Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Laserlyfting Þéttir slappa húð á andlit og hálsi Árangur af Laserlyftingu er sambærilegur við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið í vinnu beint eftir meðferð. 15% afsláttur af gjafabréfum hjá Húðfegrun Bylting ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð. ICQC 2018-20 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á hinu gamalgróna kaffihúsi Mokka við Skólavörðustíg hefur verið sett upp forvitnileg sýning á ljósmyndum sem Brynjólfur Helgason tók á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar og sýna þær allar myndlistarmenn sem voru þá að setja upp sýningar á verkum sínum. Brynjólfur tók myndirnar í sumar- og hlutastarfi sínu hér við Morgunblaðið, til að birta með fréttum og við- tölum, en hann var ljósmyndari við blaðið á ár- unum 1971 til 1976, samhliða námi við Háskóla Íslands. Sumir listamannanna á myndunum voru þá allþekktir, aðrir hafa orðið það síðan – margir eru látnir – en minna hefur orðið úr listrænni þátttöku einhverra og hefur gengið illa að bera kennsl á þá suma. „Það eru nokkur ár síðan ég kom inn á Mokka og fór að hugsa um all- ar myndirnar sem ég tók á sínum tíma þar og í öðrum sýningarsölum úti um allar trissur, þegar ég var sendur að taka myndir af listamönn- um sem voru að opna sýningar. Þá fékk ég þá hugmynd að safna þess- um myndum saman,“ segir Brynj- ólfur. Sumar teknar á Mokka Eftir að ljósmyndaferli Brynjólfs hér við blaðið lauk starfaði hann lengi sem stjórnandi í Landsbank- anum en rekur nú eigið fjármála- fyrirtæki. Fyrir þremur árum gaf hann út ljósmyndabók, Your Foot- print in Iceland, en þar er blandað saman myndum frá nokkuð löngum tíma af mannlífi og náttúru Íslands. Brynjólfur fann talsvert af mynd- um af listamönnum á filmum sínum frá Moggaárunum og hefur hluti þeirra verið prentaður fyrir sýn- inguna. „Þetta var til gamans gert og á þessu góða kaffihúsi, Mokka, hafa verið settar upp sýningar alveg frá opnun staðarins,“ segir hann. „Eig- endurnir höfðu strax áhuga á að setja upp sýningu á myndunum og ég skellti þeim nú upp. Ég vann aðallega á blaðinu á sumrin, kom reyndar eitthvað inn í kringum Vestmannaeyjagosið 1973, og maður kom víða við með mynda- vélina. Vinnudagurinn hófst klukkan eitt með ritstjórnarfundi sem stóð til klukkan tvö, þrjú, þá var farið út að mynda og verið svo fram á kvöld að framkalla filmur og stækka mynd- irnar í myrkraherberginu.“ Á þeim árum var Ólafur K. Magn- ússon aðalljósmyndari blaðsins og Brynjólfur rifjar upp að þá hafi fyrst komið til starfa Emilía Björg Björnsdóttir og Ragnar Axelsson, sem starfa enn við blaðið, auk þess sem Valdís Óskarsdóttir, þekkt sem kvikmyndaklippari í dag, hafi þá unnið í myrkraherberginu. Della sem sleppir ekki „Mér fannst gaman að finna til þessar myndir af listamönnunum,“ segir hann. „Ég á allar filmurnar en þetta var talsverð vinna, að skanna og vinna myndirnar, og þær voru fleiri, það var ekki pláss fyrir allar á veggjunum. Ég lagði ekki í að fletta gömlum Moggum frá þessu langa tímabili til að segja hverjar allar fyr- irmyndirnar eru og hvar myndirnar eru teknar, en við höfum nú fengið upplýsingar um fyrirsæturnar á þeim flestum. Ég er líka með ágætis safn af götuljósmyndum frá þessum