Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Qupperneq 40
40 8. febrúar 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginDV 17. febrúar 1984 V ið Túngötu í Vestur- bæ Reykjavíkur stendur hús þar sem lengi var stundað vændi, allt fram á tíunda áratug síðustu aldar, einnig voru vændiskonur gerð- ar út þaðan. Um þetta sá kona, sem áður hafði starfað við vændi, en varð síðar svokölluð maddama. Sögusagnir gengu lengi og sumir voru sannfærðir um að staðurinn væri lítið ann- að en goðsögn. En árið 1997 birtist viðtal í Mannlífi við nafn- lausa stúlku sem hafði leiðst út í fíkniefnanotkun og fjármagn- aði neysluna með því að starfa á Túngötu. Síðar kom í ljós að hin nafnlausa stúlka var Kristín Gerður Guðmundsdóttir. Vændishúsið við Túngötu var ekki það eina í Reykjavík, en það best þekkta. Þrjú eða fjög- ur önnur hús voru þekkt á þeim tíma er viðtalið í Mannlífi birt- ist. Á þessum tíma var löggjöf- in þannig að sala vændis var ólögleg en umburðarlyndi ríkti gagnvart starfseminni. Aðeins einn einstaklingur hafði verið dæmdur fyrir vændismiðlun, árið 1989, og hefur Tímavél DV áður greint frá því máli. Viðtalið sýndi glöggt þær ömurlegu að- stæður og það kynferðisofbeldi sem vændiskonur í Reykjavík urðu og verða fyrir á hverjum degi. Undir eftirliti Maddaman sem um ræðir, sem var á sextugsaldri, hafði áður starfað sem vændiskona og kallaði sig þá Fjólu. Hafði hún verið gift og með börn á heim- ilinu. Í grein Mannlífs var hún nefnd Inga en þolandinn Kristín Gerður var nefnd Hugrún. Inga þessi var sögð hafa verið undir eftirliti lögreglunnar vegna gruns um vændi en þvertók fyrir það aðspurð. Hugrún, þá þrítug, starfaði hjá Ingu árið 1992 og sagðist hafa verið eign hennar. Hugrún hafði þá náð sér upp úr mikilli eiturlyfjaneyslu sem hófst á unglingsaldri. „Þeir gerðu allt sem þeim sýndist,“ sagði Hug- rún um mennina sem keyptu hana. Sumir ofbeldisfullir og af- brigðilegir en aðrir venjulegir menn. Hún taldi ábyrgð hinna síðarnefndu hins vegar ekki síðri. Það væri alltaf afbrigði- legt að borga annarri mann- eskju fyrir að fá að misnota lík- ama hennar. Hugrún var búsett í Reykja- vík en var utan af landi. Hún kynntist amfetamíni þegar hún vann á veitingastað á mennta- skólaárunum. Í stúdentaferð til Amsterdam fór allt úr böndun- um og hún skilaði sér ekki heim. Hún leiddist út í heróín neyslu og endaði allslaus í Kaup- mannahöfn. Þegar henni var bjargað heim fór hún um tíma á Vog og inn á geðdeild. Eftir það lá leiðin í undirheima Reykja- víkur og neyslu. Það var þá sem hún kynntist Túngötunni þar sem vændiskonur voru gerðar út. Eiginmaðurinn tefldi við kúnnana Inga var dökk yfirlitum, feitlagin, svarthærð með rauð- sprengt net sem breiddi sig yfir kinnarnar samkvæmt lýsingu Hugrúnar. Karlarnir vildu hana ekki lengur en hún sagði Hug- rúnu að það hafi ekki alltaf ver- ið svo. Hún hafi verið svo vinsæl að eiginmaðurinn hefði teflt við kúnnana á meðan þeir biðu. Sumir kúnnarnir keyptu þjónustuna á staðnum og þá tók Inga helminginn af kaupverðinu sem byrjaði í 35 þúsund krónum en gat farið neðar. Vændiskon- urnar sömdu sjálfar í viðurvist Ingu. Þjónustan var veitt í svefn- Í Gísla sögu Súrssonar kemur fyrir persónan Helgi Ingjalds- son eða Ingjaldsfíflið eins og hann var kallaður. Gísla saga hefur meira vægi í þjóðarsál Ís- lendinga en margar aðrar, enda var hún kennd í grunnskólum lengi og kvikmyndin Útlaginn er byggð á henni. Sagan gerist á Vestfjörðum og að einhverju leyti byggð á raunverulegum persón- um og atburðum frá 10. öld en hún var rituð á þeirri 13. Seint í sögunni er fjallað um komu Gísla til Hergilseyjar á Breiðafirði þar sem maður að nafni Ingjaldur bjó, með konu sinni Þorgerði, þrælum sínum og þroskaheftum syni sem hét Helgi. Þessi Helgi var kallaður Ingjaldsfífl og var mikill í vexti, „nær sem tröll.“ Í sögunni segir: „Var afglapi sem mestur mátti vera og fífl; honum var sú umbúð veitt að raufarsteinn var bundinn við hálsinn og beit hann gras úti sem fénaður.“ Var hann einmitt við þessa iðju þegar Börkur hinn digri leit- aði Gísla í eynni. Í kvikmynd Ágústs Guð- mundssonar, Útlaganum frá ár- inu 1981, lék Karl Ágúst Úlfsson Ingjaldsfíflið. Hann var þá nýút- skrifaður úr Leiklistarskólanum. Þessi persóna hefur síðan verið sú þekktasta úr Gísla sögu, jafn- vel þekktari en Gísli sjálfur sem var þó leikinn á dramatískan hátt af Arnari Jónssyni í kvik- myndinni. Táknmynd fatlaðra Í fyrstu hlógu margir en þegar árin liðu minnkuðu hlátrasköllin. Varð persónan eins konar tákn- mynd fyrir Íslendinga með þroskahömlun á fyrri tímum. Hóp sem var svo gott sem ósýni- BUNDINN UM HÁLS OG BEIT GRAS SEM FÉNAÐUR„ Gaman þykir oss að fíflinu og horfa á það, svo sem það ærlega getur látið VÆNDISHÚSIÐ Á TÚNGÖTU Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is n Kúnnarnir beittu líkamlegu og andlegu ofbeldi n Viðtal við hamingjusama hóru gagnrýnt Kristín Gerður Lýsti hryllingnum í Mannlífi árið 1997. Hægt að nota úti og inni festist á flísar og í baðkör HREIÐUR.IS K ÍK TU V IÐ Á SMELLTU H ÉR FÆ ST Í A UÐB REKKU 6. KÓPAVOGI AÐLAGAR SIG AÐ UMHV ER FIN UBílabrautin HREIÐUR.IS VEgakort án hindrana fyrir Leyfðu hugmyndafluginu að ráða brautin festist á flísar og í baðkör

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.