Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 33
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-
ingsfærslur o.fl.
Hafið samband í síma 649-6134.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur,
fyrir veturinn
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Hlíðarhjalli 52, Kópavogur, fnr. 206-1966 , þingl. eig. Oddur Helgi
Bragason, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Tryggingamiðstöðin
hf., þriðjudaginn 20. nóvember nk. kl. 10:00.
Reynigrund 83, Kópavogur, fnr. 206-4716 , þingl. eig. Hjálmar
Hjálmarsson og Guðbjörg Lóa Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóri,
þriðjudaginn 20. nóvember nk. kl. 10:30.
Langabrekka 47, 50% ehl.gþ., Kópavogur, fnr. 206-3746 , þingl. eig.
Skarphéðinn Þór Hjartarson, gerðarbeiðandi Tollstjóri, þriðjudaginn
20. nóvember nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
15. nóvember 2018
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9-12.30 - Zumba 60+ kl.10.30 -
BINGÓ kl.13.30. spjaldið kostar 250 kr. - Kaffi kl.14.30 -15.20
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Boccia
með Guðmundi kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við
Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-
12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-
2700.
Boðinn Vöflu-kaffi kl. 14.30. Línudans kl. 15.30.
Bólstaðarhlíð 43 Notendaspjall kl. 9.30-10:00. Opin handverksstofa
kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Heimsókn frá Háteigsskóla –
snjallsíma-og tölvuaðstoð, spil og spjall kl: 10.30 Leikfimi kl. 12.50-
13.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi með Rósu kl.10.15.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl.13.45. Kaffiveitingar
kl.14.30. Allir velkomnir!
Garðabæ Dansleikfimi Sjál. kl.9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.
Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hlei-
num kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7. kl. 12.40 og til baka að loknu
félagsvist ef óskað er. Fimmtudaginn 22. nóv verður Handverksmar-
kaður eldri borgara í Garðabæ í Jónshúsi frá kl. 10.30 – 15.30. Allir
velkomnir.
Gjábakki kl. 9. Handavinna, kl. 9. Boccia, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl.
12.45 Tréskurður, kl. 20. Félagsvist-FEBK.
Gullsmári Föstudagur Handavinna kl 9. Leikfimi kl 10. Flu-
guhnýtingar kl 13. Gleðigjafarnir kl 13.30
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9. verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl 13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, bridge í handavinnustofu kl. 13 og
eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Opnar kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp
á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju, Thai Chi með Guðnýju kl. 9-10. Boccia
kl. 10.15-11.20. hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9
samdægurs). Zumbadansleikfimi með Auði Hörpu kl. 13-13.50, eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarðsbíó kl. 14. Allir velkomnir, óháð
aldri. Nánari upp. í s. 411-2790.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9. Sundleikfimi í Grafarvogs-
sundlaug kl. 9. Bridgehópur Korpúlfa kl 12.30. hannyrðahópur
Korpúlfa kl. 12.30 í dag og tréútskurður kl. 13. á Korpúlfsstöðum. Min-
num á áhugaverða viðburði miðvikudag og fimmtudag í næstu viku í
Borgum. Allir velkomnir.
Laugardaginn 8. desember 2018 Jólahlaðborð
Húnvetningafélagsins í Reykjavík Húnabúð, veislusal, Skeifunni 11a
Laugardaginn 8. desember 2018 Húsið opnar kl. 19. með fordrykk.
Verð pr. mann kr. 6.900 Vinsamlega pantið miða hjá Ingibjörgu í síma
698 7191. Einnig er hægt að senda pantanir eða fyrirspurnir á
hunabud@gmail.com.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í sal-
num á Skólabraut kl. 11.00. Syngjum saman í salnunm á Skólabraut
kl. 13.00. Spilað í króknum kl. 13.30. Bridge í Eiðismýri 30, kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða
bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4 Íslendingasögu námskeið Hávarðarsaga Ísfirðings
kennari Baldur Hafstað kl. 13. Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23.
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi.
✝ Grétar HreiðarKristjónsson,
sjómaður, rithöf-
undur og athafna-
maður, síðast til
heimilis í Grinda-
vík, fæddist á
Hellissandi 2. mars
1944. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Víðihlíð í Grinda-
vík 2. október
2018.
Grétar var sonur hjónanna
Helgu Elísdóttur verkakonu og
Kristjóns Jónssonar sjómanns
frá Gilsbakka á Hellissandi,
ara, sem býr á hjúkrunar-
heimilinu Eir og er orðinn
hundrað ára gamall. Systur
Guðnýjar eru Ingibjörg og Sig-
rún, sem er gift Gunnari Böðv-
arssyni, báðar búsettar í
Reykjavík.
Synir Grétars og Guðnýjar
eru Kristjón, sjómaður, fæddur
21. júlí 1963, d. 21. apríl 2018,
og Jóhann, kerfisfræðingur,
fæddur 29. október 1967, kona
hans er Marife Legapsi Gacay
og eru þau búsett í Reykjavík.
