Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 SMÁRALIND – KRINGLAN Gjafavara fyrir alla ULLARTEPPI Frá 14.900 WOLLY ORGANIC Refur 5.990 BRAUÐBOX Frá 11.900 TULIPOP STAFAPLAKAT 3.100 POPPSKÁL 2.590 MÚMÍN Light Snowfall Verð 3.180 SKÁL Verð 1.990,- BOLLI 30 cl Verð 1.490 DISKUR 34cm Verð 5.990,- stk. SÚPUSKÁL Verð 2.190,- stk. HEKLA Skúlptúrar Verð frá 6.900 GJAFAPAKKAR FRÁ Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég hef bara komið einu sinni fram hér á landi áður, það var með tríóinu mínu á hátíð hér fyrir 21 ári. Það hefur margt gerst síðan þá,“ segir hinn víð- kunni djasspíanóleikari Jacky Terras- son. Hann kemur fram á einleiks- tónleikum í Salnum klukkan 20 í kvöld en þeir eru hluti tónleikaraðarinnar Jazz í Salnum. Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleik- ari er listrænn stjórnandi tónleikarað- arinnar og ég kem að hitta Terrasson á heimili þeirra Scotts McLemore í Kópavogi. Terrasson situr við píanóið þegar ég kem inn og við hlið hans er nótubók með skissum og hugmyndum að lögum sem hann segist vera að vinna að fyrir væntanlega plötu sem hann hyggst hljóðrita með tríói sínu í vor. Terrasson er 52 ára gamall. Hann fæddist í Berlín og ólst upp í París hjá bandarískri móður og frönskum föð- ur. Hann vakti fyrst verulega athygli árið 1993 þegar hann bar sigur út být- um í Theloniuous Monk-píanó- samkeppninni og var í framhaldinu boðið sæti í hljómsveit Betty Carter. Hann kveðst nú vera búsettur „á milli Parísar og New York,“ og það henti vel, enda þeytist hann iðulega um heiminn á tónleikaferðum, með tríóinu – sem stundum kemur fram með góð- um gestum, en hann komi líka oft fram einn eins og í Salnum í kvöld. Í hinu útbreidda franska menning- artímariti Telerama var Terrasson kallaður „píanisti hamingjunnar“ og víst er leikur hans einstaklega hlýleg- ur og heillandi. Honum hefur verið lýst sem blöndu af Bud Powell og Ah- mad Jamal en jafnframt sé hann und- ir áhrifum franskra tónskálda á borð við Ravel, Fauré og Debussy – og þá sé leikur hans ætíð ferskur og glaðleg- ur. Rými fyrir túlkun og tjáningu Blaðamaður á góðar minningar frá tónleikum tríós Terrasson á RúRek djasshátíðinni á Hótel Sögu fyrir rúm- um tveimur áratugum og hefur síðan hlýtt reglulega á vandaðar plötur hans. „Ég man að þetta voru skemmtilegir tónleikar hér á sínum tíma og nú er munurinn sá að ég verð aðeins einn á sviðinu,“ segir hann. „Ég vona að áheyrendur muni heyra í þroskaðri tónlistarmanni en þá – en þetta er sami maðurinn!“ Terrasson segir að á síðustu tveim- ur áratugum hafi hann iðulega verið á tónleikaferðum og komið fram víða í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. „Ég hef forðast að senda frá mér plötu á 18 mánaða fresti eins og margir gera, ég vil láta tvö til þrjú ár liða á milli. Oft- ast hef ég hljóðritað með tríóinu en á síðustu plötum okkar hef ég boðið til mín góðum gestum sem leika á ólík hljóðfæri, sem hefur verið gaman, en á næstu plötu,“ segir hann og blaðar í skissubókinni þar sem lögin eru að fæðast, „verður aftur bara tríóið; ég með bassa og trommum. Það er frá- bært format, það er svo mikið rými fyrir allskyns túlkun og tjáningu, frá okkur öllum. Hljómur hljóðfæranna styður svo vel við hin: viður, málmur og húðir skapa áhugaverða blöndu áferða. Það er rými fyrir áhrifaríka samhljóma en líka rými fyrir þagnir.“ Aðdáendur leiks Terrasson þekkja vel þessar þagnir og rýmið sem ein- kennir túlkun hans. Leikið er með ólíkan styrk, með þögnum og leik sem minnir á stundum á hvísl en getur svo magnast upp í öflugar öldur sem eins og brotna á hlustum áheyrenda – og ætíð með ljóðrænum undirtónum. Terrasson bendir á að í samleik eins og hann hefur mest gaman af skipti rými og jafnvægi miklu máli. „Ég vil ekki hafa skipulagið í leiknum of bundið en þá skiptir líka miklu máli að hljóðfæraleikararnir séu vel tengd- ir og einbeittir – þá er gaman að spinna saman. Og þá skipta þagnirnar líka miklu máli …“ Lög annarra í suðupottinn Á tónleikum sem og á plötum sínum flytur Terrasson iðulega mikið af ólík- um lögum annarra tónskálda og laga- höfunda, hann hefur til dæmis hljóð- ritað lög eftir Dave Brubeck, Stevie Wonder, Miles