tíma. Maður myndaði mannlífið á götum úti alveg miskunnarlaust – í dag setja menn meiri spurningar við slíkt, með aukinni persónuvernd og slíku. Ég hef lengi ætlað að koma meira af þeim myndum frá mér en sumar lentu þó í bókinni sem ég sendi frá mér fyrir þremur árum. Það getur vel verið að ég sýni fleiri seinna. Ég hef líka haldið áfram að mynda, er alls ekkert hættur því – þetta er della sem sleppir manni ekki,“ segir Brynjólfur um ljós- myndunina. „Þessar myndir á Mokka eru allar af listafólki og það hefur komið fyrir einhverja ljós- myndara að færa sig yfir í það að fara að mála en ég er ekki á þeirri línu.“ Hann hlær. „Ég hef ekki hæfi- leika til að teikna eða mála en hef gaman af því að ljósmynda. En ég hef alfarið fært mig úr myrkra- herberginu inn í stafræna umhverf- ið. Ég hef ekki tekið á filmu í mörg ár.“ Listamenn á sýningum  Brynjólfur Helgason sýnir gamlar Morgunblaðsmyndir sínar á Mokka Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndlistarmenn Ljósmyndir Brynjólfs Helgasonar af listamönnum á sýningum eru nú á veggjum Mokka. Sýndi oft Steingrímur St.Th. Sig- urðsson við eitt málverka sinna. Glaðbeittur Stefán V. Jónsson – Stórval við verk á einni sýningunni. Brynjólfur Helgason Jean-Claude Arnault, sem setið hef- ur í gæsluvarðhaldi frá 24. septem- ber og var 1. október dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun, verður áfram í gæsluvarðhaldi þar til dómur er kveðinn upp yfir honum á millidómstigi í Stokkhólmi 3. des- ember. Þetta var niðurstaða dóm- stólsins á lokadegi réttarhaldanna yfir Arnault á miðvikudag en hann er eiginmaður Katarinu Frostenson, eins meðlima Sænsku akademíunn- ar. Mál þeirra hjóna eru ein ástæða upplausnarinnar sem ríkt hefur í akademíunni sem velur handhafa Nóbelsverðlauna í bókmenntum. Í samtali við SVT segir talsmaður Samtaka þolenda í Svíþjóð, að þessi ákvörðun dómstólsins bendi til þess að annaðhvort verði dómurinn yfir Arnault, þar sem hann var sakfelld- ur fyrir að nauðga konu síðla árs 2011, staðfestur eða hann einnig sak- felldur fyrir aðra nauðgun á sömu konu, líkt og ríkissaksóknarinn fór fram á þegar hún áfrýjaði dómnum. Á lokadegi réttarhaldanna tjáði Arnault sig í fyrsta sinn um dóminn í viðurvist fjölmiðla. „Líf mitt hefur verið eyðilagt. Ég er ásakaður um hluti sem ég hef ekki gert,“ sagði Arnault og tók fram að hann væri orðlaus yfir fáránleika málsins. „Ég hef helgað líf mitt því að deila með öðrum ástríðu minni fyrir tónlist og bókmenntum. Það er ekki sjálfs- elska,“ sagði Arnault og tók fram að sér liði hræðilega í gæsluvarðhaldi. Sú ákvörðun verjanda Arnault, að leggja fram samantekt á kynlífslýs- ingum úr skáldverki eftir konuna sem Arnault var dæmdur fyrir að nauðga hefur vakið mikla athygli, en samkvæmt SVT var það gert til að reyna að draga úr trúverðugleika konunnar. „Sá mikli fjöldi sjálfsævi- og skáldævisagna sem gefnar hafa verið út á liðnum áratugum ætti að hafa kennt verjendum að sjálfið sem birtist í skáldskap er alltaf aðskilið frá höfundinum, jafnvel í sjálfs- ævisögum,“ skrifar Ingrid Elam bókmenntarýnir í úttekt á vef SVT. silja@mbl.is Arnault í gæsluvarð- haldi fram að dómi AFP Öryggisgæsla Jean-Claude Arnault var færður í og úr dómsal í járnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.