Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segj- ast hafa orðið fyr- ir þessu ofbeldi er meiri hér en í er- lendum rann- sóknum,“ segir Arna Hauksdótt- ir, prófessor við læknadeild Há- skóla Íslands, í samtali við Morg- unblaðið, og vísar í máli sínu til fyrstu niðurstaðna rannsóknarverk- efnisins Áfallasaga kvenna. Þar kemur fram að fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni og sama hlutfall hefur verið beitt lík- amlegu ofbeldi. Niðurstöðurnar leiða einnig í ljós að ríflega 40% þátt- takenda eiga sögu um framhjáhald eða höfnun af hendi maka og svipað hlutfall hefur orðið fyrir andlegu of- beldi eða einelti í barnæsku eða á fullorðinsárum. Þá á einn af hverjum sex þátttakendum í rannsókninni að baki lífshættuleg veikindi eða meiðsl og um það bil þriðjungur erfiða fæð- ingarreynslu. Auk Örnu er það Unn- ur Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, sem vinnur að rannsókninni. Tugir ólíkra spurninga Arna segir rannsóknina umfangs- mikla og eru þátttakendur hennar spurðir fjölbreyttra spurninga. „Við erum ekki einungis að spyrja um áföll tengd ofbeldi heldur einnig hvort fólk hafi til að mynda upplifað náttúruhamfarir, erfiða fæðingar- reynslu, einhvers konar höfnun, fé- lagsleg áföll, veikindi og ástvinamissi svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún og bendir á að viðtökur hafi verið mjög góðar, en á vormánuðum fengu um 50 þúsund konur boð um þátttöku og um 23 þúsund þeirra hafa þegar svarað spurningalista sem finna má á vef rannsóknarinnar, afallasaga.is. „Í þessari rannsókn erum við að spyrja heila kvenþjóð tuga spurn- inga um ólík áföll, bæði í æsku og á fullorðinsárum. Þetta er einstakt á heimsvísu og við erum mjög spennt- ar fyrir framhaldinu því þessi rann- sókn gefur einnig mikil tækifæri til fjölbreyttra framhaldsrannsókna,“ segir Arna. Stór kynning á næsta ári Arna og Unnur hafa í um 15 ár rannsakað áhrif áfalla á heilsu fólks. Aðspurð segir Arna þær lengi hafa gengið með hugmynd að umfangs- mikilli rannsókn í maganum. „Það má í raun segja að við höfum verið að undirbúa þetta frá árinu 2010 þegar við fengum þessa hugmynd. Svona verkefni tekur langan tíma í undir- búningi og við erum ánægðar með að þetta sé komið af stað,“ segir hún. Þá verður í janúar næstkomandi haldinn stór kynningarfundur þar sem reifaðar verða frekari niður- stöður rannsóknarinnar. Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn  Fjórðungur kvenna segist hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun  Há tíðni kemur rannsak- endum verulega á óvart  Stefnt er að því að kynna frekari niðurstöður rannsóknarinnar í janúar 2019 Morgunblaðið/Júlíus Höfuðborgin Þúsundir kvenna taka nú þátt í umfangsmikilli rannsókn. Arna Hauksdóttir Guðni Einarsson Eyrún Magnúsdóttir „Ég er ofsalega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti við Morgunblaðið þegar hann frétti að borgarráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagningu héraðsvegar að Þverárkoti við rætur Esjunnar. Sveinn hefur þurft að leggja bílnum um einn kílómetra frá heimili sínu og vaða yfir á eða ganga á ótraustum ís til að komast heim á veturna. Borgin ætlar að greiða kostnað við veginn til helminga á móti Vegagerð- inni, þó ekki meira en 7,5 milljónir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Reykjavíkurborg tók fram að hér væri um óvenjulega framkvæmd og greiðsluþátttöku sveitarfélagsins að ræða, sem bæri á engan hátt að líta til sem fordæmisgefandi aðgerðar. Borgarráð lagði fram bókun þar sem fram kom að hér væri um afar sérstakar og erfiðar aðstæður að ræða. Málið væri einsdæmi í Reykja- vík líkt og fram hefði komið í umfjöll- un fjölmiðla um málið, en ítarlegt við- tal við Svein birtist í Sunnudags- mogganum 7. júlí síðastliðinn. Í yfirlýsingu borgarstjóra var vísað til bréfs Vegagerðarinnar þar sem hún féllst á beiðni um nýjan veg að Þverárkoti, með fyrirvara um leyfis- veitingu. Fram kom í bréfinu að um kostnaðarsama framkvæmd væri að ræða sem umsækjandi um héraðs- veginn þyrfti að greiða helming af. Þverárkot í vegasamband  Borgarráð samþykkti að borga helming í veginum á móti Vegagerðinni Morgunblaðið/RAX Þverárkot Sveinn Sigurjónsson, 79 ára múrarameistari, býr einn í Þverár- koti. Með honum á myndinni er dóttir hans, Kolbrún Anna Sveinsdóttir. Borgarráðs- fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borg- arráðs í gær að borgin kannaði hvort skaðabóta- skylda hefði skapast við förg- un listaverks Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns Gnarr. Þá lögðu þeir fram fyrirspurn og óskuðu eftir öllum samskiptum Jóns Gnarr eða annarra starfs- manna Reykjavíkurborgar við full- trúa listamannsins vegna verksins sem Jón Gnarr fékk með þeim skil- yrðum að það héngi á skrifstofu borgarstjóra. Auk þess var óskað eftir áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni Gnarr hefði verið heimilt að taka verk listamannsins með sér heim að lokinni borgarstjórnartíð Jóns. Afgreiðslu var frestað líkt og mörgum öðrum málum í gær. gudni@mbl.is Kanni bóta- skyldu vegna Banksy  Förgun á verkinu rædd í borgarráði Jón Gnarr Nemendur Háteigsskóla mynduðu hring í kring- um skólann sinn í gær og sungu afmælissönginn í tilefni af því að skólinn fagnar 50 ára afmæli á laugardag. Með þessu römmuðu nemendurnir, sem eru um 450 talsins, og starfsfólkið inn höfuðáherslur skólans sem eru virðing, sam- vinna og vellíðan. Arndís Steinþórsdóttir skóla- stjóri sagði við mbl.is að nemendurnir hefðu ver- ið ánægðir með afmælisgjörninginn. Morgunblaðið/Eggert Tóku höndum saman í tilefni 50 ára afmælis Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, og Banda- ríkjamaðurinn Fabiano Caruana gerðu enn eitt jafnteflið í gær í fimmtu skákinni í einvíginu í Lond- on. Þeir eru því hvor um sig með tvo og hálfan vinning. ABC Nyheter segir að Caruana, sem var með hvítt, hafi byrjað af krafti en Carlsen varist fimlega og náð jafntefli. Þeir takast aftur á í dag við taflborðið og svo á sunnu- dag og þá byrjar Carlsen með hvítt. AFP Einvígi Carlsen og Caruana að tafli. Fimmta jafnteflið í einvíginu í London

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.