Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018
16. nóvember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.57 125.17 124.87
Sterlingspund 160.91 161.69 161.3
Kanadadalur 94.06 94.62 94.34
Dönsk króna 18.8 18.91 18.855
Norsk króna 14.599 14.685 14.642
Sænsk króna 13.65 13.73 13.69
Svissn. franki 123.25 123.93 123.59
Japanskt jen 1.0925 1.0989 1.0957
SDR 171.81 172.83 172.32
Evra 140.31 141.09 140.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.1502
Hrávöruverð
Gull 1197.55 ($/únsa)
Ál 1930.0 ($/tonn) LME
Hráolía 65.62 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Fiskafli íslenskra skipa í október
nam 113,7 þúsund tonnum sem er
litlu minna en á sama tíma í fyrra er
aflinn nam 114 þúsund tonnum.
Þetta kemur fram í frétt á vef Hag-
stofunnar. Botnfisksafli var 8% meiri
í október í ár en í fyrra og nam 46
þúsund tonnum. Af botnfiskteg-
undum nam þorskaflinn 26,8 þúsund
tonnum. Þá veiddust 7,3 þúsund
tonn af ufsa sem er rúmlega tvöfalt
meiri afli en í október 2017 er tonnin
voru rúmlega 3500.
Uppsjávarafli nam rúmum 64 þús-
und tonnum og var 6% minni en í
október í fyrra. Uppsjávaraflinn var
að megninu til síld sem nam 59 þús-
und tonnum. Makríll nam 2 þúsund
tonnum og var 45% minni en í októ-
ber í fyrra. Heildarafli á 12 mánaða
tímabili frá nóvember 2017 til októ-
ber 2018 var tæp 1.253 þúsund
tonn sem er 7% aukning miðað við
sama tímabil ári fyrr. Verðmæti afla í
október metið á föstu verðlagi var
10,5% meira en á sama tíma í fyrra .
Fiskafli íslenskra skipa
á pari við október í fyrra
STUTT
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Reykjavík Food Festival, eða Beik-
onhátíðin á Skólavörðustíg, eins og
hátíðin hét lengi vel, mun stækka
verulega á næsta ári ef fram fer sem
horfir. „Við erum búnir að semja við
Reykjavíkurborg um að breyta
þessari hátíð í Reykjavik Food
Festival, og því mun fylgja mun
meiri fjölbreytni. Við munum líka
færa hátíðina fram í september, sem
þýðir að þetta verður meiri upp-
skeruhátíð. Auk þess er það gjarnan
þannig að við fáum oft betra og
stilltara veður á þeim árstíma en um
sumarið,“ segir einn af forsprökkum
hátíðarinnar Jóhann Jónsson, mat-
reiðslumaður og eigandi Ostabúðar-
innar á Skólavörðustíg, eða Jói í
Ostabúðinni eins og hann er jafnan
kallaður, í samtali við Morgunblaðið.
Jóhann segir að stefnt sé að því
að halda hátíðina á þremur stöðum á
næsta ári, á Hlemmi, Skólavörðustíg
og úti á Granda.
Lambakjöt á Hlemmi
„Hugmyndin er að þetta verði
svipað og verið hefur á Skólavörðu-
stígnum, með beikon og tilheyrandi,
svo verða fiskréttir og hugsanlega
vegan-réttir á Granda, og svo á
Hlemminum verði boðið upp á kjöt-
rétti úr lambakjöti m.a.,“ segir Jó-
hann.
Hann segir að viðræður standi nú
yfir við hugsanlega samstarfsaðila.
„Við viljum fá landbúnaðinn og
sjávarútveginn meira með okkur í
þetta. Einnig höfum við átt í við-
ræðum við Samtök atvinnulífsins.“
Jóhann segir að birgjar hafi stað-
ið þétt við bakið á hátíðinni und-
anfarin ár, sem og Bændasamtökin.
„Núna þegar við erum komnir
með svona góðan samning við borg-
ina verður eftirleikurinn auðveld-
ari.“
Til nánari útskýringar segir Jó-
hann að stefnan sé sett á að selja
ótal tegundir af réttum frá „fullt af
veitingastöðum“ á hátíðinni, eins og
hann orðar það. Sett verði upp
matartorg, og uppskeran borin á
borð. „Allur ágóði mun svo renna til
góðs málefnis, eins og alltaf hefur
verið á beikonhátíðinni.“
Stefnt á tveggja daga hátíð
Hugmyndin með hátíðinni er
einkum að sögn Jóhanns að gera ís-
lensku hráefni hátt undir höfði. „Það
er mikill straumur útlendinga hing-
að til lands í september, hann er
ekkert að minnka.“ Hátíðin mun
standa í einn dag á næsta ári, en
stefnt er að því í framtíðinni að hafa
hana í tvo daga, að sögn Jóhanns.
Spurður að því hvort að hátíðin sé
að erlendri fyrirmynd, segir Jóhann
að hann hafi sem dæmi farið á truff-
luhátíð á Ítalíu í fyrra. „Þar var
saman kominn ótrúlegur fjöldi fólks
í litlu þorpi, og stemmningin var
gríðarleg.“
Aðsókn á Beikonhátíðina hefur
alltaf verið góð, en mest var aðsókn-
in fyrir fjórum árum að sögn Jó-
hanns. „Samkvæmt talningu lög-
reglunnar þá fóru 50 þúsund manns
um Skólavörðustíginn á fjórum
klukkutímum.“
Stærri beikonhátíð á
þremur stöðum í borginni
Hátíð Beikonpresturinn John Whiteside, stofnandi United Church of Bacon, mætti á Beikonhátíðina í sumar.
Matur um alla borg
» Beikonhátíðin heitir núna
Reykjavik Food Festival.
» Verður haldin á Hlemmi,
Skólavörðustíg og Granda.
» Fyrsta beikonhátíðin haldin
árið 2011.
» 50 þúsund sóttu hátíðina
árið 2014.
» Jói verið með frá byrjun.
» Systurhátíð Blue Ribbon
Bacon Festival í Des Moines.
Viðræður standa yfir við Samtök atvinnulífsins Vegan, fiskur og kjöt
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
VELKOMIN Í
URÐARAPÓTEK
● Íslandsbanki og Arion banki spá báð-
ir hækkun neysluverðs í nóvember,
samkvæmt nýjum greiningum. Íslands-
banki gerir ráð fyrir 0,3% hækkun milli
mánaða en Arion banki spáir 0,35%
hækkun frá fyrri mánuði.
Í greiningu sinni segir Íslandsbanki
að miðað við spána þá aukist verðbólg-
an úr 2,8% í 3,3% í nóvember. „Verð-
bólguhorfur til næstu ársfjórðunga hafa
að mati okkar versnað lítillega vegna
gengisveikingar krónunnar og útlits fyr-
ir meiri hækkun launa á næsta ári en
áður var vænst,“ segir bankinn.
Arion banki segir helstu áhrifaþætti á
vísitölu neysluverðs til hækkunar í nóv-
ember vera nánast alla undirliði aðra en
eldsneyti og flugfargjöld til útlanda.
Bankar spá hækkun verðbólgunnar milli mánaða