Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018
✝ GuðlaugMagnúsdóttir
fæddist í Hraun-
holtum í Hnappa-
dal, Kolbeins-
staðahreppi, 21.
mars 1922. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 9.
nóvember 2018.
Foreldrar Guð-
laugar voru Magn-
ús Sumarliði
Magnússon bóndi, f. 1. maí
1890 í Hallkelsstaðahlíð í
Hnappadal, d. 31. ágúst 1979,
og Borghildur Jónasdóttir
húsfreyja, f. 28. ágúst 1888 á
Bíldhóli á Skógarströnd, d. 19.
október 1928. Systkini Guð-
laugar eru: Sigfríður, f. 14.
september 1914, d. 11. desem-
ber 1928, Sigríður Kristjana, f
20. janúar 1918, d. 27. nóv-
ember 1971, Jónína, f. 9. jan-
úar 1919, d. 27. október 2015,
Jónas, f. 15. desember 1919, d.
22. janúar 2011, Anna Vilborg,
f. 10. desember 1920, d. 23.
desember 2010, Jósúa, f. 30.
ágúst 1923, d. 9. apríl 2014.
Maki Guðlaugar var Pálmi
Sveinsson, f. 24. október 1921,
f. 8.21. 1990 (dóttir Kristínar
Önnu).
Guðlaug ólst upp í Hraun-
holtum til sex ára aldurs en var
þá tekin í fóstur í Haukatungu
og síðar Snorrastöðum þar sem
hún bjó fram til tvítugs. Þá
flutti hún suður og bjó lengst af
í Reykjavík þar sem hún starf-
aði m.a. í Þvottahúsinu Grýtu
auk þess sem hún saumaði fatn-
að heima utan hefðbundins
vinnutíma. 1958 kynntist hún
Pálma Sveinssyni og fluttust
þau vestur á firði, fyrst á Suður-
eyri við Súgandafjörð og seinna
til Bolungarvíkur. 1966 fluttust
þau aftur til Reykjavíkur, þar
sem þau bjuggu framvegis ef
frá eru talin fjögur ár sem þau
bjuggu í Garði. Pálmi lést 1987.
Síðustu árin bjó Guðlaug í húsi
Blindrafélagsins í Hamrahlíð
allt til þess tíma er hún flutti á
Hrafnistu í byrjun árs 2016 þar
sem hún lést 9. nóvember 2018.
Guðlaug stundaði nám í Hús-
mæðraskólanum að Staðarfelli
á árunum 1940-1941 en auk
þess lauk hún námskeiðum í
fata-, vefjar- og skinnaiðnaði
1987.
Guðlaug vann alla sína starfs-
ævi hefðbundin iðnstörf auk
verkamannavinnu þar til sjónin
fór að gefa sig.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 16.
nóvember 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 11.
d. 16. nóvember
1987. Synir Guð-
laugar eru:
1) Þorsteinn
Guðmundsson, f.
25.11. 1951, maki
Þórunn Ósk Jóns-
dóttir f. 15.6. 1952,
börn þeirra eru
Guðrún Jóna, f.
20.9. 1970, Ástþór,
f. 22.1. 1973, og
Ester, f. 6.2. 1975,
barnabörn Þorsteins og Þór-
unnar eru Diljá Líf, Salka Rán,
Þorsteinn Grettir, Rannveig og
Jón Albert.
2) Halldór Bjarni Pálmason,
f. 23.11. 1961, vistmaður í
Skálatúni.
3) Sveinn Grétar Pálmason,
f. 2.3. 1963. Maki 1: Guðrún
Brynjólfsdóttir, f. 10.2. 1964,
börn þeirra eru Jóhanna Sig-
ríður, f. 24.9. 1990 og Pálmi, f.
7.3. 1994, barnabörn Sveins og
Guðrúnar eru Embla Hjördís
og nýfæddur (óskírður) dreng-
ur, bæði börn Jóhönnu. Maki II:
Kristín Anna Alfreðsdóttir, f.
