Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 22

Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ámbl.is var ígær sagtfrá nýrri rannsókn sem gef- ur vísbendingar um að tungumálið aðgreini börn á leikskólum. Þau sem tali ekki íslensku séu síður gjaldgeng í leik með hinum. Skýringin var alls ekki óvild, en það þarf ekki að koma á óvart að tungu- mál geti í senn sameinað og sundrað. Þeir sem ekki geta talað saman eru síður líklegir til að ná saman, hvort sem er í leik eða starfi og hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Dagur íslenskrar tungu, sem viðeigandi er að haldinn sé hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, er ágæt áminning um mikilvægi íslenskunnar og þýðingu henn- ar fyrir þjóðina. Miklu skiptir að börnum sé kennd íslenska og gildir það jafnt um þau börn sem eiga íslensku að móðurmáli og hin. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að góð móðurmálskennsla fari fram í skólakerfinu. Fleira þarf til svo að hægt sé að halda því fram að við leggjum rækt við tunguna. Yf- ir okkur flæðir erlent efni, einkum enskt, og stundum virðist enskan vera að taka yf- ir, svo sem þegar genginn er Laugavegurinn eða vafrað um vefinn. Ekki er sjálf- gefið að Íslend- ingum takist að verja tunguna, þó að það hljóti að vera vilji sérhvers manns. Málsvæðið er lítið og framleiðsla á íslensku efni eft- ir því óhagkvæm í eðli sínu. Þess vegna hafa verið kynnt áform um aðgerðir til að styðja við íslenska bókaútgáfu, en hún hefur átt undir högg að sækja árum saman í erfiðri samkeppni, meðal annars frá útlöndum. Sú samkeppni er ekki síður hörð þegar kemur að fjöl- miðlum. Þeir þurfa daglega að takast á við erlenda risa, svo sem Facebook og Google, sem eru alvarleg ógn við íslenska fjölmiðla. Ljóst er að án öflugra inn- lendra fjölmiðla stæði íslensk- an mun hallari færi. Íslenskir fjölmiðlar eru í reynd ein meg- inforsenda þess að íslenskan fái þrifist. Þess vegna er brýnt að þau áform ríkisvaldsins að ráðast í aðgerðir til að treysta rekstrarumhverfi einkarek- inna fjölmiðla nái fram að ganga. Staðreyndin er sú að íslenskunni þarf að halda á loft alla daga, ekki aðeins 16. nóv- ember. Fátt er líklegra til ár- angurs í þeim efnum en öflugir íslenskir fjölmiðlar. Á degi íslenskrar tungu er ágætt að leiða hugann að þýðingu fjölmiðla} Fjölmiðlar á íslensku Björn Hall-dórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, var í viðtali hjá Ríkisútvarpinu á dögunum og ræddi þar um plastúrgang. Þar kom fram að hann telur að bann við plasti hér á landi sé ekki rétta leiðin til að minnka úrgang. Það að beina athyglinni að plastpok- um byggist fremur á tilfinn- ingum en staðreyndum. Hér hafa verið uppi hug- myndir um að banna einnota plast, eins og fram kemur í fréttaskýringu hér á síðunni. Þar með taldir eru plastburð- arpoka sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum upp á, gegn allnokkru gjaldi að vísu, sem dregur vitaskuld úr óþarfri notkun. Björn segir að það að ætla að hætta að nota slíka poka byggist að mörgu leyti á mis- skilningi. Margs konar aðra mengun en útblástur þurfi að skoða, svo sem áhrif á óson- lagið, eiturefnaáhrif, jóna- geislun, ryk í lofti, súrnun jarðvegs, efnamengun og fleira. Þegar horft sé á heild- armyndina komi í ljós að lífrænan poka úr bómull þurfi að nota 20.000 sinnum til þess að menga á við plastpoka. Ef notaður sé fjölnotapoki úr venjulegri bómullarræktun, það er að segja ekki lífrænni, þurfi að nota hann 7.100 sinn- um. Þetta eru sláandi tölur og sýna að málið er ekki einfalt. Það þýðir þó ekki að plast- notkun í heiminum sé ekki mikil og skapi vanda. En vandinn er ekki innkaupapok- ar hér á landi, eftir því sem framkvæmdastjóri Sorpu seg- ir. Hann bendir á að 80-95% af öllu plasti í hafinu komi úr átta ám í Afríku og Asíu. Þar sé meðhöndlun sorps óvið- unandi og þess vegna fari ein- nota umbúðir ekki í ruslið en endi í sjónum. Íslendingar byggja afkomu sína að stórum hluta á hafinu og hafa ríka hagsmuni af því að hafinu sé haldið hreinu. Að sögn framkvæmdastjóra Sorpu er bann við plastnotkun hér á landi þó ekki liður í því. Plastpokabann er misskilningur, að sögn framkvæmda- stjóra Sorpu} Betra að byggja á staðreyndum S tjórnarliðar hafa sumir hverjir ver- ið í harðri varnarbaráttu vegna fjárlaga næsta árs. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra hefur látið hafa eftir sér að gagnrýni á ríkisrekstur ríkisstjórn- arinnar sé bara byggð á misskilningi. En Bjarni dró í land með misskilningsbrigslin þegar m.a. fulltrúar Öryrkjabandalags Ís- lands og Þroskahjálpar höfðu brugðist við nýjustu vendingum hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er fjárveiting til öryrkja hafði dregist saman um 1.100 milljónir króna frá því sem áður hafði verið lofað. Dró Bjarni þá í land og fór að tala um að gagnrýnendur á fjár- málastefnu ríkisstjórnar væru að tala gjald- miðil niður og verðbólgu upp! Bíðum nú við. Gjaldmiðillinn okkar hefur því miður verið í frjálsu falli allt frá því ríkisstjórnin tók við og hefur verðbólgan sömuleiðis stigið. Þetta hefur ekkert með umræðu um fjárlög að gera heldur tókst ís- lensku krónunni þetta alveg af sjálfsdáðum, eins og svo oft áður á kostnað almennings. Hlutverk stjórnvalda, þar á meðal Bjarna, er að tryggja hvort tveggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika. Fjárlagafrumvarpið tryggir því miður hvor- ugt þrátt fyrir fögur fyrirheit. Hvorki á að ráðast í nauð- synlegar fjárfestingar í innviðum, svo sem samgöngum, velferðarkerfi, húsnæðiskerfi eða réttarvörslukerfinu svo dæmi sé tekið né í nauðsynlega tekjuöflun, svo sem með hátekjuskatti og auðlindagjöldum, þar á meðal veiðigjaldi af okkar sameiginlegu eign. Hvað varðar tekjuhliðina skilar ríkisstjórnin auðu þrátt fyrir augljósa þörf fyrir að afla rík- issjóði fjár. Hún skilar líka auðu varðandi sí- kvikan gjaldmiðil. Það sem vakið hefur hvað mesta athygli síðustu daga er lækkun ríkisstjórnar á fram- lagi til þeirra sem hvað mest hafa þurft að berjast fyrir lífinu. Lækka á framlag til ör- yrkja frá því sem áður hafði verið lofað um 1.100 milljónir króna. Þetta er enginn mis- skilningur því tölurnar eru skýrar. Það að fela áframhaldandi óréttlæti stjórnvalda gagnvart þessum hópi á bak við það að félags- málaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hafi ekki lokið við kerfisbreytingu er í hæsta máta ósvífið. Sé vilji hjá stjórnvöldum til að gera betur við þennan hóp sem augljóslega hefur orðið eftir í lífsgæðum á landinu er hægðarleikur að láta kerfisbreytinguna gilda frá 1. janúar 2019 þó að kerfisbreyting komi ekki til framkvæmda fyrr en hún er að fullu sköpuð síðar á árinu. Þá er jafnframt hægð- arleikur að láta umrætt fé einfaldlega renna í það nauð- synlega verk að afnema krónu á móti krónu skerðingu sem þessi hópur einn þarf að sæta. Það er enginn mis- skilningur að þessi hópur þurfi að berjast í bökkum. Það er hins vegar misskilningur að rétt sé að láta þennan hóp þurfa að bíða eftir réttlætinu eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gerir. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Allt einn stór „misskilningur“ Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sorpa sér ekki rökin fyrirbanni við notkun einnotahaldapoka úr plasti. Bann-ið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, að líkindum dýrara fyrir samfélagið, hafi neikvæð um- hverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Enginn hafi sýnt fram á að slíkt bann ætti að vera í for- gangi miðað við vistferilsgreiningu hinna ýmsu aðgerða eða að slíkt bann hafi einhver áhrif á viðhorf eða hegðan fólks við innkaup eða úrgangsmál. Kemur þetta sjónarmið fram í umsögn Sorpu við tillögur sam- ráðsvettvangs um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem skilað var til umhverfisráðherra og birtur er í samráðsgátt stjórnvalda. Ekki byggt á staðreyndum Ein af tillögum samráðsvett- vangsins til að draga úr notkun plasts er að banna burðarplast- poka í verslunum frá og með 1. janúar 2021. Þangað til verði engir plastpokar afhentir án endur- gjalds, skattur verði lagður á þá og fólk hvatt til að nota fjölnota poka. Þótt bannið eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir rúm tvö ár eru sumir stórmarkaðir búnir að ákveða að hætta notkun plastpoka. Í umsögn sinni vekur Sorpa athygli á því að í þessari tillögu og raunar öðrum einnig er ekki vitnað í neinar skýrslur, kannanir eða fræðigreinar um umfang meng- unar af völdum haldapoka úr plasti sem styðji þessa tillögu. Ekki sé heldur gerð nein tilraun til að meta umhverfisleg, efnahagsleg eða samfélagsleg áhrif slíks banns hér á landi. Tillagan virðist því eingöngu byggð á tilfinningum en ekki staðreyndum. Aðrir kostir verri Vakin er athygli á nýrri grein- ingu dönsku umhverfisstofnunar- innar þar sem borin eru saman áhrif innkaupapoka á ýmsa um- hverfisþætti, meðal annars lofts- lag, hættu á eitrun og efnaauðgun. Þar komi fram að venjulegir haldapokar úr plasti hafi minnst áhrif á umhverfið. Nefnt er að bómullarpoka þurfi að nota 7.100 sinnum til að umhverfisáhrifin jafnist út. Margnota innkaupapoka úr PolyPropylen (PP) þurfi að nota 52 sinnum og til að jafna plastpoka sem notaður er tvisvar þurfi að nota PP-pokann 104 sinn- um. Ýmsa aðra poka þurfi að nota mun oftar en líftími þeirra geti nokkurn tímann orðið. Svipaðar niðurstöður hafi komið út úr skýrslu sem breska umhverfis- stofnunin lét gera fyrir um áratug. Fólk þvingað í aðra poka Sorpa segir að haldapokar úr verslunum séu um það bil 0,6% af öllum úrgangi sem urðaður er í Álfsnesi. Bann við honum hafi nán- ast engin áhrif á magn úrgangs og telur Sorpa sérstakt að leggja slíkt til. Til viðbótar bendir byggða- samlagið á að fólk kaupi venjulega innkaupapoka gagngert til að end- urnota, undir úrgang frá heimilinu. Sú þörf fyrir plastpoka muni ekki minnka þótt haldapokar verði bannaðir. Verði bannið sett á verði íbúar þvingaðir til að kaupa aðra poka undir úrganginn og noti þá aðeins einu sinni, en ekki að minnsta kosti tvisvar eins og haldapokana. Notkun maíspoka og sterkjupoka séu verri lausn fyrir umhverfið. Samráðsvettvangurinn segir að kostnaður eigi ekki við, í rök- stuðningi fyrir tillögu sinni. Sorpa spyr: Er kostnaður sem lagður er á íbúann þessu óviðkomandi? Aðrir pokar hafa verri áhrif á umhverfi Morgunblaðið/Frikki Flokkun Innkaupapokar eru áberandi í heimilissorpi enda gjarnan endur- notaðir undir sorpið. Þeir eru 0,3% af öllum úrgangi hjá Sorpu. Forlagið stíg- ur skref til plastleysis í ár. Fyrir- tækið dregur mjög úr pökkun bóka inn í plast. Egill Örn Jóhannsson fram- kvæmdastjóri áætlar að að minnsta kosti 150 þúsund ein- tök verði seld án plasts í ár. Egill Örn segir að engum barna- og unglingabókum sé pakkað í plast og ekki heldur kiljum. Enn er þó talsverðu af öðrum bókum pakkað inn. Egill Örn segir að margar bækur séu keyptar til gjafa og enn þyki rétt að pakka þeim í plast. „Ég held þó að sú skoðun sé á undanhaldi. Vonandi er ekki langt í að allar bækur, eða velflestar, verði plastlausar,“ segir hann. Vonast hann til að ekki verði vandræði með skil á bókum sem ekki eru í plasti. Bækur breyti um lögum þegar þær eru not- aðar. Dregið úr pökkun í plast BÆKUR FORLAGSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.