Davis, Charlie Chapl- in, Bud Powell og Rodgers & Hart – í bland við lög eftir hann sjálfan. „Mér finnst alltaf áhugavert að taka dæg- urlög, klassísk verk eða lög annarra djassmanna út úr upphaflegu sam- hengi og færa þau inn í minn eigin suðupott. Ég geri það alltaf af virð- ingu fyrir lögunum, stundum með húmor, í önnur skipti vil ég kannski breyta hljómum eða umgjörðinni þótt ég haldi laglínunni, gera þau nánast að mínum. Þetta er auðvitað algengt í djasstónlist en mér finnst að það mætti gera þetta meira í klassískri tónlist, að túlkendur sem leiki Liszt eða Chopin reyni að láta það ekki hljóma eins og í meðförum tvö þúsund annarra hljóðfæraleikara. Mér finnst alltaf áhugavert þegar klassískir pí- anóleikarar flytja verk tónskálda þannig að manni finnist þeir nánast hafa verið að semja þau sjálfir.“ Flæðið ber hann áfram Á tónleikunum í Salnum í kvöld verður Terrasson einn á sviðinu og þarf því ekki að hlusta eftir þögnum eða tónum meðleikara. Hvað munu tónleikagestir heyra? „Það er alltaf mikil áskorun að koma fram einn,“ svarar hann og seg- ist alltaf leita eftir einhverskonar öldu sem beri hann gegnum hverja tón- leika. „Mér finnst mikilvægt að hverj- ir tónleikar verði ein heild, ein og hálf klukkustund af tónlist, ekki röð ólíkra tónverka eða laga. Þegar maður er einn á sviðinu ber maður alfarið ábyrgð á frelsinu og fegurðinni – og það er áskorun!“ Hann segist ekki ganga á svið með niðurnjörvaðan lagalista. Hann hafi kannski hugsað um upphafslag og ein- hverja grind „en oftast læt ég flæðið bara bera mig áfram. Tónleikagestir mega búast við tónlistarlegu ferðalagi, ólíkum verkum, ólíkum tilfinningum, ólíkri hrynjandi … Hvernig tónleikar þróast getur byggst á fyrstu mínútunum, stemn- ingunni í salnum, á flyglinum. Það er mikil nánd í sumum tónleikasölum, aðrir eru formlegri og allt skiptir þetta máli. Maður verður að segja ein- hverskonar sögu í vali laganna og vera ætíð reiðubúinn til skipta um gír.“ Terrasson segist geta kallað fram hundruð ólíkra laga að leika. „Ég er með lista yfir þau í símanum en lít sjaldan á hann,“ segir hann og brosir. „Tónleikagestir heyra kannski lög sem hafa verið á plötunum mínum ný- lega eða fyrir löngu, önnur sem þeir kannast við úr dægurtónlist – eða eitt- hvað splunkunýtt sem ég hef verið að semja.“ Þá skipta þagnirnar miklu máli  Hinn kunni djasspíanóleikari Jacky Terrasson kemur fram á tónleikum í Salnum í kvöld  Finnst áhugavert að taka lög annarra „út úr upphaflegu samhengi og færa þau inn í minn eigin suðupott“ Morgunblaðið/Einar Falur Jacky Terrasson „Einn á sviðinu ber maður alfarið ábyrgð á frelsinu og fegurðinni – og það er áskorun!“ Gítarleikarinn Björn Thoroddsen og söngkonan Hera Björk ásamt hljóm- sveit koma fram á tónleikum Múlans á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, í kvöld kl. 21. „Saman eru þau tvíeykið með stórgóða og skemmtilega meðspilara, þá Jóa Ásmunds bassaleikara og Fúsa Óttars trommuleikara. Þetta verða tónleikar með dassi af sögum, söngvum og sólóum í flestum stílum þannig að einhverjir ættu að geta lygnt aftur augum, brosað út í annað, dillað sér ögn og haft gaman af,“ segir í tilkynningu. Miðar eru seldir í miðasölu Hörpu og á vefjunum harpa.is og tix.is. Björn og Hera Björk á Múlanum í kvöld Stuð Björn Thoroddsen og Hera Björk ásamt hljómsveit á æfingu fyrir tónleikana. Líkami, efni og rými nefnist sýning sem opnuð er í Listasafni Reykja- nesbæjar í dag kl. 18. Á sýningunni eru leiddar saman myndlistarkon- urnar Eygló Harðardóttir, Ólöf Helga Helgadóttir og Sólveig Aðal- steinsdóttir. „Það sem helst tengir þær saman er afar sterk tilfinning fyrir efniskennd og hvernig verk þeirra hverfast um lögmál mynd- listar, forma, lita, rýmis og tíma. Pappír er ríkjandi í verkum þeirra allra, en nálgunin við efnið er afar ólík,“ segir í tilkynningu. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir og hún og listakon- urnar verða með leiðsögn um sýn- inguna sunnudaginn 25. nóvember kl. 15. Sýningin stendur til 13. jan- úar 2019 og er safnið opið alla daga milli kl. 12 og 17. Líkami, efni og rými í Reykjanesbæ Efniskennd Úr sýningarsalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.