Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018
Veldu Panodil®
sem hentar þér!
Verkjastillandi og hitalækkan
Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra,
Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis
d
dreif
eða lyfjafræ
r par
kanir. Sjá nánari up
flur. Innihelduinntö
ðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaver
ku, Panodil Brus freyðitö
i
a, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til kjum. Hitalækkandi.
serlyfjaskra.is.
gum ver
á www.
acetamól. Við væ
plýsingar um lyfið
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bókasöfn eru að breytast;bækurnar eru vissulegaáberandi en ekki lenguraðalatriðið,“ segir Pálína
Magnúsdóttir borgarbókavörður í
Reykjavík. „Nálgunin í nútímanum
er að söfnin séu miðlæg í hverju
hverfi; vettvangur fyrir margvíslega
viðburði og fjölbreytt fræðslustarf
af ýmsum toga. Á hverjum degi er í
söfnunum okkar ýmislegt á dagskrá
sem skiptir samfélagið máli. Söfnin
eiga að efla læsi og styðja við lifandi
upplýsingamiðlun og fjölbreytt
fræðslustarf. Vera vettvangur nýj-
unga, lærdóms og símenntunar fyrir
alla borgarbúa.“
Tugir af Arnaldi og Yrsu
Tíminn sitthvorumegin við ára-
mót er skemmtilegur á safninu, seg-
ir borgarbókavörður. Jólabókaflóðið
kemur sterkt inn. Keyptar eru flest-
ar ef ekki allar þær bækur sem
gefnar eru út á Íslandi og allt það
nýjasta er komið í útlán. „Við kaup-
um alltaf nokkra tugi til dæmis af
bókum Arnaldar og Yrsu sem eru
líka mjög eftirsóttar. Það gildir
raunar um bækur margra annarra
höfunda. Áhugi fyrir nýjum bókum
er mikill, en mikil aðsókn er í safnið
eftir nýár þegar hægist um hjá fólki
eftir jólin og meiri tími er til lestrar.
Þá hefur líka spurst út hvernig hin
og þessi bókin er og allt slíkt skapar
áhuga.“
Lítum á nokkrar lykiltölur úr
starfsemi Borgarbókasafnsins.
Söfnin eru sex talsins; í Grófarhús-
inu í Kvos, Kringlu, Sólheimum,
Gerðubergi í Breiðholti, Hraunbæ
og í Spönginni í Grafarvogi. Þá rek-
ur safnið bókabílinn Höfðingja og
sögubílinn Æringja. Heimsóknir á
safnið eru um 600 þúsund á ári og
útlán á bókum, myndefni, tónlist og
öðru eru um 700 þúsund. Alls eru í
eigu safnsins um 415 þúsund eintök
af bókum og öðru efni. Þá eru haldn-
ir á vegum þess um 300 viðburðir á
ári; skemmtun og fræðsla. Helst það
í hendur við að nú eru bókasöfnin
kölluð menningarhús.
Safnastarf í örri þróun
„Starfsemi bókasafna erlendis
er í örri þróun um þessar mundir,“
segir Pálína. Í Helsinki verður opn-
að nýtt aðalsafn í byrjun næsta
mánaðar og í Osló á næsta ári. Í
norsku höfuðborginni er nú verið að
endurnýja öll hverfissöfnin og upp-
færa starfsemina þar í samræmi við
kröfur nútímans. Í Danmörku hafi
svo ýmis afgreiðsla opinberrar þjón-
ustu kommúnanna, sem Danir kall-
ar svo, verið færð inn í söfnin og það
gefi góða raun.
„Víða um lönd er í dag verið að
útbúa opin bókasöfn. Það þýðir að
afgreiðslutíminn er langur þótt
starfsfólk sé ekki á staðnum nema
kannski á dagvinnutíma. Almenn-
ingur getur þá nýtt sér safnið frá
klukkan sjö á morgnana og fram
undir miðnætti. Þegar við höfum ör-
yggiskerfi og myndavélar er þetta
ekkert mál; fólk getur þá komið
þegar því hentar til að ná sér í efni,
skila, lesa, læra, jafnvel halda fundi.
Vonandi verða menningarhúsin okk-
ar í þessum stílnum þegar fram líða
stundir og þar horfi ég m.a. til
safnsins sem verður í þjónustu-
miðstöðinni í Úlfarsárdal sem nú er
verið að reisa. Þar verður safnið,
sem opnað verður eftir tvö ár, í and-
dyri sundlaugarinnar sem ég tel
mjög hentugt. Sundlaugar eru stað-
ir sem fjölskyldurnar sækja saman
og bókasöfnin raunar líka,“ nefnir
Pálína.
