og meira að segja framleitt sérstaka tegund, Sinatra Select. Reggíkóngurinn Bob Marley lést úr krabba- meini aðeins 36 ára gamall í borginni Miami í Flórída árið 1981. Líki hans var flogið heim til karabísku eyjunnar Jamaíku og hann jarðaður nálægt fæðingar- bæ sínum, Nine Mile. Margir vita að Marley var jarðaður með gítarn- um sínum, af gerðinni Les Paul. En það voru fleiri hlutir settir í gröfina að hans eigin ósk. Það voru fótbolti, ein jóna af kanna- bis, Biblían og hringur sem hann fékk að gjöf frá prins Eþíópíu. Hinn norsk-breski Roald Dahl var einn allra vinsælasti barnabókahöfundur 20. aldar- innar. Lét hann eftir sig verk á borð við Kalla og sælgætisgerðina, Matthildi og Nornaseið. Hann lést árið 1990 úr krabba- meini, 74 ára að aldri. Það kemur fæstum á óvart að súkkulaði hafi verið sett í gröf Dahl, enda var hann með það á heilanum. Hann dreymdi um að eiga og starfa í súkkulaðiverksmiðju. Það sem kann að koma fólki á óvart er að í gröfina var einnig sett snókerkjuði, rauðvín, blý- antar og hjólsög. Ferill leikarans Tonys Curtis spannaði sextíu ár. Hann skildi einnig eftir sig sex börn og sex eig- inkonur en hann lést árið 2010 úr hjarta- áfalli, 85 ára að aldri. Ekkja hans, Jill Vandenberg, sá til þess að hann færi ekki tómhentur í eftirlíf- ið. Hann fékk með sér ökuhanska, medalíur úr sjóhern- um, skó barnabarnsins, líkan af Ford-bifreið, DVD-mynd, hjartapillu, gervisykur, málniningarbursta og -túpur, sólgleraugu, gyðingahatt, ösku heimilishundsins og síðast en ekki síst iPho- ne-símann sinn. Hvaltönn forsetans Gervisykur og iPhone Pakki af Camel og flaska af Jack Búningur Drakúla Fótbolti og spliffa Snókerkjuði og hjólsög Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.