Barnabörnin eru sjö; Gerða,
Gréta og Óskar Freyr Krist-
jónsbörn og Ármann, Guðný
Sif, Aron Örn og Jakob Leví
Jóhannsbörn. Barna-
barnabörnin er orðin þrjú.
Útförin fer fram frá
Boðunarkirkjunni í Hafnarfirði
í dag, 16. nóvember 2018,
klukkan 13.
sem bæði eru lát-
in. Grétar á tvær
eftirlifandi systur,
Vilborgu Elínu
hjúkrunarfræðing
og Kristínu Jónu
sjúkraliða, báðar
búsettar í Hafnar-
firði.
Grétar giftist
Guðnýju Sigfús-
dóttur þroska-
þjálfa hinn 26.
október 1963. Hún er dóttir
Jóhönnu Sumarliðadóttur, sem
er látin, og Sigfúsar Sigurðs-
sonar, bifvélavirkja og kenn-
Elsku Grétar minn er dáinn,
hann fékk að lokum hvíldina eftir
langvarandi veikindi. Heilsu
hans fór mjög hrakandi eftir lát
Kristjóns sonar okkar í vor og
eftir að hann lærbrotnaði í sum-
ar.
Grétar ólst upp á Hellissandi
og stundaði snemma sjóinn með
pabba sínum á Blika en sá bátur
er áttæringur og elsti bátur sem
enn er varðveittur af þessari
gerð, smíðaður 1826. Blikinn var
alla tíð í eigu fjölskyldunnar en
er nú varðveittur á Sjóminja-
safninu á Hellissandi. Grétar fór
svo strax eftir fermingu á vertíð
og stundaði hann sjóinn fram eft-
ir aldri. Hann eignaðist nokkra
báta og fiskaði vel. Hann var at-
hafnamaður, hann endurreisti
verkalýðsfélagið Aftureldingu á
Hellissandi, varð lögregluþjónn
aðeins nítján ára gamall, kom á
fót AA-deild á Hellissandi og þar
sem enginn alki var fyrir vestan
þá flutti hann þá inn og réði til
sín á bátinn.
Grétar var góður penni og
skrifaði fjölmargar smásögur og
fjölmörg ljóð og hafa synir hans
samið lög við sum þeirra. Hann
gaf út tvær ljóðabækur, Vonar-
blóm og Fallandi loftvog, hann
gaf einnig út smásagnasafnið
Næturregn. Hann stofnaði G-
samtökin ásamt fleirum, en það
voru samtök fólks í greiðsluerf-
iðleikum, og gaf út bókina
Undir hamrinum um reynslu-
sögur fólks sem lenti í vandræð-
um. Eftir að hafa misst allt okk-
ar á Hellissandi, bát, kvóta og
fiskverkun, vegna óheiðarleika
eins manns fluttum við á Sól-
heima, þar sem við störfuðum
um tíma. Grétar dundaði sér við
útskurð og smíðar um tíma og
gerði nokkur líkön af Blikanum
og er einn Bliki á Bessastöðum.
Grétar stofnaði árið 2006 fyrir-
tæki sem gerir við fiskikör og
vann við það til 2013 þegar heils-
an gaf sig. Tók þá Kristjón sonur
okkar við því og hann vann við
það þar til hann lést í vor.
Grétar mátti ekkert aumt sjá
og var vinur litla mannsins.
Hann var fjölskyldumaður og
gerði það sem hann gat fyrir syni
okkar og barnabörn og var vinur
vina sinna. Í fjölskylduboðum
naut hann sín vel við að segja
skemmtilegar sögur af sjálfum
sér og öðrum kynlegum kvistum
en talaði ekki illa um nokkurn
mann.
Það er margs að minnast eftir
55 ára hjúskap og ómögulegt að
telja allt upp hér en minning-
arnar verða geymdar í hugum
okkar sem eftir lifum. Ég og Jó-
hann sonur okkar þökkum frá-
bæra hjúkrun og umönnun
starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Víðihlíð, en Grétar dvaldi þar
síðastliðin þrjú ár.
Síðustu mánuðir hafa verið
okkur Jóhanni erfiðir en hann
syrgir bróður og föður og ég eig-
inmann og son. Fallegt var að
horfa út um gluggann þinn, elsku
Grétar minn þegar þú kvaddir
okkur, sólin að koma upp og
spegilsléttur sjór, renniblíða
þegar þú fórst þinn síðasta róður
og sofnaðir síðasta svefninum
hér á jörð og nú sefur þú umvaf-
inn englum. Síðustu orðin átt þú
og er það ljóðið Landstím úr
bókinni Vonarblóm.
Heim til hafnar stefnir stafni
strákur æskuknár.
Viljans dís hann nefnir nafni
– nafnsins innstu þrár.
Yfir allar unnar leiðir
engu bundinn sjár,
upp í háar himinsheiðir
hefur sínar brár,
sem í morgunsvala greiðir
sólarinnar hár.
Guðný Sigfúsdóttir.
