Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Þetta eru í rauninni tvær innsetn-
ingar sem kallast á við arkitektúr
safnsins. Verkin hans Ásmundar eru
mjög áhugaverð og svo er þetta
mjög spennandi hús finnst mér, sem
gerir þetta mjög skemmtilegt,“ seg-
ir Margrét Helga Sesseljudóttir um
sýningu sína Innrás IV sem opnuð
var á dögunum í Ásmundarsafni við
Sigtún. Verk hennar eru gerð sér-
staklega fyrir safnið og gerir gestum
kleift að sjá verk Ásmundar og safn-
ið sjálft í nýju ljósi.
Margrét Helga er fjórði listamað-
urinn á þessu ári sem gerir innrás í
Ásmundarsafn undir formerkjum
List fyrir fólkið, þar sem völdum
verkum Ásmundar Sveinssonar er
skipt út fyrir verk starfandi lista-
manna eða þeir bæta verkum inn á
sýninguna.
Listamaðurinn segist hafa áhuga
á því að búa til innsetningar sem eru
eins og ímyndað rými og vísa þær í
byggingar eða arkitektúr. „Þetta
skapar andrúmsloft sem er óþægi-
legt eða jafnvel himneskt en getur
líka vísað í vísindaskáldskap. Þetta
er unnið út frá millibilsástandi og
andrúmslofti biðarinnar, sem sagt
ástandsins mitt á milli þess að eitt-
hvað gerist.
Furðulegar aðstæður
Ég hef gert mikið af gjörningum
og síðan innsetningar þar sem fólk
gengur inn í rými. Þetta mætti kalla
þátttökuverk þar sem áhorfandinn
tekur þátt í verkinu. Ég nota oft efni
sem eru úr einhverju sem maður er
vanur að setja á líkamann,“ segir
Margrét Helga og útskýrir að hér
geti verið um að ræða föt, sængur
eða önnur textílefni sem eru í snert-
ingu við líkama fólks.
„Ég hef mikinn áhuga á þessum
mjúku efnum, að gera skúlptúra úr
svona mjúkum bólstrum. Þetta gerir
skúlptúra blíða og mjúka, en svo set
ég þá í aðstæður sem eru kannski
ekki alveg í lagi. Þannig að þetta
verður blanda af þessu sem er þekkt
og vinalegt en í aðstæðum þar sem
þetta verður eitthvað furðulegt,“
bætir hún við.
Margrét Helga hefur haldið sýn-
ingar hérlendis og erlendis frá því að
hún útskrifaðist frá National Col-
lege of Art and Design í Dublin árið
2014.
„Áhorfandinn tekur
þátt í verkinu“
Margrét Helga gerir innrás í Ásmundarsafn
Morgunblaðið/Eggert
Innsetningar Margrét Helga
veitir verkum Ásmundar og
Ásmundarsafni nýja ásýnd.
Áhrif ljósmynda
í nútíma-
samfélagi er
yfirskrift erindis
sem Æsa Sigur-
jónsdóttir dósent
í listfræði við
Háskóla Íslands
heldur í Ljós-
myndasafni
Reykjavíkur í
dag kl. 12.10.
„Yfirstandandi sýning Ljós-
myndasafnsins, Fjölskyldumyndir,
leiðir hugann að ljósmyndun sem
miðli er flöktir áreynslulaust úr
einu rými yfir í annað; frá heim-
ilinu og atvinnulífinu, yfir á síður
dagblaðanna, inn í sýningarsalina
og öngstræti veraldarvefsins. Oft
er talað um virkni ljósmynda og
er þá átt við allt í senn: vaxandi
notkun, kraft einstakra mynda,
ástundunina, og dreifingu mynda í
margþættu stafrænu samhengi. Í
erindinu verða þessar sjónhverf-
ingar myndanna ræddar í ljósi
áðurnefndrar sýningar, Fjöl-
skyldumynda, sem er sýning á
ljósmyndum Guðbjarts Ásgeirs-
sonar og Herdísar Guðmunds-
dóttur og afkomenda þeirra.
Ari Magg ljósmyndari mun taka
þátt í samtali eftir erindið sem
fulltrúi fjölskyldunnar,“ segir í til-
kynningu. Aðgangur að safninu er
ókeypis meðan á hádegiserindi
stendur.
Áhrif ljósmynda í
nútímasamfélagi
Æsa
Sigurjónsdóttir
Rithöfundurinn Sigrid Nunez
hreppti National Book Award,
helstu bókmenntaverðlaun Banda-
ríkjanna, fyrir skáldsöguna The
Friend. Jeffrey C. Stewart hlaut
verðlaunin í flokki fræðibóka, ævi-
sagna og heimildarverka fyrir bók
um heimspekinginn Alain Locke,
og Justin Phillip Reed var verð-
launaður fyrir bestu ljóðabókina,
Indecency.
Skáldsaga Yoko Tawada, The
Emissary, og þýðandinn Margaret
Mitsutani fengu verðlaunin fyrir
bestu þýðinguna; The Poet X eftir
Elizabeth Acevedo var valin besta
ungmennabókin og þá hlaut síleski
rithöfundurinn Isabel Allende,
sem um langt árabil hefur verið
búsett í Bandaríkjunum, verðlaun
fyrir ríkulegt ævistarfið.
Þjáning og missir kveikjan
Sigrid Nunez hefur sent frá sér
sjö skáldsögur auk þess sem skrif
hennar hafa birst í mörgum tíma-
ritum vestanhafs. Verðlaunasagan
The Friend fjallar um rithöfund
sem er einfari og eftir að eini vin-
ur hans fyrirfer sér – hann er vin-
sæll höfundur sem er sakaður um
að sofa hjá ungum nemendum sín-
um – leitar hann huggunar hjá
hundi sínum. Rýnar hafa hlaðið
söguna lofi og þótti hún að margra
mati líkleg til að hreppa hin eftir-
sóttu verðlaun. Í umsögn dóm-
nefndar er sagan sögð vel skifuð
rannsókn á sorg, bókmenntum og
minningum.
Þegar Nunez tók við verðlaun-
unum talaði hún um það hvernig
höfundar geta fundið merkingu í
sársauka og tilfinningalegum erf-
iðleikum, því þjáning og missir
geti verið kveikja að mikilvægum
bókmenntum.
The Friend eftir
Nunez besta sagan
National Book Award afhent vestra
Ljósmynd/Marion Ettlinger
Verðlaunahöfundur Sigrid Nunez,
höfundur sögunnar The Friend.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn
Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s
Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn
Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fös 23/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Insomnia (Kassinn)
Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00
Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s
Sun 18/11 kl. 20:00 171. s Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s
Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas.
Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas.
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s
Fös 23/11 kl. 20:00 21. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas.
Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s
Allra síðustu sýningar!
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?