Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Stóll á snúningsfæti
í ítölsku nautsleðri
75 cm á breidd
Verð frá 120.000 kr.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert djarfur og tekur þeim
áskorunum sem lífið hefur upp á að bjóða.
Slíkur er máttur hins jákvæða hugarfars.
Gættu þess samt að sýna fyrirhyggju.
20. apríl - 20. maí
Naut Vertu opinn fyrir ráðleggingum vina
þinna í dag. Treystu sjálfum þér til að tak-
ast á við aðstæður en hlustaðu samt á
aðra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að taka þér tak og
koma skipulagi á líf þitt því ringulreið
veldur þér og öðrum miklum vandræðum.
Byggðu þig upp fyrir framtíðina.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú verður beðinn að taka á þig
aukna ábyrgð og leiða hópinn. Farðu var-
lega og þá mun þér farnast vel því þú hef-
ur hæfileika til þess að komast áfram.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nánustu sambönd þín skipta þig
óvenjumiklu máli þessa dagana. Flottasta
fólkið kann að meta félagslega hæfni þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gefðu þér því góðan tíma við úr-
lausn snúins verkefnis svo þú komist hjá
mistökum, sem kunna að verða þér alltof
dýr.
23. sept. - 22. okt.
Vog Samskipti þín við samstarfsmenn
þína krefjast óvenjumikillar þolinmæði í
dag. Farðu þér hægt því sjálfselska mun
leiða þig í ógöngur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það bíða allir eftir ákvörðun
þinni og þú getur ekki endalaust hafst við
í einskismannslandi. Smátafir kunna að
ergja þig en niðurstaðan verður þér hag-
stæð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Áberandi vöntun er á stundvísi
meðal fjölmargra þinna nánustu. Ekki
blanda þér í átök innan fjölskyldunnar í
dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér kann að finnast þú umset-
inn svo þú eigir erfitt með að gera nokk-
urn skapaðan hlut. Láttu ekki rugla þig í
ríminu. Eftir einn til tvo daga verður útlitið
mun betra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hikaðu ekki við að setja þínar
eigin þarfir í forgang í dag. Skapandi verk-
efni eru upplögð og ekki vitlaust að taka
sér frí.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að breyta ákveðnum að-
stæðum þér í hag. Sýndu sveigjanleika og
þá mun rætast úr öllu saman. Sjálfstraust
er allt sem til þarf.
Það vakti nokkra athygli þegarGuðni Ágústsson fékk forystu-
gimbur úr Þistilfirði í flugi frá
Húsavík. Móðir hennar er Slydda
Skúla Ragnarssonar á Ytra-Álandi
og faðir Strumpur frá Jóhannesi
Sigfússyni á Gunnarsstöðum, en
hann er orðinn æðsti Strumpur á
kynbótastöðinni, mikil forystukind.
Gimbrin kom með flugfélaginu
Erni og gaf framkvæmdastjóri
þess, Hörður Guðmundsson, henni
nafnið Flugfreyja. Eins og við var
að búast fór þetta ekki fram hjá
hagyrðingum. Pétur Pétursson
orti:
Forystukind með fínan lit
forðast að vera í högum kyrr.
Hún fyrir Guðna hefur vit
en hefði betur komið fyrr.
Og Hjálmar Freysteinsson kvað:
Öllu lyftir á æðra plan
úrbótum lofar hröðum
nýja framsóknarforystan
fengin úr Gunnarsstöðum.
Ég hitti karlinn á Laugaveginum
og sagði honum þessi tíðindi. Hann
kastaði höfðinu lítið eitt aftur á bak
til vinstri eins og hans er vandi og
sönglaði:
Annt er Guðna um forystufé.
Á Flugfreyju ber lof með stolti
enda þótt hún ekki sé
undan honum Pjakki’ í Holti.
