Morgunblaðið - 17.10.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 17.10.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2018 Með innblæstri frá birtunni í Provence, skapaði L’OCCITANE hið nýja Immortelle Reset sem býr yfir kröftugri blöndu náttúrulegra innihaldsefna. Gullin hylki sem búa yfir kröftum Immortelle ilmkjarnaolíunnar, fljóta í einstöku serumi úr kryddmæru sem hjálpar húð þinni að endurnýja sig eftir erilsaman dag. Sýnilegan mun má sjá á húðinni sem virðist ÚTHVÍLD og FERSK. loccitane.com ÚTHVÍLD OG ENDURNÆRÐ VAKNAÐU MEÐ FERSKA OG GEISLANDI HÚÐ #HelloGoldMorning Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Vinur minn, Guðni Ágústsson, er víð- reistur maður og hefur víða um heiminn lagt sér mat til munns. Því allra manna hæfastur til þess að gefa umsögn byggða á reynslu um neyslu matar á erlendri grund. Tíður gestur á Gran Canaria þar sem framsóknarmenn halda vikulega fundi – á laugardögum eftir að haustar. Þar hef ég heyrt hann ræða við fundargesti – aldrei um óhollustu útlends matar, enda lifir fundarfólkið á þeirri óheilnæmu fæðu alla sína dvöl þar. Nema það hafi allt saman tekið allan sinn mat með að heiman. Aldrei hefi ég heyrt vin minn Guðna mæla með því að svo sé gert. Hvorki á Gran Canaria né hér heima. Verðum því að ganga út frá því að allir fund- argestirnir á reglu- legum fundum fram- sóknarmanna á Gran Canaria verði að láta sig hafa það að lifa á stór- hættulegu fæði alla sína dvöl þar. Bjargráðið! Þó er í augsýn bjargráð. Í grein, sem Guðni skrifar í Morgunblaðið og birt var sl. laugardag og fjallar ræki- lega um þá stórhættu sem blasir við sérhverjum þeim Íslendingi sem mat- ar er þurfi í útlöndum, finnst bjarg- ráðið. Guðni segir í greininni að stundum megi fá á Kanarí „íslenskt og nýsjálenskt lambakjöt“ – „og nýsjálenskt lambakjöt“! Fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins leggur sem sé ís- lenskt og nýsjálenskt lambakjöt að jöfnu. Hvort tveggja hættulaust fyrir Íslendinga. Tíðindi nokkur fyrir ís- lenska sauðfjárbændur og landbún- aðarkerfið. Nýsjálenskt lambakjöt jafn hættulaust og íslenskt – a.m.k. á Kanaríeyjum. Segir sá sem reynsluna hefur. Hvað skyldi hann prófa næst? Næst þegar vinur minn Guðni Ágústsson bregður sér af bæ á fund framsóknarmanna á Kanarí ætti hann að prófa að spæla sér egg með morg- unmatnum, steikja með því útlent beik- on, bragða á spænskri hráskinku (sem raunar má kaupa hér eftir sótt- hreinsun með tvö hundruð prósenta tollaígildum), nota mjólkina þar út í kaffið, kaupa sér jógúrt og jafnvel út- lent skyr (sem þar er í boði undir því nafni), fá sér svo sem eins og eitt grill- að kjúklingalæri – og jafnvel hætta sér út í að bragða á nautakjöti, bara svona lítið eitt. Og hver verður þá reynslan? Gæti verið að reynslan segði að þetta væri svo sem í lagi – á Kanaríeyjum? Framsóknarfólki á Kanaríeyjum væri því óhætt að seðja hungur sitt þar. Jafnvel þótt hvorki íslenskt né nýsjá- lenskt lambakjöt væri þar til staðar þegar magi kallar á mat! Ég má vænt- anlega fá að lifa í voninni! Voninni um að Guðni fáist til þess að bragða á um- ræddum vörum og leyfi síðan reynslu sinni að tala. Svona eins og hann gerði um nýsjálenska lambakjötið. Nema hvað!?! Að fenginni slíkri reynslu gætum við, vinirnir, farið saman á fund á Keldum – meira að segja hitt Karl G. Kristinsson og greint frá reynslu okk- ar um að hafa þurft að matast hér og þar í útlöndum – og þá ekki nestaðir með mat að heiman. Sem auðvitað gæti orðið – væri þess krafist af yf- irvöldum landbúnaðar- og heilbrigð- ismála að viðlögðum viðurlögum. Og hver ættu viðurlögin svo sem að vera? Það er augljóst. Að hverjum þeim sem ætlaði til útlanda án þess að nesta sig með matvörum að heiman yrði refsað með þeirri stórhættu sem slíkur ferðamaður leggur sjálfan sig í þegar hann fer að éta útlendan mat! Nema hvað?! … og Guðni bjargar málunum Eftir Sighvat Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson »Nýsjálenskt lamba- kjöt jafn hættulaust og íslenskt – a.m.k. á Kanaríeyjum. Höfundur er fv. heilbrigðisráðherra. Í tæp 130 ár hefur Félag íslenskra bóka- útgefenda staðið vörð um hagsmuni þeirra sem vilja efla