12.11. 1961, dóttir þeirra er
Elva Rún, f. 21.5. 1998, og fóst-
urdóttir Diljá Marín Jónsdóttir,
Núna ertu farin, elsku
mamma mín. Ein mikilvægasta
manneskjan í lífi mínu. Þó svo
að ég hafi haldið að ég væri
undir það búinn að sjá þig fara
þá er svo ekki. Þú fæddir mig í
heiminn, hafðir mig undir þín-
um verndarvæng alla tíð og
sást mig vaxa og dafna. Okkar
líf var oft þyrnum stráð og erf-
itt en alltaf stóðst þú uppi án
þess að bugast. Þú reyndir allt-
af af fremsta megni að vernda
mig svo ég þyrfti ekki að upp-
lifa erfiða hluti. Ást þín á okkur
drengjunum þínum var án tak-
markana. Það er þér að þakka
að ég átti þess kost að ganga
menntaveginn og þú studdir
mig með ráðum og dáð í því. Þú
hefur reyndar stutt mig í öllu
sem ég hef gert þótt það hafi
verið misgáfulegt. Ég hef
örugglega oft valdið þér von-
brigðum en þú lést samt aldrei
á því bera að þér mislíkaði.
Ekki man ég eftir því að þú
hafir skammað mig þótt stund-
um hefði kannski verið ærin
ástæða til þess.
Öll bernskuárin saumaðir þú
á okkur strákana nánast öll föt,
seinni hlutann fannst mér það
ægilega hallærislegt að þurfa
að vera í heimasaumuðu. Mér
er það sérstaklega minnisstætt
þegar ég hef verið 12 eð 13 ára
þegar þú komst heim með þess-
ar fínu gallabuxur, ég skoðaði
buxurnar og fussaði þegar ég
sá að þær voru ekki af réttu
vörumerki. Daginn eftir voru
buxurnar komnar aftur og þá
með þessu fína Levi’s-merki
aftan á og varð ég þá mjög
glaður. Komst svo að því síðar
að þú hafðir komist yfir merki
af gömlum Levi’s-gallabuxum
og tekið það af. Ég notaði þess-
ar buxur lengi og enginn tók
eftir að þær væru ekki original.
Ég minnist allra heimsókn-
anna til þín eftir að ég flutti að
heiman, það var alltaf best að
koma til þín og þú varst alltaf
svo þakklát og glöð að fá okk-
ur. Ég minnist þess hvað ég
var stoltur þegar ég kom með
nýfædd börnin mín til þín og
hvað þú umvafðir þau með ást
þinni og hlýju.
Ég minnist þess hvað það
var erfitt að kveðja þig þegar
við neyddumst til að flytja til
Noregs eftir að ég hafði verið
atvinnulaus um langt skeið. Það
voru mér mjög erfið spor þegar
ég gekk út úr Hamrahlíðinni
vitandi það að nú yrði erfiðara
að koma til þín. Þú hefur
örugglega verið full trega að
horfa á eftir okkur en hafðir
samt fullan skilning á aðstöðu
okkar og studdir mig í þessari
ákvörðun.
Það var yndislegt að fá að
sitja hjá þér í herberginu þínu
á Hrafnistu síðustu vikuna sem
þú lifðir og halda í höndina á
þér og strjúka á þér ennið,
hvað ég var glaður þegar þú
opnaðir augun og sagðir:
„Svenni minn“. Þó svo að þú
hafir verið langt leidd þá er ég
þess fullviss að þú vissir af
nærveru minni þessa daga sem
ég sat hjá þér. Það er heilög
stund í huga mínum þegar við
strákarnir þínir; Halldór, Steini
og ég sátum hjá þér allir saman
síðasta morguninn sem þú lifðir
og héldum í hendurnar á þér
þegar þú kvaddir þessa jarð-
vist.
Ég mun aldrei gleyma þér,
elsku mamma mín, og mun
geyma þig í hjarta mínu allt
mitt líf. Takk fyrir allar sam-
verustundirnar okkar. Ég veit
að Guð mun taka þér opnum
örmum í ríki sínu.
Saknaðarkveðja,
þinn Svenni.
Sveinn Grétar
Pálmason.
