Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Síða 10
10 08. febrúar 2019FRÉTTIR - ERLENT M argar popúlistahreyfingar í Evrópu eiga sér draum um að beint lýðræði verði í meira mæli notað við ýms- ar ákvarðanir og því þrýsta þær sífellt meira á um þjóðaratkvæðagreiðsl- ur. Emmanuel Macron Frakklands- forseti varar við hættunni sem hann telur stafa af þjóðaratkvæðagreiðsl- um og tekur Brexit sem dæmi. „Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi ætti að vera aðvörun til evrópskra stjórnmálamanna um að það er hættulegt að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál,“ sagði hann nýlega en hann og ríkis- stjórn hans hafa undanfarið þurft að glíma við mótmæli Gulu vestan- na sem vilja einmitt taka upp lýð- ræðislegra ferli þegar ákvarðanir eru teknar til að gefa almenningi færi á að tjá sig um málefni líðandi stund- ar. „Áhrif voru höfð á þjóðar- atkvæðagreiðsluna utan frá af því sem við köllum nú falsfréttir. Fyrst segir maður hvað sem er og síðan segir maður að nú verðið þið að bjarga ykkur sjálf,“ sagði Macron á löngum fundum með 600 frönskum borgar- og bæjarstjórum nýlega. „Í stuttu máli sagt er logið að fólki. Það tók ákvörðun í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem er ekki hægt að standa við. Síðan er bara að óska þjóðkjörnum fulltrúum góðs gengis við að hrinda óframkvæmanlegum hlut í framkvæmd.“ Orð forsetans koma í miðri um- ræðu um hvort evrópsk lýðræðisríki eigi oftar að viðhafa þjóðaratkvæða- greiðslu. Það eru einmitt popúlista- flokkar, sem eru víða á mikilli sigl- ingu, sem hafa sett fram kröfur um slíkt. Eitt af því sem popúlistaflokkar á báðum vængjum stjórnmálanna eiga sameiginlegt er að þeir vilja koma á meira beinu lýðræði. En valdhafar í Evrópu eru ekki ýkja hrifnir af þjóðaratkvæða- greiðslum. Þeir hallast flestir að full- trúalýðræði og telja að aðeins eigi að grípa til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar gera á breytingar á stjórnar- skrá og kannski í einstökum öðrum tilfellum, en annars eigi að forðast þær. Í Hollandi voru lög um leiðbein- andi þjóðaratkvæðagreiðslur felld úr gildi á síðasta ári af ótta við að þær gætu grafið undan lýðræðinu. Áhyggjur Hollendinga, sem og ým- issa annarra, eru að í framtíðinni muni myndast pólitískur þrýstingur um þjóðaratkvæðagreiðslu um að- ild Hollendinga að ESB. Í rannsókn bandarísku stofn- unarinnar Pew Institute, sem var birt í október 2017, um afstöðu Evrópubúa til lýðræðis kom fram að helmingur aðspurðra í tíu ríkj- um sagðist ósáttur við hvernig lýð- ræðið virkar í heimalandi þeirra. Um 70 prósent aðspurðra sögðu að þjóðaratkvæðagreiðslur væru frá- bært verkfæri í lýðræðisríkjum. Fimmstjörnuhreyfingin og Gulu vestin Fimmstjörnuhreyfingin á Ítalíu hefur gert beint lýðræði að einu helsta stefnumáli sínu og talsmenn Gulu vestanna í Frakklandi telja að þjóðaratkvæðagreiðslur séu áhrifa- ríkt vopn gegn hinni pólitísku elítu í París. Eins og Gulu vestin á Fimm- stjörnuhreyfingin rætur að rekja til mótmælagöngu á landsbyggðinni, árið 2009. Það var áður en hreyf- ingin fór að nota samfélagsmiðla til að vekja athygli á sér og áður en hún hélt innreið sína í borgir og bæi. Luigi Di Maio, leiðtogi Fimm- stjörnuhreyfingarinnar, styður Gulu vestin, og segir samkvæmt umfjöll- un Le Monde að „hreyfingar, sem styðja beint lýðræði, séu að skapa nýja Evrópu“. En það er rétt að hafa í huga að í Ungverjalandi og Póllandi, þar sem popúlistahreyfingar eru við völd, eru ekki fleiri þjóðaratkvæða- greiðslur en áður eða annars staðar. Það má því álykta að þegar popúlistahreyfingar eru komnar til valda og sitja öruggar á valdastóli þá sé engin hvatning til að efna til þjóðar atkvæðagreiðslna. Ef tekið er mið af orðum Macron þá er að heyra að hann vilji halda þjóðaratkvæðagreiðslum í algjöru lágmarki. Aðrir franskir stjórn- málamenn hafa varað við sviss- neska módelinu, en í Sviss eru umdeild mál send í bindandi þjóðar atkvæðagreiðslur ef ákveðið hlutfall kjósenda krefst þess. Frönsku stjórnmálamennirnir segja að hætta sé á að þjóðar- atkvæðagreiðslurnar fari að snúast um eitthvað allt annað en lagt var upp með. En þeir segja einnig að það sé hættulegt að láta þjóðar- atkvæðagreiðslu ráða úrslitum í við- kvæmum málum á borð við mál- efni innflytjenda, dauða refsingar, fóstur eyðingar, hjónabönd samkyn- hneigðra eða aðild að ESB. Frakkar hafa tvisvar efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB og stjórnvöld vilja ekki fara í þá þriðju. Sú kenning hefur verið sett fram að hin pólitíska elíta í Frakk- landi treysti kjósendum ekki, þeir séu taldir vera þröngsýnir bænd- ur. Aðrir eru algjörlega á öndverð- um meiði og segja að hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslur séu „hættulegar“. Þær séu tálsýn sem endi með miklum vonbrigðum í framtíðinni eða séu bara hreint eitur fyrir lýðræðissamfélögin í Evrópu. n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is POPÚLISTAHREYFINGAR ÞRÝSTA SÍFELLT Á UM FLEIRI ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR n Macron Frakklandsforseti varar við hættunni Gulu vestin Hafa verið áberandi í Frakklandi undanfarið.„ Brexit-atkvæða- greiðslan í Bretlandi ætti að vera aðvörun til evrópskra stjórnmálamanna Luigi Di Maio Leiðtogi ítölsku Fimmstjörnuhreyfingarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.