Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 frá Innovation Living Denmark S V E F N S Ó F A R FRODE kr. 179.800 Fyrir um áratug kom í ljós alvarlegur misbrestur í endur- skoðun fjármálafyr- irtækja en það er svo sem ekkert nýtt í þeim efnum í veraldarsög- unni utan þess að öll þrjú stærstu endur- skoðunarfyrirtæki eins lands áttu hér hlut að máli. Því er hér haldið fram að allar götur frá hruni hafi skipulega verið unnið að því að draga fjöður yfir mögulegar sakir með þeim sýnilega árangri að umræða eða dómsmál hafa verið afar tak- mörkuð. Það skal sagt að ekki er hægt um að kenna skorti á faglegri þekkingu hjá viðkomandi endurskoð- unarstofum. Völd endurskoðunarstofa Á þessu tímabili hafa sömu endur- skoðunarstofur ráðið lögum og lofum varðandi hagsmunagæslu stéttarinn- ar og haft lykilaðstöðu varðandi fag- lega umfjöllun um það sem kynni að hafa farið úrskeiðis. Þetta svokallað Fagfélag endurskoðenda (FLE), svo skipað, á að sinna endurmenntun, faglegum viðburðum og kemur að gæðaeftirliti innan stéttarinnar. Að auki prófar hið sama FLE alla verð- andi endurskoðendur til löggild- ingar. Ítrekað hefur verið reynt að fá um- ræðu á faglegum nótum um málefni sem tengjast vinnubrögðum endur- skoðenda við endurskoðun fjármála- fyrirtækja í aðdraganda hrunsins en öllum slíkum erindum hefur hingað til verið tekið næsta fálega. Endurskoðendaráð Endurskoðendaráð er sérstakt og sérkennilegt fyrirbrigði sem glatkist- an geymir best og það er réttarbót ef ráðið verður aflagt. Þar hefur ekki einasta skipan ráðsins og faglegri að- komu endurskoðenda innandyra ver- ið áfátt heldur á lögfræðilegur þáttur starfseminnar þar lítið sameiginlegt með lögspeki og vandaðri stjórn- sýslu. Fátt uppbyggi- legt hefur hlotist af störfum ráðsins. Það vekur athygli, en ekki furðu, að enn einu sinni skuli lögum og reglum varðandi endur- skoðendur breytt með efnislega tilgangslaus- um kattarþvotti. Því skal haldið fram að regluverki hafi ekki verið áfátt í aðdraganda hrunsins heldur hafi siðferðisbrestur verið ein aðalorsök þess að endurskoð- endur stóðu ekki sína plikt. Á slíkum siðferðisbresti verður ekki tekið með því að breyta lögum eða texta árit- unar endurskoðanda en áritun hefur gjarnan verið breytt í kjölfar áfalla, mögulega til að dreifa athyglinni með sýndargjörningum. Hver ný ásýnd áritunar er að sjálfsögðu rétthugs- uninni mörkuð sem aldrei fyrr. Takist nú að breyta regluverkinu í þeim tilgangi að gefa endurskoð- endum innistæðulausa syndaaflausn þá er betur heima setið en af stað far- ið. Fjármálaeftirlitið (FME) sýnist eiga að taka við gæðaeftirliti með endurskoðendum en sú ágæta stofn- um liggur undir ámæli fyrir að hafa brugðist í aðdraganda hrunsins líkt og endurskoðendur. Ekkert sérstakt bendir til að sú stofnun sé í stakk bú- in til að takast þetta verkefni á hend- ur að óbreyttu þó allar breytingar á núverandi eftirlitskerfi hljóti að telj- ast til bóta. Fyrirmælt og alþjóðlega sam- ræmd áritun endurskoðenda felur í sér firringu ábyrgðar endurskoðenda eins og lengst verður gengið án þess beinlínis að segja endurskoðendur al- farið frá allri ábyrgð á verkum sín- um. Eftirmál hruns Það er orðið ljóst í eftirmálum hrunins að tjónþolar hafa átt afar erfitt með að ná fram rétti sínum gagnvart meintum misgjörðum end- urskoðenda. Skaðabótamál vegna tjóns sem að hluta má rekja til óvið- eigandi áritunar endurskoðenda á reikningsskil fjármálafyrirtækja eru fátíð enda ljóst að farvegur fyrir slík mál er í raun ekki fyrir hendi eins og vera ætti. Líkast til eru eftirlitsstofn- anir ákveðinn þröskuldur þar. Engu er líkara en dómskerfið hafi sett upp slíkar hindranir að fáir treystast til að leggja í slíka vegferð. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd að áritanir endurskoðenda á reiknings- skil ársins 2007 stæðust enga skoðun er veruleikinn napur. Endurskoð- endur sem áttu hlut að máli hafa haldið réttindum sínum til að þjón- usta fyrirtæki tengd almannahags- munum eins og ekkert hafi í skorist. Hnífnum var snúið í sárinu þar sem gerendur hafa verið valdir til að hafa eftirlit með störfum endurskoðenda og úrskurða nýliða í stétt endurskoð- enda hæfa til starfa og varla verður gengið lengra í forsmáninni. Dómskerfi og saksóknarar Ein möguleg skýring á því hve erf- itt er að koma málum í gegnum dómskerfið kann að vera að saksókn- arar og dómendur hliðri sér hjá að taka fyrir mál sem þeir skilja ekki. Það er eðlilegur mannlegur breysk- leiki en gagnast þjóðfélaginu illa. Í stað þess að efla eftirlitsiðnað sem litlu hefur skilað mætti auka á þekk- ingu við rannsókn og gera auknar kröfur um menntun dómara í þessum tiltekna hluta brotamála. Ef tilgangurinn með breytingum á regluverkinu nú á að vera bætt vinnulag endurskoðenda þá er verið að setja plástur á graftarkýli án þess að hreinsa gröftinn út. Líkið frá 2008 stendur enn uppi án þess að krufning hafi farið fram og dánarorsök því op- inberlega óþekkt. Breyting á lögum um endurskoðendur Eftir Jón Þorbjörn Hilmarsson » Það vekur athygli, enekki furðu, að enn einu sinni skuli lögum og reglum varðandi endurskoðendur breytt með efnislega tilgangs- lausum kattarþvotti. Jón Þ. Hilmarsson Höfundur er endurskoðandi. Laugardaginn 3. nóvember sl. blés Miðflokkurinn til flokksráðsfundar á Hótel KEA á Ak- ureyri. Þar mætti fjölmennur hópur fé- laga með m.a. þing- menn flokksins og marga bæjarfulltrúa eða alls 80-90 manns en þó vantaði marga Austfirðinga, sem ekki komust vegna veðurs. Aðalræðu fundarins hélt auðvitað formaðurinn, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, og fór á kostum að vanda. Ég und- irritaður hef oft líkt honum við gáfumanninn Jónas frá Hriflu; báðir afburða djúpvitrir menn. Sigmundur Davíð talaði m.a. um að þessi ríkisstjórn sýndi algjöran aumingjaskap í því hvernig hún nálgaðist hin stóru verkefni sam- félagsins og sagði hana bæði verk- litla og kjarklausa auk þess sem ráðherrar höguðu sér eins og bundið væri fyrir augu þeirra. Þá gagnrýndi hann Framsóknarflokk- inn, sem hann sagði hafa þráð að komast í ríkisstjórn hvað sem það kostaði og fallið frá öllum helstu kosningaloforðum sínum. Í lok ræðu sinnar kom formaðurinn inn á að ríkisstjórnin hefði svikið ís- lenskan landbúnað og mat- vælaframleiðslu og sagði aðeins tíu ár liðin frá því að landbúnaðurinn bjargaði landinu frá gjaldþroti. Einhugur Mikill einhugur var hjá þessum eins árs gamla stjórnmálaflokki og samþykkt vel útfærð og skorinorð stjórnmálaályktun, sem stiklað verður á stóru úr. „Á hundrað ára