Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. nóvember 2018, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2018 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2018, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2018 Tollstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, stóð í ströngu í gær þar sem hún barðist í senn fyrir pólitískri framtíð sinni og reyndi að tryggja stuðning þingmanna við samkomulag það sem hún hefur gert við Evrópusambandið um skil- mála útgöngunnar í lok mars á næsta ári (Brex- it). Þrír ráðherrar stjórnarinnar sögðu af sér í gær til að mótmæla samkomulaginu. Áhrifa- menn í þingflokknum eru að undirbúa vantraust á May sem leiðtoga Íhaldsflokksins til að koma henni frá völdum. Til þess að það takist þurfa 48 þingmenn flokksins að krefjast atkvæðagreiðslu og meira en helmingur 315 þingmanna flokksins að styðja vantrauststillöguna. Mikil óvissa ríkir í breskum stjórnmálum og fullkomlega óljóst hvort meirihluti er fyrir sam- komulaginu við ESB innan þingsins. Rætt hefur verið um að greiða atkvæði um það í byrjun des- ember. Leiðtogar ESB-ríkjanna hafa verið kall- aðir saman til fundar 25. nóvember til að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Það gerði breska ríkisstjórnin á löngum hitafundi í gær, en upplýst hefur verið að þriðjungur ríkisstjórn- arinnar lýsti þá andstöðu við samkomulagið. Þeir sem sagt hafa af sér eru Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála, Shailesh Vara, ráðherra Norður-Írlandsmála, og Esther McVey, ráð- herra vinnumála. Theresa May kynnti samkomulagið í neðri málstofu breska þingsins í gær. Jafnframt var plaggið sem er á sjötta hundrað síður gert op- inbert. Ekki hafa fengist skýr svör við því hvort hægt sé að fá fram breytingar á því í ferlinu framundan eða hvort þingmenn verði annað- hvort að samþykkja það eða hafna því. Sumir stuðningsmanna May í ríkisstjórninni hafa látið hafa eftir sér að verði samkomulagið fellt í þinginu muni þeir berjast fyrir nýrri þjóðarat- kvæðagreiðslu um veru Bretlands í Evrópusam- bandinu. Stuðningsmenn samkomulagsins segja að ekki verði lengra komist í þráteflinu við ESB um sambandið eftir útgönguna. Andstæðing- arnir segja aftur á móti að betra sé að hafa ekk- ert samkomulag; það sem liggi fyrir skapi Bret- um nánast nýlendustöðu gagnvart ESB og sé algerlega óásættanlegt. Sérstaklega eru menn ónægðir með það hvernig landamæri Norður- Írlands, sem er hluti Bretlands, og Írska lýð- veldisins verða höfð hálfopin. Órói var á gjaldeyrismörkuðum í Bretlandi í gær. Pundið lækkaði en evran styrktist. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti í gær ánægju með samkomulagið. Edouard Phil- ipp, forsætisráðherra Frakklands, varaði við því að þrátt fyrir samkomulagið við May væri enn ekki útilokað að Bretland yfirgæfi ESB án samnings. Berst fyrir pólitísku lífi sínu  Allt á tjá og tundri í breskum stjórnmálum eftir samkomulag Theresu May við Evrópusambandið  Þrír ráðherrar sögðu af sér í gær  Andstæðingar May hafa í heitingum og vilja hana úr embætti AFP Brexit Heitt var í kolunum í neðri málstofu breska þingsins í gær þegar Theresa May kynnti Brexit-samkomulagið við Evrópusambandið. Sádi-Arabía hafnaði í gær kröfu tyrk- neskra stjórnvalda um alþjóðlega rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem var myrtur í ræðismannsskrifstofu landsins í Ank- ara fyrir nokkrum vikum. Aftur á móti tilkynnti saksóknarinn að farið yrði fram á dauðarefsingu yfir fimm sádiarabískum embættismönnum sem sakaðir eru um að hafa myrt blaða- manninn. Þeir eru sakaðir um að hafa byrlað honum eitur og aflimað. Sak- sóknarinn segir að krónprins Sádi- Arabíu tengist ekki ódæðisverkinu. Það er hins vegar útbreidd skoðun í Tyrklandi og annars staðar á Vest- urlöndum að hann hafi fyrirskipað morðið. Hingað til hafa nær allar upplýs- ingar um morðið verið byggðar á upp- lýsingum tyrkneskra stjórnvalda. Sádi-Arabar hafa orðið margsaga um atburðarásina. Nú hafa þeir hins vegar staðfest frásögn Tyrkja og bætt við að líkamsleifar Khashoggis hafi verið af- hentar starfsmanni leyniþjónustunnar fyrir utan ræðismannsskrifstofuna. Alls hefur 21 verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins og 11 verið ákærðir fyrir aðild að morðinu. AFP Khashoggi Morðið hefur vakið mikla reiði. Hefur fólk ítrekað safnast saman fyrir utan ræðisskrifstofuna í Ankara til að minnast Khashoggis og mótmæla. Morðingjar Khashogg- is hljóti dauðadóm Melania Trump, eiginkona Banda- ríkjaforseta, hefur fengið því fram- gengt að Miru Ricardel, sem var að- stoðarþjóðaröryggisráðgjafi Banda- ríkjanna, hefur verið vikið úr starfi í Hvíta húsinu. Hermt er að hún fái annað starf í stjórnsýslunni utan for- setasetursins. Fjölmiðlar segja að kastast hafi í kekki á milli forsetafrúarinnar og Ricardel í nýlegri Afríkuför. Hafi Ricardel þar haft afskipti af sæta- skipan föruneytisins í flugvélinni. Það hafi Melania Trump ekki getað sætt sig við og krafist þess að hún yrði rekin. Reyndar er því einnig haldið fram að Melania telji að Ric- ardel hafi verið nafnlaus heimildar- maður fjölmiðla um Afríkuförina, en ýmsar fréttanna fóru í taugarnar á forsetafrúnni. Melania Trump lét fyrr í vikunni hafa eftir sér að Ricardel ætti ekki skilið þann heiður að starfa fyrir for- setaembætti Bandaríkjanna. Hún sagðist engu ráða um starfsmanna- mál Hvíta hússins en veitti eigin- manni sínum ráðgjöf um þau efni. Melania Trump lét reka ráðgjafa forsetans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.