Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  270. tölublað  106. árgangur  POTTUR INN STE FNIR Í 25 MILLJÓN ir LEIKURINNOKKAR ÞAGNIRNAR SKIPTA LÍKA MIKLU MÁLI ÁHORFANDINN TEKUR ÞÁTT Í VERKINU BÆKURNAR ERU EKKI AÐALATRIÐIÐ MARGRÉT HELGA 39 BÓKASÖFN 12JACKY TERRASSON 38 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sonur Hörpu Hildiberg Böðvars- dóttur hefur verið sprautufíkill í mörg ár en erfiðlega hefur gengið að komast í meðferðarúrræði. Vakti Harpa athygli á þessu úrræðaleysi sem foreldrar fíkla glíma við í um- ræðuhópnum Góða systir. Hún neyddist til að skilja fársjúkan son sinn eftir í sjoppu niðri í bæ vegna þess hann komst ekki að neins stað- ar. „Ég grét og grét og grét en ég get ekki tekið hann heim í svona ástandi,“ skrifar Harpa. Sprautaði sig á heimilinu Hún hleypti syni sínum inn á heimilið í september á þessu ári þeg- ar hann sat fyrir utan hjá þeim í ann- arlegu ástandi, illa til reika og grát- andi. „Ég gaf honum að borða og skipaði honum í sturtu en svo á með- an ég var að elda kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn á mínu heimili fyr- ir framan mig og bræður sína.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Harpa nauðsynlegt að ráðist verði í aðgerðir vegna biðlista fyrir með- ferðarúrræði hérlendis en biðlistar eru langir á langflestum stöðum. „Maður veit aldrei þegar maður sér hann hvort það sé í síðasta skipti,“ segir Harpa en undirskriftasöfnun stendur yfir til að þrýsta á frekari fjármögnun til að útrýma biðlistum. Úrræðaleysið algjört  Móðir sprautufíkils kallar eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að grynnka á biðlistum eftir meðferð  Neyddist til að skilja fársjúkan son sinn eftir í bænum MKallar eftir aðgerðum … »10 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu til- liti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Eng- inn hafi sýnt fram á að slíkt bann ætti að vera í forgangi miðað við vistferilsgreiningu hinna ýmsu að- gerða eða að slíkt bann hafi einhver áhrif á viðhorf eða hegðan fólks við innkaup eða úrgangsmál. Kemur þetta sjónarmið fram í umsögn Sorpu um tillögur sam- ráðsvettvangs um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem skilað var til umhverfisráðherra. Sorpa vitnar til nýlegrar danskr- ar rannsóknar á ýmsum gerðum innkaupapoka. Þar komi fram að venjulegir haldapokar úr plasti hafi minnst áhrif á umhverfið. T.d. þurfi að nota margnota innkaupapoka 52 sinnum til að jafna plastpoka og tvöfalt oftar ef pokinn er notaður tvisvar. »22 Pokarnir eru ekki svo slæmir Verslun Plastpokarnir eru gjarnan endurnýttir fyrir heimilissorp.  Sorpa gagnrýnir bann við haldapokum Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í 2:0- sigri á Íslandi í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í Brussel í gærkvöld. Þar með enduðu Íslendingar stigalausir í keppninni. Íslenska liðið var án margra lykilleikmanna í gær en stóð sig með sóma gegn efsta landsliði heimslistans. » Íþróttir AFP Án stiga eftir tap gegn besta landsliðinu  Matvæla- og lyfjastofnun Banda- ríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Notkun á rafrettum í Bandaríkj- unum hefur aukist um 78% á þessu ári meðal ungmenna. Einnig á að banna menthol-bragð í sígarettum. „Í raun kemur þetta ekki á óvart, miðað við hve búið er að þrýsta mik- ið á stjórnvöld að taka þessa ákvörð- un. Kannanir sýna að þetta er það sem meirihluti almennings vill,“ seg- ir Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðvísindum, við Morgun- blaðið en hún býr og starfar í Banda- ríkjunum. Hún var meðal fyrirlesara á fjöl- sóttu fræðslunámskeiði um raf- rettur sem Krabbameinsfélag höf- uðborgarsvæð- isins stóð fyrir ásamt fleirum. „Menn hafa komist að því að bragðefnin eigi stóran þátt í að unglingar ánetj- ist svo hratt raf- sígarettum eins og við verðum daglega vitni að. Bæði líta unglingar svo á að rafsíga- rettur séu ekkert óhollari en að fá sér nammi og síðan koma bragð- efnin í veg fyrir að börnin finni óþægindin af sjálfum nikótínvökv- anum,“ segir Lára. Hún segir fyrirkomulagið í dag, að börn og unglingar geti án eftirlits keypt sér rafrettur á netinu, ekki hafa reynst farsælt. „Við höfum oft heyrt dæmi þar sem börn niður í 12 ára kaupa þetta á netinu.“ »16 Leggja til bann á rafrettum gegnum netið  Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgun- blaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein um- sóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Að öðru leyti er hér horft til miðborgarinnar. Samantektin náði til umsókna sem byggingarfulltrúi afgreiddi frá áramótum. Síðan þá hafa margir staðanna verið opnaðir. Samkeppnin í veitingageiranum í miðborginni hefur farið harðnandi. Veitingageirinn á því mikið undir að ferðamönnum fækki ekki. Helst þyrfti ferðamönnum að fjölga til að fjárfestingin stæði undir sér. Veik- ing krónu gæti örvað eftirspurnina. Aðgangur að fjármagni gæti líka haft áhrif á hvaða staðir lifa af. Með öllum þessum stöðum breyt- ast margar götur í miðborginni. Til dæmis mun Hverfisgatan festa sig í sessi sem veitingagata. Það sama má segja um Grandagarð. Slíkur fjöldi veitingastaða út- heimtir mörg hundruð manna starfslið. Vitnar það um þá hags- muni sem veitingageirinn hefur af því að ekki verði bakslag í ferða- þjónustu. baldura@mbl.is »4 Fjöldi veitingastaða í pípunum í borginni Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Horft úr Hallgrímskirkjuturni. Ferðaþjónustan hefur breytt miðbænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.