Nú kveð ég elsku ömmu
Laugu sem er fallin frá eftir að
hafa lifað í rúm 96 ár. Ég á
margar góðar minningar um
elsku ömmu Laugu. Hún fór
með mig í strætóleikinn þegar
við bjuggum á Höfn og síðar
fór hún með mér í óteljandi
strætóferðir um borgina, bara
eitthvað út í buskann, og fannst
mér það einstaklega spennandi
að fá að ýta á takkann sjálf,
borga og flakka um bæinn í
gula strætisvagninum.
En þegar sjónin var farin að
dala lét amma það ekki á sig fá,
hélt áfram að ferðast um allt í
strætó og eldaði dýrindis mál-
tíðir. Þegar ég var sjö ára
fannst mér ekki leiðinlegt þeg-
ar amma ruglaðist á sósulit og
matarlit, sósan með lambalær-
inu var bleik en ekki brún og
amma tók ekki eftir neinu en
svona fannst mér að allar sósur
ættu að vera. Ég minnist ömmu
í blómóttu buxnapilsi að borða
bláber úr kaffibolla og stjana
við mig og bróður minn. Elsku
amma Lauga, hvíl í friði, ég á
eftir að sakna þín.
Þín
Jóhanna Sigríður.
Þá eru þau öll farin, Hraun-
holtasystkinin sem voru svo
stór hluti af bernskunni vestur
í Hnappadal á Snæfellsnesi.
Síðust kvaddi Guðlaug, orðin 96
ára en fimm þeirra náðu tíræð-
isaldri. Það má segja að þau
hafi verið fullveldisbörn en
upplifðu móðurmissi á barns-
aldri og dauða elstu systur
sinnar á sama tíma. Undir
þessum hörmulegu kringum-
stæðum var Lauga móðursystir
mín, tekin í fóstur af gæðakon-
unni Kristínu Benjamínsdóttur
og Margréti dóttur hennar.
Menningarheimilið Snorrastað-
ir varð síðan heimili Laugu til
fullorðinsára og þar var gott að
vera við rætur hinnar form-
fögru Eldborgar.
Leiðirnar lágu ekki saman í
sveitinni en þegar ég átti heima
í Reykjavík um vetur, þá 10
ára, var komið saman í heima-
húsi á gamlárskvöldi og fólk
skemmti sér við grammófón og
dans. Þá var það þessi glæsi-
lega frænka mín sem dró mig,
feiminn og uppburðarlítinn, út
á dansgólfið og kenndi mér
fyrstu sporin. Ég þóttist maður
með mönnum.
Svo var það nokkrum árum
seinna að ég var gerður að
fylgdarmanni Laugu frænku á
milli bæja. Heldur stóð ég mig
illa í hlutverkinu og þegar
myrkur lagðist yfir álpaðist ég
út í forarmýri og það lagðist lít-
ið fyrir fylgdarmanninn. En
það er annað sem situr í minn-
inu frá þessari göngu. Við
ræddum um alla heima og
geima og Lauga frænka spurði
mig um hvað ég ætlaði að
verða. Eitthvað minntist ég á
skóla og þá hvatti hún mig ein-
dregið að lokast ekki inni í
sveitinni með mitt barnaskóla-
próf, heldur mennta mig meira.
Þetta var raunar í fyrsta sinn
sem ég fékk slíka hvatningu.
Guðlaug frænka mín var
kona skarpgreind og minnug,
en það var ekki hennar eðli að
flíka gáfum sínum.
Öldugangur lífsins og barátt-
an fyrir brauðinu gaf oft stop-
ular stundir til að njóta. Og nú
er tæp öld að baki. Ég minnist
þessarar góðu móðursystur
minnar með virðingu og þökk.
Kæru börn og ættingjar –
innilega samúð.
Reynir Ingibjartsson.
Guðlaug
Magnúsdóttir
Elsku vinur.
Hjarta mínu blæðir
úr sorg, en mikið
sem ég er þakklát
fyrir að hafa fengið þau forrétt-
indi að kynnast þér og upplifa eitt
skemmtilegasta tímabil lífs míns.
Eitt er alveg á kristaltæru: það
hefði ekki verið eins frábært án
þín.