bók- menningu og bóklest- ur. Svarið við spurn- ingunni um hve miklu máli bækur og bók- menning skipta okkur sem þjóð, er ekki ein- falt heldur marg- slungið. Hluti af því felst í sjálfsmynd okkar, við höfum löngum gengist upp í því að vera bóka- og sagnaþjóð og viljum vera það áfram. Árið 2011 var Ísland heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt, stærstu bókasýningu heimsins. Kynningin fór fram undir yfirskriftinni „Sögueyjan Ísland“ og vakti mikla alþjóðlega athygli. Verk- efnið var dyggilega stutt af íslenskum stjórnvöldum og skilaði sér meðal annars í verulegri aukningu á þýð- ingum og útgáfu íslenskra bóka á er- lendum tungumálum. Og nú, í októ- ber 2018, þegar þessari árlegu bókamessu er nýlokið vakti sú ákvörðun stjórnvalda á Íslandi að styðja við útgáfu íslenskra bóka með allt að 25% endurgreiðslu á beinum útgáfukostnaði, einnig verðskuldaða athygli. Lítum aðeins nánar á hvað liggur að baki því að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, leggur fram stjórnarfrumvarp til stuðnings íslenskri bókaútgáfu. Það er óumdeilt að sölusamdráttur í greininni er samkvæmt tölum frá Hagstofunni 40% á síðustu 10 árum. Samdrátturinn yfir þetta tímabil er viðvarandi og ekkert sem bendir til annars en að hann muni halda áfram, verði ekkert að gert. Einnig er það óumdeilt að staða námsbókaútgáfu á Íslandi er grafalvarleg þar sem skort- ur á nýju og uppfærðu námsefni er farinn að skapa vandamál í ýmsum greinum. Bókaútgáfa, sem ein af lyk- ilstoðum íslenskrar menningar, hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þróun íslenskrar tungu og þegar kemur að því að efla læsi. Þessi mikilvægu verk- efni okkar eru í ákveðinni hættu sök- um þessa samdráttar. Einnig er raun- veruleg hætta á því að sú þekking og reynsla sem nú er til staðar í okkar atvinnugrein, hverfi og leiti annað. Við erum komin að þolmörkum þess hve mikinn samdrátt greinin þolir, án þess að undirstöðurnar hreinlega hrynji. Sjálfsmynd íslenskrar bókaút- gáfu er líka í ákveðinni kreppu, en hún hefur í gegnum árin verið rekin af bjartsýni, hugsjón og stórhug. Enda gengur það kraftaverki næst að hægt sé að reka metnaðarfulla bóka- útgáfu hér á landi, þvert á markaðslegar for- sendur um lágmarks- stærð málsamfélags. Frumvarpið er mik- ilvægt skref í þá átt að blása bjartsýnisbyr í trosnandi segl bókaút- gefenda, stuðla að meira rými fyrir sköpun höf- unda, auka fjölbreytni og snúa við þessari nei- kvæðu þróun. Aðgerðin miðar að því að gera út- gefendur betur í stakk búna til að mæta auknum kröfum og marg- þættum þörfum nútíma lesenda, með betra úrvali og meiri fjölbreytni, ekki síst þegar kemur að útgáfu barna- og ungmennabóka. Nú er spennandi árstími fram- undan, jólabókaflóðið, sem erlendir fjölmiðlar þreytast ekki á að fjalla um, er skollið á og nýjar íslenskar bækur streyma í verslanir. Staða bókarinnar á íslenskum jólagjafa- markaði er enn sterk, sölusamdrátt- urinn hefur að mestu verið utan við þennan helsta sölutíma ársins. En það er ekki nóg að gefa út margar bækur, við þurfum líka að lesa þær. Við þurfum að tala meira um bækur, rétta börnum bækur og lesa fyrir þau, hlusta á fleiri bækur – gefa þær og þiggja. Það byrjar allt hjá á okkur sjálfum. Finnum tíma til að njóta þess að lesa. Það er afar viðeigandi að á næsta ári, þegar Félag íslenskra bókaútgef- enda fagnar 130 ára afmæli, ætli stjórnvöld að færa þjóðinni þennan veglega stuðning við útgáfu bóka á ís- lensku. Framtíðin mun dæma um hversu mikilvægt þetta umfangs- mikla og metnaðarfulla framtak stjórnvalda verður í sögu bókaútgáfu á Íslandi. En eitt er víst að það er sannarlega tilefni til bjartsýni á að aðgerðirnar leiði til góðs fyrir ís- lenska lesendur og alla þá sem með einum eða öðrum hætti koma að út- gáfu bóka á íslensku. Bjartsýnisbyr fyrir íslenskar bækur Eftir Heiðar Inga Svansson Heiðar Ingi Svansson » Frumvarpið er mik- ilvægt skref í þá átt að blása bjartsýnisbyr í trosnandi segl bókaút- gefenda, stuðla að meira rými fyrir sköpun höf- unda, auka fjölbreytni og snúa við þessari nei- kvæðu þróun. Höfundur er framkvæmdastjóri IÐNÚ útgáfu og formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.