Ég kynntist fyrst Grétari þeg-
ar hann og systir mín fóru að
hittast. Innan skamms voru þau
búin að festa ráð sitt og ganga í
hjónaband. Þau hófu búskap á
Njálsgötunni í lítilli íbúð. Kiddi
fæddist svo í júlí árið eftir. Ég
man enn þá eftir fermingar-
gjöfinni frá þeim sem var gesta-
bók í gæruskinni og á upphafs-
síðunni hafði Grétar ort ljóð til
mín.
Hann var mjög laginn við
ljóðagerð enda gaf hann út tvær
ljóðabækur. Grétar og Guðný
systir mín fluttust síðar til Hell-
issands.
Ég man í fyrsta skipti er ég
kom til Hellissands akandi með
mömmu og pabba. Það var ekki
góður vegur þangað og sérstak-
lega ekki milli Ólafsvíkur og
Hellissands því þó ekki sé langt á
milli þá þurfti þá að fara fyrir
Ennið. Það var mér borgar-
stelpunni mjög framandi að
koma í svona litið þorp og hversu
miklu verri aðstæður voru þar en
hjá mér í Reykjavík.
Á Hellissandi sótti Grétar sjó-
inn. Hann rak sína eigin útgerð
til margra ára. Þegar ég var sex-
tán ára og Jóhann nokkra mán-
aða tók ég að mér að hugsa
nokkurn veginn um heimilið svo
Guðný gæti stundað vinnu allan
daginn. Að launum saumaði
Guðný á mig kjóla og mamma
sendi efnin að sunnan.
Þetta voru mjög fallegir kjólar
og Guðný hamaðist við sauma-
skapinn í frítímum.
Á Hellissandi gerði fólk ekki
boð á undan sér ef það kíkti í
heimsókn.
Eitt sinn er ég var að annast
kvöldmatinn mættu óvæntir
gestir í matinn. Auðvitað dugði
ekki maturinn. Ég man alltaf eft-
ir því hve Grétar skammaðist sín
þegar mágkonan sagði við það
tækifæri „getur þetta fólk ekki
bara borðað heima hjá sér“.
Þetta var skemmtilegt sumar
og átti ég þarna margar
ógleymanlegar gleðistundir
með fjölskyldunni.
Fjölskyldan tók sig upp síðar
og flutti suður. Þegar þau
bjuggu í Grafarvoginum tók
Grétar upp á því að bjóða til
skötuveislu á Þorláksmessu.
Hann var mjög stórtækur og
bauð upp á margan mismunandi
styrkleika á skötu. Þá var það
að ég sem var alin upp við að
skata væri borðuð hvenær sem
er á árinu smakkaði mína fyrstu
skötu.
Grétar var hugmyndaríkur
og óhræddur við að ganga fram
í hugmyndum sínum. Það væri
hér allt of langt mál að telja þær
allar upp. Sykursýkin var hon-
um erfið og dró verulega úr
kröftum hans.
Síðustu ár sín bjó hann í
Grindavík, þar sem hann rak
fyrirtækið Aftann. Kiddi sonur
hans tók við rekstrinum þegar
Grétar var orðinn lélegur til
heilsunnar. Grétar lést á hjúkr-
unarheimilinu Víðigerði í
Grindavík 2. nóvember síðast-
liðinn. Kæri mágur, ég veit að
þú ert hvíldinni feginn. Hvíl í
friði.
Sigrún Sigfúsdóttir.
Í dag kveðjum við Grétar og
ég þakka fyrir þann tíma sem
við áttum saman. Þetta var
blessaður og gefandi tími, þar
sem við ræddum og skiptumst á
skoðunum um tilgang lífsins og
hvernig við nálgumst þann til-
gang í ljósi trúarinnar. Í storm-
um lífsins var trúin á algóðan
Guð hans styrkur og stoð.
Já, Jesú Kristur var leiðtogi
hans í meðbyr og mótbyr. Nú
trúi ég að hann sé kominn á
betri stað þar sem hann þarf
ekki að þjást. Hvíl í friði. Guð
blessi minningu Grétars og
verndi, styrki og huggi fjöl-
skyldu hans, sem hann unni svo
mjög.
Kveð hann með Davíðssálmi
121.
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir
þér, hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna
þér mein, né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína
og inngöngu héðan í frá og að eilífu.
Gunnar Böðvarsson.
Grétar Hreiðar
Kristjónsson
Kæri bróðir og
mágur Ingvar Bald-
ursson.
Komið er að
kveðjustund eftir
erfið veikindi þín.
Við þökkum þér fyrir vinátt-
una sem þú hefur sýnt okkur. Við
vitum að það verður vel tekið á
móti þér; mamma, pabbi og
Helga dóttir þín.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
Ingvar Baldursson
✝ Ingvar Bald-ursson fæddist
21. mars 1943.
Hann lést 15. októ-
ber 2018.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
og tengd því sanna og
góða,
og djúpa hjartahlýju og
ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heilla-
stund,
við hryggð varst aldrei
kenndur.
Þú komst með gleðigull í
mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Við biðjum Guð að styrkja
ykkur elsku Nína, Gunna, Baldur
og fjölskyldur.
Þinn bróðir og mágkona,
Baldur Örn Baldursson
og María Elínar
Arnfinnsdóttir.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minn-
ingargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar um
foreldra, systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar