Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2019, Síða 41
TÍMAVÉLIN 418. febrúar 2019 B laðamaður og ljós- myndari Tímans voru á rölti á Austur- strætinu þriðjudaginn 6. september árið 1960. Var þeim brugðið þegar þeir litu inn um búðarglugga og sáu tvo einkennilega ávexti, sem uppstillt var í glugganum. Höfðu þeir ekki hugmynd um hvað þetta var en ávextirnir voru „rauðgulir að lit með grænum blaðabrúsk úr öðr- um endanum.“ Forvitnin rak þá inn og spurðust þeir fyrir um þetta framandi aldin. Fengu þeir þá þau svör að þetta væri an- anas. Svona liti hann út áður en hann væri sneiddur nið- ur og soðinn ofan í dósir. Einnig komust þeir að því að kílóverðið væri 116 krónur og að hver ananas væri um tvö kílógrömm að þyngd. Kíló- dós af niðursoðnum ananas kostað hins vegar ekki nema 45 krónur og 30 aura. n ÞETTA ER ÞÁ ANANAS legur. Helgi Ingjaldsson fékk ekki nema örfáar línur í sögunni og fáar mínútur á hvíta tjaldinu en þær skildu eitthvað eftir sig. Öllum sem sáu þetta var ljóst að nákvæmlega svona var komið fram við fatlað fólk á Ís- landi öld eftir öld eftir öld. Helgi sjálfur var kannski ekki einu sinni til. Meðferðin og niður- lægingin er síðan kórónuð í orðum manna Barkar hins digra: „Gaman þyk- ir oss að fíflinu og horfa á það, svo sem það ærlega getur látið.“ n BUNDINN UM HÁLS OG BEIT GRAS SEM FÉNAÐUR herberginu hennar en hún beið frammi í stofu á meðan. Þeir máttu ekki vera of lengi, þá fór Inga að banka á dyrnar. Ef hún sendi vændiskonu til kaupanda úti í bæ tók hún aðeins þriðjung af fénu, en það var hættulegra. Kaupendurnir beittu frekar of- beldi annars staðar en á Tún- götunni. Inga sat oft á börum Reykjavíkur við drykkju og tók við pöntunum. Þegar inn var komið á Tún- götunni mætti kúnnunum dimmur gangur. Gengið var gegnum eldhúsið og inn í svefn- herbergið. Allir gluggar voru huldir með þykkum tjöldum og dyrnar kirfilega lokaðar. Í íbúð- inni var sjónvarpstæki þar sem spilaðar voru klámmyndir allan daginn, nema rétt á meðan fréttirnar voru lesnar. Faldi sprautuförin Kúnnarnir voru af öllum stærð- um og gerðum. Sumir fínir menn en aðrir síður, en aldrei rónar samt. Gamlir og ungir, fatlaðir og ófatlaðir. Sumir fant- ar sem vildu slá og lemja. Aðrir vildu meiða með orðum. Sum- ir vildu láta meiða sig. Enn aðr- ir sem vildu láta kalla sig pabba eða afa. Sumir komu í hópum og skiptust á. Hugrún sagði að langstærsti hlutinn vildi niður- lægja hana á einhvern hátt. Sumir vildu spjalla við hana og spurðu um hversdagsleg mál- efni. Það var erfitt þar sem hún var ekki hún sjálf, hún aftengdi sig alveg þegar hún starfaði við þetta. Hún þurfti að þykjast vilja sænga hjá þeim. Faldi það að hún notaði krem í leggöngin og faldi sprautuförin á höndunum. Þeir máttu ekki vita að hún væri í neyð, þeir gætu orðið hræddir við smit. Í einu af fyrstu skiptunum þurfti Hugrún að fara á City Hotel þar sem hennar beið skipstjóri utan af landi. „Hann er á buxum og nærbol, ofboðs- lega feitur og illa lyktandi og svo drukkinn að hann stendur varla í fæturna.“ Reiddist hann við að heyra verðið, þuklaði hana alla og niðurlægði með orðum. Þegar hún ákvað að fara hélt hann henni fastri og nauðgaði henni í herberginu. Hún náði samt að komast und- an og heim til sín. Hringdi þá Inga mjög reið, skipaði henni að koma og sagði að þetta yrði tek- ið af næstu viðskiptum hennar. Þegar Hugrún sagði henni frá nauðguninni hló hún. „ Maður nauðgar ekki mellu, bjáninn þinn.“ Saga Kristínar Gerðar er vel þekkt. Hún svipti sig lífi vorið 2001. Umdeilt viðtal við „hamingju- sama hóru“ Önnur vændiskona lýsti störf- um sínum á Túngötunni í Fréttablaðinu árið 2002. Var það kona á fimmtugsaldri, öryrki í úthverfi Reykjavíkur, sem enn þá stundaði vændi til að sjá sér og fimmtán ára dóttur sinni far- borða. Hún hafði starfað sem vændis kona frá árinu 1985, meðal annars á Hótel Loftleið- um þar sem hún náði í kúnnana af veitingastaðnum Skálafelli. Þessi kona starfaði á Túngöt- unni fram til ársins 1990 og kunni maddömunni góða sögu. Konan hafði ekki aðstöðu á Túngötunni heldur var á eigin bíl og ók til kúnnanna. „Ég þekki ekki þessa dökku hlið sem hefur verið dregin upp af henni af sumum þeirra sem störfuðu í skjóli hennar.“ Sagði hún að það truflaði sig ekki að selja líkama sinn og að hún hefði aldrei lent í ofbeldi af neinu tagi. Ástæðuna sagði hún vera að hún sorteraði úr við- skiptavinum sínum, en þegar viðtalið var tekið náði hún til þeirra í gegnum stefnumóta- síðuna einkamal.is. Sagðist hún enn þá vera í góðu sambandi við maddömuna á Túngötunni. Viðtalið var gagnrýnt, meðal annars af Guðrúnu Ögmunds- dóttur alþingismanni, sem sagði frásögnina ekki trúverð- uga: „Það klingir alla vega mörgum bjöllum í mínu höfði.“ Vísaði hún sérstaklega í viðtalið úr Mannlífi því til stuðnings og þeim harmi sem Hugrún gekk í gegnum. Býr þar enn Árið 1999 var rætt við tvær ís- lenskar nektardansmeyjar en þá voru nektarstaðir algengir í miðbæ Reykjavíkur. Sögðu þær að sumar dansmeyjanna stunduðu vændi, stundum inni á stöðunum sjálfum, og eigend- ur staðanna tækju sinn hluta af peningunum. Vændi væri enn þá stundað í vændishúsum, var Túngatan nefnd og önnur hús. Vændi var þá farið að þróast í þá átt að vera stundað af erlendum vændiskonum. Í dag er nægt framboð á netinu af konum sem dvelja hér stutta stund í leiguí- búðum og auglýsa á netinu eins og DV hefur áður greint frá. Ekki er vitað til þess að vændi hafi verið stundað á Túngötunni á þessari öld en maddaman býr enn í húsinu, nú á áttræðisaldri. n „ Maður nauðgar ekki mellu, bjáninn þinn Túngata Vændishús var rekið þar um áraraðir. Frost í kortunum? Ekki láta kuldann koma þér í vandræði Komdu við og láttu mæla rafgeyminn þinn! TUDOR Alltaf öruggt start eftir kaldar nætur MIKIÐ ÚRVAL, TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA Bíldshöfða 12 / S. 577 1515 / skorri.is Við mælum rafgeyma og skiptum um Hr að þjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.