Það er erfitt að útskýra hvað
við höfðum, við öll í BT-fjölskyld-
unni, en það var eitthvað svo
ótrúlega sérstakt, öðruvísi en ég
hef upplifað á öðrum vinnustöð-
um, enda var þetta svo miklu
meira en bara vinnustaður. Svo
sterk tengsl, vináttan sem mynd-
aðist til lífstíðar og þessar minn-
ingar, maður minn – þær eru svo
sannarlega dýrmætar, já þetta
tímabil var engu öðru líkt.
Ég get örugglega sagt það fyr-
ir hönd okkar allra í BT-fjöl-
skyldunni að við munum öll
sakna þín sárt og heimurinn er
svo tómlegur án þín.
Og ég hreinlega trúi ekki að ég
sé að skrifa minningargrein um
þig, elsku Egill minn – nokkrum
áratugum of snemma.
Mér þótti ákaflega vænt um
þig og það var tímabil sem ég
týndi þér og var svo ótrúlega
ánægð þegar þú fannst mig aftur.
Þín vinkona,
Thelma.
Egill Daði
Ólafsson
✝ Egill DaðiÓlafsson fædd-
ist 1. október 1984.
Hann lést 26. októ-
ber 2018.
Útför Egils Daða
fór fram 12. nóv-
ember 2018.
Elsku frábæri
Egill er fallinn frá
alltof ungur. Það
var mikið áfall að fá
þær fréttir að hann
væri fallinn frá í
blóma lífsins.
Leiðir okkur Eg-
ils lágu saman þeg-
ar hann tók við sem
verslunarstjóri í BT
í Skeifu sem áttu
eftir að verða
skemmtilegustu tímar sem ég hef
upplifað hingað til.
Egill var alltaf jákvæður, það
var alltaf gaman í kringum hann
og hann var alltaf til í spjall um
allt og ekkert. Ég hlakkaði alltaf
til að mæta til vinnu. Hann var
einn besti yfirmaður sem er hægt
að hugsa sér. Hann var vinur
starfsmanna sinna og hroki var
ekki til í honum.
Á þeim tíma sem hann var
verslunarstjóri í BT í Skeifunni
var mikið fjör og hélt hann góð-
um móral með því að halda
marga skemmtilega starfs-
mannafögnuði.
Ég á óteljandi skemmtilegar
minningar um Egil. Einna efst í
huga er árshátíðin á Hótel Örk.
Ég var mjög feimin og ekki búin
að vinna lengi í BT og ætlaði mér
nú ekki að mæta þar sem mér
fannst ég ekki þekkja neinn. En
hann sagði það ekki í boði þar
sem það væri skyldumæting.
Þannig að ég læt mig hafa það og
mæti. Ég man að það var farið í
reiptog á milli búða yfir sund-
laugina á Hótel Örk og fannst
honum tilvalið að ég væri fram-
arlega. Ég var eitthvað efins um
það þar sem ég myndi þá pottþétt
hendast ofan í laugina en hann
hafði fulla trú á að við myndum
vinna alla. Sem varð ekki raunin
og við enduðum ofan í sundlaug-
inni.
Það var mikill missir þegar
hann hætti hjá BT en við tóku ný
ævintýri hjá honum.
Hann á miklar þakkir skildar
fyrir að hafa þrýst á mig að fara
aftur í skóla. Þegar hann yfirgaf
BT sagði hann við mig að það
væri aldrei of seint að byrja aftur
í skóla; ég væri mun klárari en ég
héldi. Svo kom að því að BT varð
gjaldþrota. Þá hafði ég samband
við hann og spurði hvort ég mætti
nokkuð skrá hann sem meðmæl-
anda, sem var hið minnsta mál,
og þá nefndi hann við mig að nú
væri kjörið tækifæri til að skella
sér aftur í skóla, sem ég gerði
átta mánuðum seinna. Fyrir
þennan þrýsting og trú hans á
allt og alla er ég ævinlega þakk-
lát.
Eftir standa margar yndisleg-
ar minningar um frábæran félaga
og samstarfsmann.
Fjölskyldu og vinum votta ég
mína dýpstu samúð á þessum erf-
iðu tímum.
Helga Guðrún
Þorsteinsdóttir.
