Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Qupperneq 2
2 8. febrúar 2019FRÉTTIR sem fóru í dulargervi Mikið hefur verið rætt um dulargervi í vikunni, í tengslum við klæðnað Báru Halldórsdóttur, hið örlagaríka kvöld á Klaustri. Í bréfi Reimars Péturssonar, lögmanns Miðflokksmannna, er sagt að Bára hafi brugðið sér í gervi erlends ferðamanns og þóst vera að lesa ferðamannabæklinga á meðan hún stóð að upptökunni frægu. Hér eru fimm Íslendingar sem brugðu sér í dulargervi. The Village People Barátta Gylfa Ægissonar gegn Gleðigöngunni er vel þekkt. Vildi hann meina að í henni væru borðaðir svokall- aðir typpasleikjóar. Búningur Gylfa bendir til þess að hann hafi rannsakað gönguna með því að látast vera meðlimur úr hljóm- sveitinni The Village People. Göring Páll Óskar Hjálmtýs- son vakti mikla athygli þegar hann kom fram í Gleðigöngunni, klæddur í hvítan her- mannabúning. Sá sem þekktastur var fyrir að klæðast sams konar skrúða var Hermann Göring, einn af hæst settu mönnum Þriðja ríkisins. Nýverið baðst Páll Óskar afsökunar á ummælum sínum um gyðinga sem hann viðhafði í útvarps- þætti. Þroskaþjálfi Anna Kolbrún er á meðal þeirra þing- manna sem Reimar starfar fyrir í máli gegn Báru Halldórsdóttur. Er það kaldhæðnislegt í ljósi þess að hún sjálf var skráð sem þroska- þjálfi á vef Alþingis og í framboðsauglýsing- um. Það er lögverndað starfsheiti og Anna ekki með starfsleyfi sem slíkur. Sendi Þroskaþjálfafélag Íslands kvörtun eftir að þetta komst upp. Stærðfræði- -Rambó Upp komst um það þegar Smári McCarthy þóttist vera stærð- fræðingur. Í ferilskrá hans á samfélagsmiðl- inum Linked-In mátti sjá BS í stærðfræði frá Háskóla Íslands. Hann sagði málið síðar á misskilningi byggt. Smári þóttist ekki eingöngu vera stærðfræðingur heldur líka Rambó þegar hann mundaði hólk í Afghanistan. Einræðisherra Mynd af Ásmundi Frið- rikssyni í fullum skrúða og að sligast undan medalíum vakti mikla athygli þegar hún birtist landsmönnum á sínum tíma. Var þetta einræðisherra eða kóngur frá framandi landi? Kom í ljós að þetta var múndering frá Oddfellowreglunni þar sem Ásmundur var varastórsír. Á þessum degi, 8. febrúar 1587 – Mary Stuart Skotlandsdrottn- ing er líflátin vegna gruns um að hún hafi verið viðriðin áform um að myrða frænku hennar, Elísabetu I. Englands- drottningu. 1837 – Richard Johnson verður fyrstur manna kosinn af bandarísku öldungadeildinn í embætti varaforseta Bandaríkjanna. 1915 – Umdeild kvikmynd D.W. Griffith, Birth of a Nation, er frumsýnd í Los Angeles. 1950 – Stasi, austurþýska öryggislög- reglan, er stofnuð. 1974 – Síðasta áhöfn bandarísku geimstöðvarinnar Skylab 4 kemur til jarðar eftir 84 daga dvöl í geimnum. Síðustu orðin „Að deyja er leiðinlegt“ – Richard Feynman (1918–1988), eðlisfræðingur, rithöfundur og margt fleira. Deilur um jólamat dragast á langinn A ðalmeðferð kærumáls Kolbrúnar Daggar Arnar­ dóttur gegn Ásgerði Jónu Flosadóttir, formanni Fjölskylduhjálpar, var frestað í annað sinn á miðvikudaginn eft­ ir að aðilaskýrslur voru teknar. Kolbrún stefndi Ásgerði eftir að sú síðarnefnda nafngreindi hana í útvarpi sem skjólstæðing sam­ taka sinna. Ástæðan var sú að DV birti nafnlausa frásögn Kol­ brúnar af því hversu slæm matar­ úthlutun Fjölskylduhjálpar var fyrir jólin 2017. Aðalmeðferð var upphaflega á dagskrá í septem­ ber á síðasta ári en var frestað því aðilar málsins töldu sig geta náð sáttum. Sættir tókust þó ekki og aftur var boðað til aðalmeðferð­ ar á miðvikudaginn. Eftir að að­ ilaskýrslur voru teknar af þeim Kolbrúnu og Ásgerði vildi dómari ræða við aðila og lögmennina en í kjölfar þess fundar var þinghaldi frestað að nýju. Landsþekkt kona „Hvað átti ég að gera? Þetta var það sem þau ætluðu okkur í jólamatinn. Ég varð fyrir miklu áfalli,“ sagði Kolbrún fyrir dómi aðspurð um ástæðu þess að hún hefði ekki haft samband