Nú er rétt að rifja upp að Halldór
Pálsson búnaðarmálastjóri taldi
Pjakk afbragð annarra hrúta og
fékk annan framfótlegginn í gjöf
sextugur. Þetta skýrir vísu karlsins
og þingvísu, sem ég orti um Stein-
grím J. Sigfússon og hefur áður
komið í Vísnahorni:
Var í Holti hrútur vænn
en hann er dauður.
Steingrímur er stundum grænn
og stundum rauður.
Enn gat ég um hrútinn Pjakk í
ljóði:
Sóley í varpa brosir blítt
það biðlar til hennar löngum
hálsmjór fífill með hárið strítt
og hefur grátt í vöngum.
Bæjarlækur og burstir tvær.
Barn að skoða sínar tær.
Hrúturinn Pjakkur, hornótt ær.
Gunnar J. Straumland yrkir á
Boðnarmiði:
Ef heimsmynd er önnur en hefurðu þráð
hollráð ég gef með sanni:
Ef breyta vilt heiminum best er það ráð
að byrja í eigin ranni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Forystukind og
hrúturinn Pjakkur
Í klípu
„KANNSKI GET ÉG LAGAÐ HANN
SJÁLF. ÉG ER MEÐ MJÖG GOTT
FJARLÆGÐARSKYN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÆI, NEI! ÉG HEF BROTIÐ NÖGL.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hver
dagur er eins og
Valentínusardagur.
AÐ GEFAST
UPP
ÞAÐ ER ALDREI
OF SEINT …
HÉRNA ER
BEINIÐ SEM ÞÚ
BAÐST UM!
TAKK! NÚ SKAL
ÉG GRÓÐUR-
SETJA RÓSA-
RUNNANN!
Víkverji brá sér út fyrir bæjar-mörkin í vikunni og andaði að sér
fersku sjávarlofti. Það gerði honum
virkilega gott.
x x x
Það er alltaf gott að komast út áland; teyga í sig hreina loftið, finna
nándina í samfélaginu og komast á
milli staða nær óhindrað af öðrum bíl-
um. Geta brugðið undir sig betri fæt-
inum, hlaupið á milli staða og afrekað
alveg ótrúlega mikið á stuttum tíma.
x x x
Víkverji er nefnilega landsbyggð-armaður, já eða -kona eftir því
hvernig á það er litið. Víkverji þarf
reglulega að fara út á land og hlaða
batteríin og það er hvergi betra að
gera en við sjóinn, soga í sig brim-
hljóðið, anda að sér þaralyktinni og
finna sterkt fyrir kröftum náttúrunn-
ar.
x x x
Það eru forréttindi að alast upp úti álandi í sterku návígi við náttúruna,
í nánum tengslum við aðra bæjarbúa
og finna þegar á þarf að halda hvernig
bæjarfélagið tekur utan um þá sem
eiga erfitt.
x x x
Það getur líka verið erfitt að búa útiá landi þar sem návígið er mikið.
Minnsta yfirsjón á allra vörum og
gleymist jafnvel seint eða aldrei. Það
er mikill ókostur þegar fólk er meira
að róta í garði annarra en taka til í sín-
um eigin. Oft er það svo að enginn er
spámaður í sínu föðurlandi og ein-
staklingar blómstra fyrst eftir að þeir
breyta um umhverfi og verða jafnvel
vinsælir og eftirsóttir þegar þeir eru
fluttir burt.
x x x
Það hefur sína kosti að búa í stórusamfélagi. Þar er hægt að týnast í
fjöldanum, syngja hástöfum í bílnum á
rauðu ljósi og jafnvel bora í nefið ef
umferðin er lítil. En það getur auðvit-
að verið einmanalegt að flandra um
borgina og heilsa engum eða taka
spjall um daginn og veginn.
Niðurstaða: Það er gott að búa úti á
landi og það getur líka verið gott að
búa á höfuðborgarsvæði.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er
hreint, skjöldur er hann öllum sem
leita hælis hjá honum.
(Sálm: 18.31)