BT-árin, bestu árin, segja
margir sem þar störfuðu. BT-
verslanir voru vinsælar tölvu- og
raftækjaverslanir sem löðuðu til
sín ungt og kraftmikið starfsfólk.
Dagarnir gengu út á að selja sem
mest og best og gera hlutina allt-
af aðeins öðruvísi en hefðbundið
var. Þetta var góður tími og ein-
stakur hópur. Í minningunni sit-
ur gleðin, eldmóðurinn, metnað-
urinn, hollustan, samkenndin.
Maður upplifir þessa stemningu
og starfsanda líklega aðeins einu
sinni á starfsævinni.
Egill Daði Ólafsson var lykil-
maður í BT-liðinu. Hann starfaði
hjá BT í sex ár sem sölumaður og
aðstoðarverslunarstjóri og stóð
sig frábærlega. Árið 2006 var
honum falið að taka við stöðu
verslunarstjóra í BT Skeifunni.
Ég var þá starfsmannastjóri í
fyrirtækinu og kom að þeirri
ákvörðun. Við veltum því fyrir
okkur hvort við værum galin að
fela svo ungum manni, aðeins 22
ára gömlum, stjórnina í flagg-
skipi BT, stærstu versluninni.
Hann var ekki endilega aug-
ljósasta manngerðin í stjórnun,
hlédrægur og hógvær, en Egill
reyndist svo sannarlega rísa und-
ir ábyrgðinni. Það var magnað að
fylgjast með þessum unga manni
takast á við hlutverkið, að stíga
upp úr því að vera jafningi og
taka við sem yfirmaður og stjórn-
andi. Hann gerði það einstaklega
vel, yfirvegað og átakalaust.
Það voru aldrei vandamál í
kringum Egil, hann leysti öll
verkefni á sinn hægláta hógværa
hátt. Við dáðumst að frammi-
stöðu hans og dugnaði. Margir
þeirra sem störfuðu í BT Skeif-
unni á þessum tíma lýsa Agli
Daða sem besta yfirmanni sem
þeir hafi haft. Hann var vel gef-
inn og vandaður og naut mikillar
virðingar meðal samstarfs-
manna.
Egill Daði hóf nám í verslunar-
stjórnun á Bifröst samhliða vinnu
ásamt nokkrum samstarfsmönn-
um sínum. Þar stóð hann sig jafn
vel, þrátt fyrir mikla vinnu, og
hélt áfram háskólanámi að því
loknu. Ég hef ekki verið í sam-
bandi við Egil síðustu ár en fylgst
með árangri hans og afrekum úr
fjarlægð.
Það eru sannkölluð forréttindi
að hafa fengið að kynnast og
starfa með Agli Daða og ég mun
minnast hans með þakklæti og
hlýju. Ég sendi fjölskyldu hans
og vinum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur með ósk um styrk til
að takast á við sorg og söknuð.
Anna Birna
Snæbjörnsdóttir.
Elskuleg systir okkar,
AÐALBJÖRG BALDURSDÓTTIR
frá Grýtubakka I,
lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð
þriðjudaginn 6. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 19. nóvember klukkan 13.30.
Hjartans þakkir til starfsfólks á Lögmannshlíð fyrir hlýja og
góða umönnun.
Sigríður, Margrét, Jónas, Bryndís,
Ari, Guðmundur og fjölskyldur
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur
og frændi,
HEIMIR JAKOB ÞORFINNSSON,
f. 7. febrúar 1975,
varð bráðkvaddur 28. október.
Jarðarförin hefur farið fram.
Ástvinir þakka auðsýnda samúð og vinarhug.
Kristín Karólína Jakobsd. Þorfinnur Júlíusson
Anna Rósa Þorfinnsdóttir
Júlíus Þorfinnsson Þórunn Ásdís Óskarsdóttir
og frændsystkini
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og sambýlismaður,
GISSUR JENSEN
mjólkurfræðingur,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Selfossi þriðjudaginn 13. nóvember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn
20. nóvember klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Alzheimersamtökin.
Stefán Róbert Gissurarson Sigrún Sigurðardóttir
Axel Þór Gissurarson Andrea Ingimundardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Berglind Einarsdóttir