beint við Fjölskylduhjálp með umkvartan­ ir sínar. Í matarúthlutuninni var engan hátíðarmat að finna og mikið af útrunnum vörum. Kol­ brún sagði söguna af vonbrigðum sínum í DV í kjölfar úthlutunar­ innar. Frásögnin var í skjóli nafn­ leyndar, en Kolbrún vildi hlífa börnum sínum við því að skóla­ félagar þeirra fréttu af bágri stöðu fjölskyldunnar. Sonur hennar hafði lent í miklu einelti og ekki var á það bætandi. Fyrir dómi hélt Ásgerður því þó fram að hún hefði ekki nafn­ greint Kolbrúnu sem skjól­ stæðing fjölskylduhjálpar. Kol­ brún sjálf hefði nafngreint sig í fyrri umfjöllun um fjárhagsvandræði. „Ég var ekki að rjúfa neinn trúnað þar sem manneskjan var búin að auglýsa sig sjálf. Hún hafði ítrekað komið fram undir nafni þar sem fjallað var um hagi hennar og stöðu. […] Ég tel að hún sé í rauninni landsþekkt kona,“ sagði Ásgerður. Lögmaður hennar lagði meðal annars fram útprentun af blogg­ síðu þar sem Kolbrún tjáði sig um fjárhagsstöðu sína, áður en máls­ atvik áttu sér stað. Varðandi þessi rök Ásgerðar er rétt að taka fram að engin umfjöllun um fjárhags­ stöðu Kolbrúnar hafði farið fram í stærri fjölmiðlum landsins. Töluðu ekkert saman Eins og áður sagði hafði Kol­ brún ekki beint samband við Föl­ skylduhjálp þegar hún varð fyrir vonbrigðum með úthlutunina. Ásgerður hafði heldur ekki beint samband við Kolbrúnu áður en hún útvarpaði nafni hennar. „Ég var bara í áfalli þegar ég las það sem um okkur var sagt. Svo vorum við að afgreiða þarna 3.000 einstak­ linga fyrir jólin og höfðum bara rosa­ lega mikið að gera,“ sagði Ás­ gerður. Þó hefði verið rík ástæða fyrir Ásgerði að hafa samband því fyrir dómi hélt hún því fram að um misskiln­ ing hefði verið að ræða. Í úthlutun­ inni hefði átt að verða grísahnakki sem hefði gleymst og að útrunnar vörur væru alltaf í boði hjá þeim því stefna Fjölskylduhjálpar væri að lágmarka matarsóun. Nafngreiningin olli Kolbrúnu miklu hugarangri og upplifði hún mikla niðurlægingu og skömm. Hún var sannfærð um að Ásgerður hefði gert þetta af illum hug, gagngert til að hefna sín á henni fyrir að hafa dirfst að gagn­ rýna Fjölskylduhjálp. Því hafnaði Ásgerður: „Ég hefði aldrei farið að nafngreina hana til að koma eitt­ hvað illa við hana eða af einhverri illsku.“ Af hverju nafngreining? Fyrir dómi kom fram að engar reglur um þagnarskyldu séu í gildi hjá Fjölskylduhjálp. Þó séu sjálfboðaliðar látnir skrifa undir þagnareið. Ásgerði fannst það ekki skipta máli að hún hefði skrifað undir slíkan eið því hún hefði ekki brotið hann. „Sko, ég nafngreindi hana ekki sem skjólstæðing en þar sem hún var búinn að leita ásjár hjá fólkinu í þjóðfélaginu og opna sig um sín einkamál, sína stöðu og sína bágu framfærslu þá þurfti ég ekkert að segja. Fólk vissi alveg að þetta var kona sem hafði lága framfærslu og þurfti að leita sér aðstoðar. Ég var ekki að brjóta neinn þagnareið þarna. Ég var búin að vera að fylgjast með þessari konu nafngreina sjálfa sig og greina frá sínu einkalífi í fjölmiðlum. Því fannst mér bara eðlilegt að nafn­ greina hana, þar sem hún hafði í mörgum greinum sagt frá sínu lífi og við hvaða stöðu hún byggi.“ Fyrir dómi kom fram að Ás­ gerður hefði ekki beðist afsök­ unar á nafngreiningunni. Í reynd kom í ljós að lítil samskipti hefðu verið þeirra á milli frá upphafi. Kolbrún hafði ekki beint sam­ band við Ásgerði til að kvarta yfir úthlutuninni, Ásgerður hafði ekki samband við Kolbrúnu þegar hún varð vör við að hún væri ósátt. Þess í stað átti sér stað fyrrnefnd nafn­ greining og í kjölfarið málaferli. Því hefur dómari sennilega séð tækifæri til að ná fram sáttum ef aðilar fengjust bara til að tala loks saman og því frestað þinghaldi. Því má vona að málið þurfi ekki að taka fyr­ ir enn að nýju. n Erla Dóra erladora@dv.is Ásgerður Jóna FlosadóttirKolbrún Dögg Arnardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.