Þröngt í aðalsafni
Aðalsafn Borgarbókasafnsins
er í svonefndu Grófarhúsi við
Tryggvagötu og er starfsemin á 1.,
2. og 5. hæð byggingarinnar. Þröngt
er orðið um starfsemina auk þess
sem húsnæðið er um margt óhent-
ugt.
„Við höfum horft til þess að fá
inni í tengibyggingu sem nú er verið
að reisa hér vestan við Grófarhúsið,
endurbyggja Grófina eða hreinlega
byggja nýtt hús sem hentar starf-
seminni. Hver sem niðurstaðan
verður þá þarf að stokka margt hér
innandyra og breyta í samræmi við
að söfnin eru samfélagsmiðstöðvar.
Í Árbæjarhverfinu horfum við svo
til þess að geta komist í nýtt hús-
næði á allra næstu árum; farið úr
Hraunbænum og nær Fylkissvæð-
inu. Svo má ekki gleyma Sól-
heimasafni sem er vinsælt hverf-
issafn; lítil stofnun sem þjónar stóru
hverfi.“
Á safnið í feðraorlofinu
Heimsóknir og útlán á Borgar-
bókasafninu í dag eru nánast sama
tala og var fyrir áratug en eru nú á
uppleið eftir lægð. Eftir efnahags-
hrunið fóru þessar stærðir upp í
kringum fjórðung en döluðu svo.
Notendur eru á öllum aldri og úr öll-
um hópum, en karlar á miðjum aldri
sá hópur sem notar safnið minnst.
„Þegar ungir menn eru í feðra-
orlofi koma þeir gjarnan á safnið.
Svo er nokkuð um að fólk sem fer
lítið út af heimili sínu, hverjar sem
ástæður þess eru, mæti á safnið til
að sækja sér afþreyingu og félags-
skap. Þá er ánægjulegt að umræðan
um mikilvægi lestrar og hvatning í
því efni hefur áhrif eins og við sjáum
í aukinni aðsókn. Læsisverkefnin
sem m.a. menntamálaráðhera hefur
talað fyrir eru ótvírætt að skila sér á
þann hátt að börn og reyndar full-
orðnir líka sækja í bækur og lesa
meira. Það er góð þróun,“ segir Pál-
ína að síðustu.
Bækurnar eru ekki aðalatriðið
Menningarhús og samfélagsmiðstöðvar. Breytt hlut-
verk bókasafna, sem eiga að styðja við fjölbreytt
fræðslustarf. Söfn með langan afgreiðslutíma og
sjálfsafgreiðslu eru framtíðin segir borgarbókavörður.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Borgarbókavörður Söfnin eiga að efla læsi og styðja við lifandi upplýsingamiðlun og fjölbreytt fræðslustarf, vera
vettvangur nýjunga, lærdóms og símenntunar, segir Pálína Magnúsdóttir meðal annars hér í viðtalinu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleði Sungið og spilað með og fyrir börnin á Degi íslenskrar tungu. Alls eru
um 300 viðburðir á ári í menningarhúsum Borgarbókasafns Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Kristinn
Grafarvogssafn Nóg af bókum.
„Ég er því sem næst alæta á
lestrarefni. Núna er ég að
reyna að ná nýju jólabókunum,
sem gengur brösuglega enda
stoppa bækurnar stutt við og
eru nánast alltaf í útláni. Svo
les ég líka mikið alls konar
reyfara. Já, ég kaupi bækur
líka, þótt ég sé afar hrifin af
deilihagkerfinu sem bókasöfn
bjóða upp á; að fólk geti
skipst á notuðum bókum,“
segir Pálína Magnúsdóttir og
heldur áfram:
„Auður Ava og nýja bókin
Ungfrú Ísland eru svo næst á
dagskrá hjá mér. Ég las líka
Stormfugla Einars Kárasonar á
dögunum og þarf að lesa hana
aftur og ræða betur við sjó-
mennina í fjölskyldunni og
vinahópnum. Ég panta reyndar
alltaf nýja bók eða bækur eftir
íslenskan höfund í jólagjöf til
að lesa yfir hátíðirnar og gef
sjálf bækur í jólagjafir. Það er
siður sem hefur haldist, jafnvel
þótt ég hafi valið mér starfs-
vettvang á almennings-
bókasafni.“
Stormfuglar og
Ungfrú Ísland
ALÆTA Á LESEFNI OG BÍÐ-
UR EFTIR JÓLABÓKUNUM