Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Side 35
FÓKUS - VIÐTAL 358. febrúar 2019 vandamál í lífi Jónu á unglings- aldri. „Ég var með lélega sjálfs- mynd og var ósátt við líkamann. Upp úr því byrjaði megrunarfíkn- in, mér fannst ég vera feit þó að ég væri mjög grönn.“ Jóna hefur upplifað mörg áföll á lífsleiðinni sem hafa reynt mik- ið á hana en þegar horft er til baka kemur í ljós að þau hafa styrkt hana og þroskað. „Árið 1996 svipti bróðir minn sig lífi. Við vorum mjög náin og þetta var mér afskaplega erfitt og er það enn þann dag í dag. Á svona áföllum jafnar maður sig aldrei til fulls þó að maður læri að lifa með missinum. Sjálfsvígið var mikið reiðarslag fyrir alla og engan grun- aði að hann væri í erfiðleikum, hann átti til dæmis ekki við áfengis- eða vímuefnavanda að etja. Mig grunar að orsökin hafi verið þung- lyndi og ég tel að það sé sjúkdómur sem eigi að taka grafalvarlega.“ Jóna á óskaplega gott og fal- legt samband við syni sína tvo, en þeir hafa þó ekki farið varhluta af erfið leikum í lífinu. „Þegar eldri sonur minn var 17 ára reyndi hann að svipta sig lífi og vinur hans bjargaði honum á síðustu stundu.“ Þessi sonur Jónu er með Asperger- heilkennið, sem er afbrigði ein- hverfu, en hefur þrátt fyrir það náð miklum árangri í lífinu. Árið 2009 var Jónu mjög þungt í skauti en þá riðu mörg áföll yfir sem reyndu mjög á hana. „Mamma dó þetta ár í fanginu á pabba heima. Hann langaði ekki til að lifa eftir það og svipti sig lífi ellefu vikum síðar.“ Sama ár lenti Jóna í alvarlegu bílslysi: „Ég var að koma að ein- breiðri brú og hægði á mér og vék fyrir bíl sem kom af brúnni en sá vék ekkert og keyrði á miðjum vegi svo ég þurfti að fara of langt út í hægri kantinn til að forða árekstri. Malbikið brotnaði undan hægri hliðinni og ég missti alla stjórn og fór þvert yfir veginn og niður bratt- an vegarkant hinum megin; enda- stakk bílnum á hvolf ofan í vatn.“ Þrátt fyrir þessa óhugnanlegu at- burðarás slapp Jóna lítið meidd frá óhappinu. Sama ár veiktist eldri sonur hennar lífshættulega, en jafnaði sig sem betur fer. Við þetta má síð- an bæta að uppeldisbróðir eigin- manns Jónu lést í hörmulegu vinnuslysi fyrir nokkrum árum. Næst víkjum við að sigrum Jónu í baráttu við fíknina og þá fyrst þegar hún kvaddi áfengi fyrir fullt og allt. Þegar hún skildi allt sem Megas söng varð henni ljóst að hún varð að hætta að drekka Eftir tólf ára hlé byrjaði Jóna aftur að drekka. „Fyrst var þetta áhrifagirni, maður fékk sér bjór með hinum til að vera með. En bjórinn er eins og sykurinn, þetta eru efni sem henta mér ekki og ég missi algjörlega tökin. Rétt eins og gerðist með matinn og sykurinn seinna.“ Margir hafa sokkið miklu dýpra í drykkju en Jóna gerði nokkurn tíma og hún hætti löngu áður vandamál í einkalífi og starfi tóku að hljótast af drykkju hennar. Hins vegar olli drykkjan henni mikilli andlegri vanlíðan. Atvikið sem varð til þess að hún ákvað að kveðja áfengi fyrir fullt og allt er nokkuð spaugilegt: „Hér er árlega haldin tónlistar- hátíð sem ber heitið Hammond- hátíðin og er tileinkuð Hammond- orgelinu. Meðal þeirra sem komu fram var Megas og þegar ég stóð mig að því að skilja hvert einasta orð sem Megas sagði og söng á sviðinu áttaði ég mig á því að ég hafði misst raunveruleikaskynið.“ Lykilatriðið var að hætta í megrun og snúa baki við sykri Þetta var fyrir um átta árum og Jóna hefur ekki snert áfengi síðan. Baráttan við matarfíknina hefur verið miklu erfiðari, en Jóna náði tímamótaárangri í þeirri baráttu haustið 2015. Jóna nefnir til sögunnar konu að nafni Sólveig Sigurðardóttir sem náð hefur miklum árangri í baráttu við ofþyngd og hefur haft áhrif á margra. „Árið 2015 rak ég augun í pistla Sólveigar á Facebook og hún varð mér mikill áhrifavald- ur – umfram allt varðandi það að hætta í megrun. Eins og margir aðrir feitir þá var ég alltaf í megr- un og sú megrunaraðferð er varla til sem ég hef ekki prófað.