Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is KVISTUR herra hanskar 8.600 MÓA prjónahúfa 11.500 SARA mokkakápa 238.000 GOLA kragi 16 800 Velkomin í hlýjuna BJÖRK blárefspels 158.000 . EIR úlpa m/refaskinni 158.000 ÞOKA ennisband 12.900 Baldur Helgi Friðriksson, yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Aust-urlands, Vopnafirði, á 60 ára afmæli í dag. Baldur hefur veriðlæknir á Vopnafirði í 30 ár en er fæddur og uppalinn á Krist- nesi í Eyjafirði. „Faðir minn var smiður og sá um vinnustofur á Kristneshæli sem SÍBS, Samtök berklasjúklinga, ráku. Móðir mín var húsmæðrakenn- ari og starfaði lengst af við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyja- firði.“ Aðspurður segir Baldur að það að alast upp í nánd við Kristnes- hælið og vinna þar flest sumur með námi hafi kannski haft áhrif á starfsvalið. „Ég sagði alltaf þegar ég var smágutti að ég vildi verða læknir.“ Hjúkrunarfræðingur og ritari starfa með Baldri á Vopnafirði og nær umdæmið norður að Langanesi. „Það eru tæplega 800 manns sem búa á svæðinu sem er frekar stórt landfræðilega, eða um 2.400 fer- kílómetrar. Við erum bara tveir læknar á norðausturhorni landsins þ.e. frá Smjörfjöllum að Tjörnesi, en Sigurður Halldórsson er læknir á Kópaskeri. Þetta er afskekkt svæði og talsvert langt í bjargir og því mikið öryggismál fyrir byggðirnar þarna að hafa þessa þjónustu.“ Baldur verður að heiman á afmælinu og ætlar að eyða kvöldinu með sínum nánustu. Sambýliskona hans er Kristín Hrönn Reynis- dóttir hjúkrunarfræðingur og vinnur á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Dóttir þeirra er Natalía Hrund 13 ára. Börn Baldurs frá fyrra hjónabandi eru Theodóra Rún, Kamilla Sól, Alexander Nökkvi og Benjamín Viktor og stjúpbörn hans eru Reynir Már, Róbert Örn og Davíð Orri Guðmundssynir. Auk þeirra á Baldur stjúpson af fyrra hjónabandi, Gunnar Frey Þrastarson. Hreindýraveiðar Baldur staddur á heiðum inn af Vopnafirði í fyrra. Tveir læknar á norð- austurhorni landsins Baldur Helgi Friðriksson er sextugur í dag Ó lafur Ormsson fæddist í Reykjavík 16.11. 1943 og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum fyrstu fjögur árin, í Laugar- neskampi og á Grímsstaðaholti. Hann var fjögurra ára er hann missti móður sína og fór þá í fóstur til föðursystur sinnar, Guðrúnar Ólafsdóttur, f. 1919, d. 2005, og manns hennar, Björgvins Þorsteins- sonar, f. 1913, d. 1988. Þau bjuggu í Keflavík og ólst Ólafur þar upp við gott atlæti: „Ég var afar hændur að fóstru minni og minnist hennar með hlýju og þakklæti. Hún kenndi mér „guðsótta og góða siði“, var trúuð kona og tók virkan þátt í safnaðar- starfi Keflavíkurkirkju og söng um árabil með kirkjukórnum.“ Ólafur var í Barnaskóla Keflavík- ur og Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Hann gekk ungur til liðs við skáta- flokkinn Heiðarbúa og sat löngum stundum að tafli með félögum sín- um. Hann fór ungur í sveit á sumrin með fóstru sinni, til frændfólks þeirra í Fagradal í Vestur-Skafta- fellssýslu, Ólafs Jakobssonar og k.h. Sigrúnar: „Þar kynntist ég búskap- arháttum sem voru horfnir eða að víkja fyrir tækninni.“ Eftir gagnfræðapróf var Ólafur m.a. lagermaður hjá Rikisprent- smiðjunni Gutenberg, vann hjá SÍS og starfaði á Reykjavíkurflugvelli. Hann var öryggisvörður hjá Reykjavíkurborg 1983-92 og blaða- maður til 2001, þar sem hann var m.a. fastur greina- og viðtalshöf- Ólafur Ormsson rithöfundur – 75 ára Ljósmynd/Sveinn Guðjónsson Rithöfundurinn Ólafur Ormsson situr gjarnan við skriftir í sumarbústað fjölskyldunnar á Sjónarhóli í Mjóadal. Bítlabær, bylting, andleg málefni og skáldskapur Gömul mynd af gömlum vinum Ólafur og Venni Linnet djassgeggjari. Akureyri Evían Lu- konge fæddist 9. jan- úar 2018 kl. 6.16 á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Hann vó 3.922 g og var 52 cm að lengd. Foreldrar eru Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir og David Nyombo Lu- konge. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.