Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Qupperneq 8
8 8. febrúar 2019FRÉTTIR
ÞETTA ERU ALRÆMDUSTU BARNANÍÐINGAR ÍSLANDS
n Fórnarlömbin skipta hundruðum n Lítil sem engin úrræði í boði fyrir síbrotamenn sem níðast á börnum n Eiga í engin hús að venda
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
M
ikill skortur er á sér
úrræðum fyrir dæmda
kynferðisbrotamenn
á Íslandi. Lítið er um
eftirfylgni eftir að þeir koma út
úr fangelsum og blasir því við
að þeir muni brjóta af sér á ný.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís
lenskrar erfðagreiningar, segir
í aðsendri grein í Fréttablaðinu
í október 2017 að engin lækn
ing sé til fyrir barnaníðinga:
„Rannsóknir sýna líka að þeir
sem þjást af fíkn í börn læknast
ekki, aldrei. Börnum stafar því
alltaf hætta af þeim sem hafa
leitað á börn. Það verður því að
hafa í huga að þegar níðingun
um er sleppt úr haldi er verið
að taka áhættu á kostnað barna
og við verðum að gera allt sem
í okkar valdi stendur til þess að
sú hætta verði ekki að lífstíðar
lemstrun á saklausri barnssál.“
Þeir einstaklingar sem tald
ir eru upp hér eiga það sam
eiginlegt að hafa síendurtekið
brotið kynferðislega á börnum
og ungmennum, og í sumum
tilfellum eftir að hafa afplán
að fangelsisdóm. Þeir sæta of
sóknum og ofbeldi á götum úti
og hafa sumir gripið til þess
ráðs að skipta um nafn. Þetta
eru nokkrir af alræmdustu
barnaníðingum Íslands. n
Brotasaga Karls Vignis Þorsteins
sonar nær áratugi aftur í tímann
en hann hefur viðurkennt opin
berlega að hafa misnotað allt að
fimmtíu börn. Talið er þolendur
séu mun fleiri.
DV fjallaði ítarlega um sögu
Karls Vignis árið 2007. Á níunda
áratugnum starfaði hann sem
yfir maður töskubera á Hótel
Sögu, þar sem flestir undir
manna hans voru drengir á ung
lingsaldri. Eftir nokkur ár var
honum vikið úr starfi á hótelinu
þegar upp komst um kynferðis
brot hans gegn drengjunum. Þá
vandi Karl Vignir komur sínar
um árabil á Kumbaravog, upp
tökuheimili í eigu ríkisins. Þar gaf
hann drengjum sælgæti áður en
hann misnotaði þá bak við lukt
ar dyr.
Þá var hann lengi vel starfs
maður á Sólheimum í Grímsnesi,
en þaðan var honum vikið úr
starfi vegna gruns um kynferðis
brot. Karl Vignir var einnig safn
aðarmeðlimur í Kirkju sjöunda
dags aðventista. Starf hans þar
fór á sama veg og í Grímsnesi
en árið 1997 var honum vikið úr
söfnuðinum eftir að stúlka innan
kirkjunnar sagði frá því að Karl
Vignir hefði ítrekað misnotað
hana kynferðislega. Það mál kom
aldrei til kasta lögreglu.
Karl Vignir var allra vörum eft
ir umfjöllun og afhjúpun Kast
ljóss árin 2012 og 2013. Í þættin
um gekkst Karl við brotum gegn
tugum barna og ungmenna og
var þá áratuga löng þöggun rofin.
Lögreglurannsókn hófst í kjöl
farið og var Karl Vignir að lokum
handtekinn. Karl Vignir aðstoð
aði um árabil við umsjón opinna
húsa í Áskirkju. Þegar mál hans
kom til kasta lögreglu var honum
gert að hætta starfi í söfnuðinum.
Haustið 2013 var Karl Vignir
loks dæmdur fyrir kynferðisbrot
gegn þremur mönnum en brotin
voru framin á sjö ára tímabili, frá
1995 til 2012. Hlaut hann sjö ára
fangelsisdóm.
DV greindi frá því í júlí á sein
asta ári að Karl Vignir væri laus
úr fangelsi, eftir að hafa afplán
að fimm ár af sjö, og væri búinn
að koma sér fyrir í lítilli íbúð við
Hlemm.
Ágúst Magnússon hlaut fimm
ára fangelsisdóm árið 2004 fyrir
gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn
sex ungum drengjum. Einnig
fyr ir að hafa í vörslu sinni mynd
bands spól ur, DVDmynddiska,
ljós mynd ir og hreyfi mynda skrár
sem sýna börn á kyn ferðis leg an
og klám feng inn hátt. Á nokkr um
mynd bands spól um sást Ágúst í
kyn ferðis leg um at höfn um með
ung menn um.
Í dómi héraðsdóms kem
ur fram að Ágúst hafi á „skipu
leg an, yf ir vegaðan hátt og með
blekk ing um, tælt og/ eða mis
notað dreng ina sem flest ir höfðu
litla sem enga reynslu á kyn lífs
sviðinu.“
Í skýrslu sálfræðings kom fram
að Ágúst væri haldinn alvar
legri barnagirnd og með þráláta
kynóra, og réði ekki við þessar
kenndir sínar. Það væri því hætta
á því að hann myndi endurtaka
brot sín. Ríkissaksóknari fór á sín
um fram á að Ágúst yrði beittur
öryggisráðstöfunum að refsivist
lokinni og vistaður á stofnun.
