Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Page 16
16 BLEIKT 8. febrúar 2019 OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Guðbjörn fór í krabbameinsmeðferð til Bandaríkjanna og eignaðist bónusforeldra í leiðinni „ Það gekk svo langt að ég reyndi að svipta mig lífi vegna þess að ég var sannfærður um að ég væri að fara að deyja n Kynntust á hafnaboltaleik V ið erum í stöðugum sam- skiptum við þetta fólk enn- þá í dag og við lítum á þau sem fjölskylduna okkar,“ segir Guðbjörn Jóhann Kjartans- son. Guðbjörn Jóhann greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins í byrjun árs 2018. Meinið var þess eðlis að hann þurfti að gangast und- ir aðgerð í Bandaríkjunum. Tilvilj- un réð því að hann kynntist hjónum í ferðinni sem áttu eftir að marka djúp spor í líf hans. Bandaríski fréttamiðilinn The Indianapolis Star ræddi við Guð- björn á dögunum, um förina til Bandaríkjanna og vináttutengslin sem þar urðu til. Árið 2017 fékk Jóhann átta sinn- um lungabólgu og kenndi reyking- um um. Hann drap í seinustu sígar- ettunni á gamlárskvöld þar ár, en engu að síður var hann áfram með stöðugan hósta og brjóstverki. Ein- kennin áttu aðeins eftir að versna og eftir að Jóhann fór að finna fyrir svima hætti honum að lítast á blik- una. Í janúar 2018 var hann greind- ur með sjaldgæfa t gund krabba- meins sem nefnist á íslensku illkynja kímfrumuæxli. Meinið var staðsett á milli hjartavöðvans og bringubeins- ins og reyndist vera hraðvaxandi. „Vikan þar á undan var sú versta í lífi mínu. Það gekk svo langt að ég reyndi að svipta mig lífi vegna þess að ég var sannfærður um að ég væri að fara að deyja,“ segir Jóhann en fljótlega eftir greininguna byrjaði hann í strangri lyfjameðferð. Bláókunnugur maður Í kjölfarið var ákv ðið að Jóhann myndi gangast undir meðferð sér- fræðinga á IU Health-háskóla- sjúkrahúsinu í Indiana. Honum leist illa á að fjölskyldan fylgdi honum í áhættusama skurðaðgerð til Banda- ríkjanna og því varð úr að besti vinur hans, Sindri Már Smárason, fór með honum vestur um haf. Þegar félagarnir keyrðu inn í Indianapolis fyrsta daginn tóku þeir eftir Victory Field-leikvanginum, heimavelli Indians sem er hafna- boltalið borgarinnar. Guðbjörn nefndi þá að hann myndi gjarnan vilja heimsækja kirkju í Bandaríkj- unum. Þeir fóru upp á hótel, tóku upp úr töskunum og héldu svo út í göngutúr. Skyndilega urðu þeir varir við hávær fagnaðarlæti, lúðrasveit- armars og í loftinu var angan af poppkorni og pylsum. Þeir gengu á hljóðið og lyktina og enduðu á sama stað og þeir höfðu keyrt fram hjá fyrr um daginn, hafnaboltaleikvanginum Eftir þónokkurt hik ákváðu félagarnir að gefa sig á tal við ók nnugan mann sem stóð fyrir utan hlið vallarins, og spyrja hann hvernig þeir gætu h gs- anlega nálgast miða á leikinn. Maðurinn reyndist vera Tom Sipes, heimamaður og mikill áhuga- maður um hafnabolta. Og hann gerði meira en að gefa piltunum ráð; hann gaf þeim ókeypis miða á leik- inn og bauð þeim jafnframt að setj- ast hjá honum og vinahjónum hans, þeim Jerry og Christinu Tiller. Í samtali við miðilinn lýsir Christina einnig fyrstu kynnum sín- um af íslensku piltunum tveimur. „Þeim fannst alveg magnað að blá- ókunnugur maður væri að bjóða þeim á leikinn,“ segir hún en hún ætlaði varla að trúa því að Guðbjörn væri án fjölskyldu sinnar í Banda- ríkjunum. Það fannst henni algjör- lega ótækt. Í kjölfarið stungu hjónin upp á að vinirnir tveir myndu borða með þeim kvöldverð kvöldið fyrir að- gerðina, og fylgja þeim síðan í kirkju. Við matarborðið minntist Guðbjörn Jóhann á að þetta gæti orðið hans seinasta máltíð. Svar Christinu var hins vegar á þessa leið: „Nei. Við komum aft- ur hingað þegar þú ert búinn í að- gerðinni.“ Mætt um leið og aðgerðinni lauk Daginn eftir gekkst Guðbjörn undir fjögurra klukkustunda langa skurð- aðgerð á sjúkrahúsinu. Christina var mætt á sjúkrahúsið um leið og aðgerðinni lauk og stóð þétt við hlið hans næstu daga; kom alltaf til hans í hádeginu og svo aftur á kvöldi . Christina var mætt á sjúkra- húsið um leið og aðgerðinni lauk og vék ekki frá Guðbirni næstu daga„Christina er búin að reyn- ast mér sem móðir,“ segir Guð- björn en eftir að hann var út- skrifaður af sjúkrahúsinu gistu þeir vinir hjá Tiller-hjónunum í rúmlega viku. Þau hafa verið í stöðugu sambandi eftir það. Í samtali við blaðamann DV segist Guðbjörn allur vera að koma til. „Ég er bara góður í dag, er allur á batavegi og það sem virðist vera erfiðast að fá til baka er þolið. En ég vinn mína vinnu samt sem áður. Það virðist allt vera á góðri leið.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Vinirnir gæða sér á alvöru amerískum hamborgara Einstök kynni tókust með íslensku vinunum tveimur og bandarísku hjón- unum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.