“ Þarna urðu þau straumhvörf að Jóna hætti í megrun og tileinkaði sér lífsstíl sem hún heldur ávallt síðan. Hann felur í sér að taka út öll sætindi, takmarka mjög unna matvöru, vera mjög meðvituð varðandi magn og innihald og leit- ast við að minnka matarskammta. Afar mikil og markviss hreyfing er síðan hluti af prógramminu. „Hér á Djúpavogi starfa engir einkaþjálfarar en ég komst í sam- band við manneskju sem var reiðubúin að hjálpa mér í gengum fjarþjálfun. Þarna skipti sköpum að fara að lyfta lóðum í stað þess að fara bara á hlaupabretti eða út að hlaupa. Stærri vöðvar auka brennslu og þetta skiptir miklu máli. Ég æfi eftir plani og allur lík- aminn er þjálfaður.“ Jóna fer í ræktina sex sinnum í viku og stundar þar fjölbreyttar æfingar. Hún segir að ástundun líkamsræktar geti ekki gengið upp nema fólk hafi gaman af henni. „Þetta er aldrei kvöð hjá mér held- ur nýt ég þess að gera þetta. Og þetta hefur gengið upp.“ Jóna nefnir einnig til sögunnar dáleiðslu sem hafi hjálpað henni að halda fíkninni niðri. Dáleiðsla geti verið mjög hjálpleg ef leitað er til hæfra aðila. „Hólmfríður Jó- hannesdóttir, dáleiðari og heilari hjá Andlega setrinu, hefur reynst mér mjög hjálpleg og er stórkost- leg í sínu starfi.“ Jóna missti 30 kíló á einu ári og hefur viðhaldið þyngdartapinu síðan. Í fyrsta skipti upplifði hún, síðastliðið haust, að þungbært áfall í fjölskyldunni ýtti henni ekki út í ofát – hún fór í gegnum sorgina með sínum nánustu án þess að deyfa sig með sykri og mat. Litli drengurinn sem sá aldrei dagsins ljós Eldri sonur Jónu á þrjá syni og í fyrra gekk konan hans með þann fjórða. Það var á mánudegi að fjöl- skyldunni bárust þær alvarlegu niðurstöður að hjarta barnsins sló ekki lengur í móðurkviði. „Það kom hnútur á naflastrenginn sem olli því að honum barst ekki súr- efni og hann kafnaði.“ Fæðing var sett af stað á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og tók hún fjóra daga. Þetta reyndi óskaplega mikið á fjölskylduna. „Hann átti að fæðast fjórum vikum síðar og þetta var fullburða barn, 11 merkur og 49 sentimetrar.“ Jóna segir að aldrei hafi komið annað til greina en að líta drenginn augum. Maðurinn hennar hafði þó miklar efasemdir um það og ætlaði ekki að sjá hann. Hann skipti hins vegar um skoðun á síðustu stundu. Bæði Jóna og eiginmaður hennar telja brýnt að fólk sem lendir í þessum sporum sjái og kveðji látna barnið. „Það var mér ómetanlegt að fá að sjá hann og halda á honum góða stund og mynda þannig einstök tengsl við hann sem munu fylgja mér ævilangt. Hann var skírður Grétar Jónþór og er eina barnabarnið mitt sem ber mitt nafn,“ segir Jóna. Sem fyrr segir varð þetta áfall ekki til þess að sykurlöngunin vaknaði aftur, hvað þá áfengislöngunin. Jóna þakkar það meðal annars dáleiðslunni sem áður var minnst á og einnig telur hún að það skipti máli að hún hóf að iðka jóga í haust, sem stuðlar mjög að innri ró. Bjartir tímar framundan eftir áföll og fíkn Jónu líður vel í dag og horfir björt- um augum til framtíðar. „Ég er umfram allt þakklát fyrir að vera á lífi og veit að það er ekki sjálfgef- ið eftir allt það sem ég hef upplif- að á ævinni, þar á meðal andlát annarra,“ segir hún. Hún hefur aldrei verið í betra formi en í dag og nýtur þess að rækta líkamlega og andlega heilsu. Fjölskyldan stendur sterk eftir að hafa farið saman í gegnum erfið áföll. Erfið reynsla hefur þroskað og eflt Jónu. Hún vill þroskast meira og verða betri manneskja. Hún segist sneiða hjá neikvæðu fólki, bæði í sínu daglega umhverfi og í netheimum þar sem hún er töluvert virk, sérstaklega á Face- book. Mikilvægur hluti af hamingju og lífsfyllingu Jónu í dag er vinnu- staðurinn Búlandstindur þar sem hún segir að ríki ákaflega jákvæð- ur andi. „Fólk fær fallegt hrós fyrir vel unnin störf og er metið að verðleikum. Ég gæti ekki verið heppnari með vinnustað. Það besta sem mér hefur hlotn- ast er að verða mamma og ekki síð- ur amma, ég elska þessi hlutverk. Það sem hjálpaði mér mest við að komast aftur á rétta braut var að hætta að nota sykur og áfengi, stunda reglulega hreyfingu, fara í dáleiðslu og heilun og þora að tala um mín fíknivandamál og mitt líf almennt opinberlega.“ n aðrir útsölustaðir Epal - Laugavegi 70 EPAL - Harpa Airport fashion - Leifsstöð Reykjavik Raincoats HVERFISGATA 82, vitastígsmegiNn www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com „ Ég er um- fram allt þakklát fyrir að vera á lífi og veit að það er ekki sjálfgefið eftir allt það sem ég hef upplifað á ævinni, þar á meðal dauðsföll annarra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.