Dómari féllst hins vegar ekki þá
kröfu.
Í fréttum fjölmiðla af mál
inu kom meðal annars fram að
Ágúst hefði verið virkur í starfi
KFUM á árum áður og hlut hann
viðurnefnið Gústi guðsmaður á
meðal samfanga sinna á Litla
Hrauni.
Veturinn 2006 fékk Ágúst leyfi
fangelsismálastofnunar til að
flytja af LitlaHrauni á áfanga
heimilið Vernd, þar sem hann
hafði aðgang að tölvu með
nettengingu. Á meðan hann
dvaldi á Vernd gekk hann í gildru
fréttaskýringaþáttarins Kompáss
þegar hann gerði tilraun til þess
að nálgast þrettán ára stúlku í
gegnum vefsíðuna einkamál.is.
Afhjúpun Kompáss leiddi meðal
annars til þess að hætt var að vista
á Vernd kynferðisglæpamenn
sem hafa brotið gegn börnum.
Ágúst fékk reynslulausn eftir
að hafa afplánað þrjú ár af fimm
ára dómi en þurfti að tilkynna
reglulega um ferðir sínar og var
einnig meinað að koma nálægt
ákveðnum stöðum þar sem börn
voru til staðar.
Samkvæmt Þjóðskrá er Ágúst
nú kominn með nýtt nafn og
heitir Jan T. Bergland Fanneyj
arson. Samkvæmt heimildum
DV er hann búsettur erlendis.
Eitt þekktasta kynferðisbrotamál
síðari ára er mál fyrrverandi lög
mannsins Roberts Downey, sem
áður hét Róbert Árni Hreiðarsson.
Í september 2007 hlaut Róbert
Árni þriggja ára fangelsi fyrir kyn
ferðisbrot gegn fjórum stúlkum
á aldrinum fjórtán til fimmtán
ára. Hann var einnig sviptur lög
mannsréttindum. DV greindi
ítar lega frá málinu á sínum tíma
en brotin framdi Róbert Árni á
tímabilinu frá júlí 2005 til vor
mánaða 2006, meðal annars þegar
ein stúlknanna var í helgarleyfi frá
meðferðarheimili fyrir unglinga.
Róbert Árni var meðal annars
sakfelldur fyrir að hafa haft beint
og óbeint samræði við eina stúlk
una fimmtán sinnum gegn um
það bil tuttugu þúsund króna
greiðslu fyrir hvert skipti. Þá voru
gerðar upptækar myndbands
spólur og tölvur sem innihéldu
barnaklám. Þar var ekki sakfellt
að fullu. Við húsleit á heimili hans
fundust meðal annars tveir GSM
símar. Rannsókn lögreglu leiddi í
ljós að símarnir hefðu báðir verið
í notkun með fjórum símanúmer
um, sem öll voru óskráð nema eitt
sem skráð var á fjárfestingarfélag
í eigu hans. Símana notaði Róbert
Árni til að hafa samskipti við stúlk
urnar undir ólíkum nöfnum, með
al annars sem Árni og Robbi. Þá
þótti sannað að Róbert Árni hefði
haft tölvupóstfangið bestur2000@
hotmail.com, en hann tældi stúlk
urnar á MSNspjallforritinu undir
fölsku nafni sem sautján ára strák
ur að nafni Rikki.
Í fórum Róberts Árna fannst
minnisbók sem innihélt 335 kven
mannsnöfn með bæði símanúm
erum og póstföngum. Við nöfn
in höfðu verið skráðar tölur sem
líklegt er að hafi vísað til aldurs
stúlknanna.
Róbert hélt áfram brotum sín
um eftir að honum var kunn
ugt um að hann væri grunaður
um kynferðisbrot gagnvart einu
fórnar lambinu. Þá hélt Róbert
réttindum sínum sem lögmaður í
þau tvö ár sem málið var rannsak
að og kom til dæmis oft í Barnahús
vegna mála sem voru í rannsókn.
Það vakti gífurleg viðbrögð
meðal þjóðarinnar í júní 2017
þegar ljóst var að Róbert hefði
fengið uppreist æru frá innanríkis
ráðuneytinu í september 2016,
og væri heimilt að starfa á ný sem
lögmaður. Tvö fórnarlamba hans
stigu fram í kjölfarið, þær Glódís
Tara og Nína Rún Bergsdóttir, og
greindu frá hversu miklum sárs
auka og skaða það hefði valdið
þeim. Þá lagði önnur kona, Anna
Katrín Snorradóttir, fram kæru hjá
lögreglu gegn Róbert, fyrir sams
konar brot og hann hafði hlotið
dóm fyrir tíu árum áður.
Í umfjöllun DV í júní 2017 kom
fram að Róbert Árni væri fluttur af
landi brott.
Með 335 nöfn skráð
Fórnarlömbin minnst 50 talsins
Braut af sér á meðan
hann dvaldi á Vernd
www.gilbert.is
VELDU ÚR MEÐ SÁL
101 Afmælisútgáfa