fullveldi Íslands virðist ríkisstjórn landsins fyrirmunað að gera það eina sem þjóðin krefst af henni, það er að verja full- veldið (sbr. orkupakk- ann), fullveldið, sem svo margir lögðu svo mikið á sig til að öðl- ast. Í málefnum land- búnaðarins skín í gegn áhugaleysið gagnvart fullveldinu. Rök er snúa að heilnæmi inn- lends landbúnaðar eru afgreidd sem forpokuð. Á undanförnum ár- um hefur áhersla íslenskra stjórn- málamanna færst frá því að ná ár- angri fyrir umbjóðendur sína yfir í það að á engan slettist.“ Einnig leggur flokksráðsfundur- inn til „tafarlausa lækkun á trygg- ingagjaldi umfram þá takmörkuðu lækkun, sem ríkisstjórnin hefur boðað. Miðflokkurinn tekur undir áherslur verkalýðshreyfingarinnar t.d. er varðar húsnæðismál og af- nám verðtryggingar. Miðflokkurinn leggur til heildar- endurskoðun á almannatrygginga- kerfinu og mæta verður kröfum aldraðra um sanngjarna fram- færslu. Öryrkjar, aldraðir og aðrir eiga alltaf rétt á að búa við mann- lega reisn.“ Miðflokkurinn stendur fyrir þessa hluti – Miðflokkurinn er kominn til að vera. Miðflokkurinn með glæsilegan flokks- ráðsfund á Akureyri Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » Formaður Mið- flokksins, Sigmund- ur Davíð, fór á kostum að venju. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Á fyrstu áratugum 20. aldar voru sjóslys tíð með tilheyrandi mannskaða, og nánast opinber viðurkenning á að þetta væri „ásættanlegur fórn- arkostnaður“. Með baráttu og hugsjón var þeirri þróun snúið við. Í dag eru óhöpp og slys á sjó óásættanleg og allt kapp lagt á að sjómenn komi allir heilir heim hverju sinni. Sama á við um flugið, þar er krafan um alla heila heim úr hverri flugferð, og allt gert til að svo verði. Þegar kemur að náttúruöflunum er öllu tjaldað til, nánast án tillits til kostnaðar. Allt kapp lagt á að íbúar landsins búi í þokkalega öruggu umhverfi. Byggingarreglu- gerðir tryggja örugg mannvirki, vöktun á fyrirboðum náttúrunnar á sviði veðurs, jarðskjálfta, eldgosa, vatnafars og skriðufalla. Reistir eru varnargarðar til að verja íbúðabyggð og mannvirki eða fólki gert að rýma svæði af öryggis- ástæðum. Þegar kemur að umferðinni virð- ast gilda önnur viðmið eða lögmál. Yfir 200 manns létust eða hlutu al- varlegan skaða í umferðarslysum á síðasta ári. Heildarfjöldi þeirra sem hlaut einhvern skaða í umferðinni árið 2017 var 1.400 manns með tilheyrandi þján- ingum og tugmilljarða kostnaði. Er staðan ásættanleg, hvað er til ráða? Vissulega er margt gert, þó enn fleira ógert. Flestir ökumenn hafa ekið of hratt þar á meðal ég sjálfur – meira að segja of oft. Hver þekkir ekki staðsetningar hraðamyndavéla á þjóðvegi 1, og hegðun okkar nálægt þeim? Það ekur enginn of hratt ef hraðamæl- ingar eru í gangi. Þá „verkjar í veskið“. Hraðinn er einn þáttur af mörg- um sem orsakavaldur slysa, sýnileg löggæsla er einn þáttur af mörgum til að minnka hraðann eða fækka ölvunar- og fíkniefnaakstri. Það er full þörf á að breyta þeirri menningu og gildum að umferðin taki stærsta tollinn. Að breyta viðhorfi eða menningu Eftir Smára Sigurðsson Smári Sigurðsson » Yfir 200 manns lét- ust eða hlutu alvar- legan skaða í umferð- arslysum á síðasta ári. Höfundur er formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.