Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 10
núna og bara það að vita af honum á götunni gerði mig alveg skelfilega hrædda. Síðast þegar hann var hérna heima sprautaði hann sig ein- mitt og ég þurfti að hringja á sjúkrabíl. Maður veit aldrei þegar maður sér hann hvort það sé í síð- syni sínum og kvíðann hafa gríð- arleg áhrif á sig og fjölskylduna og hún viti aldrei hvort það skiptið sem hún sér son sinn sé það síð- asta. „Hann er náttúrlega að horfa á þá sem voru með honum í með- ferð og félaga sína vera að falla 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 Alls höfðu 20.363 skrifað undir hjá undirskriftar- söfnun Ákall.is í gærkvöldi. „Við biðjum stjórnvöld að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu. Það er ekki dýrt en afar dýrmætt,“ segir á vefsíðunni. „Við biðjum stjórnvöld að auka þegar í stað árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi um 200 milljónir til að útrýma biðlista eftir áfengis- og vímuefnameðferð. Það kostar ekki meira að leysa bráðasta vandann.“ Er skorað á stjórnmálamenn allra flokka að sam- einast um þetta verkefni svo fagfólk geti barist við þessa fíknisjúkdóma sem eru orðnir ein alvarlegasta heilbrigðisvá sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. „Ekki dýrt en afar dýrmætt“ AKALL.IS VIÐTAL Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Í dag skildi ég fársjúkan son minn eftir í sjoppu niðri í bæ þar sem ég fór með hann til að gefa honum hamborgara. Hann fékk ekki að koma inn á Vog því fyrrverandi kærasta hans er þar. Þau eru reyndar mjög góðir vinir og ekkert drama orðið þar! Hann er mjög langt leiddur sprautufíkill og við reyndum að koma honum inn á 33A [fíknigeðdeildin] en þar er allt fullt. Ég skildi hann eftir í þessari sjoppu og settist inn í bíl og gjörsamlega brotnaði saman. Ég grét og grét og grét en ég get ekki tekið hann heim í svona ástandi.“ Svona skrifar Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir á umræðuhópnum Góða systir um veruleika sinn sem foreldri með barn í neyslu. „Sonur minn er orðinn 35 ára og ég búin að standa í þessu í 19 ár. Þetta er búið að vera í gangi í mörg ár, maður hefur staðið í þessum sporum mjög oft,“ segir Harpa í samtali við Morgunblaðið. Hún segir ómögulegt að hafa son sinn inni á heimilinu því það verði allir eins og fangar á eigin heimili, fyrir utan það að líferni hans á ekki heima inni á venjulegu heimili. Koma að lokuðum dyrum Hún segir biðina eftir meðferð hér á landi vera ólíðandi. „Því þú vilt komast inn núna og ert tilbúinn í það núna svo kemur öll þessi bið og þá tekur ekkert nema dópið við. Svo þegar það kemur að því að fara í meðferð eru þau kannski ekki tilbúin þá og hlaupa út. Þetta er náttúrlega eilíf barátta.“ Hún segir að starfsfólk Vogs hafi reynt að koma honum inn á 33A, sem er fíknigeðdeildin, en þar sé einnig allt fullt. „Það er bara alltof lítið af lausnum og alltof lítið af plássum,“ segir Harpa. Samkvæmt Ákall átakinu þá eru 138 rúmpláss fyrir áfengis- og fíkni- efnasjúklinga á Íslandi árið 2018. Það eru jafn mörg pláss og árið 1978 en landsmönnum og fíklum fjölgað mikið síðan þá. Um 600 manns eru að jafnaði á biðlista eftir meðferð á Vogi. Taka þarf við átta á hverjum degi, í stað sex, til að út- rýma þessum biðlista. Úrræðaleysið algjört Harpa hleypti syni sínum inn á heimilið í september á þessu ári en þá sat hann fyrir utan heima hjá þeim í annarlegu ástandi, illa til reika og grátandi. „Ég gaf honum að borða og skip- aði honum í sturtu en svo á meðan ég var að elda kvöldmatinn þá sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn á mínu heimili fyrir framan mig og bræður sína,“ skrifar Harpa í færslu sinni. Hún segir því ómögulegt að hafa son sinn á heimilinu en úrræðaleysið sé algjört. „Það er bara ekki hægt, ég á aðra stráka hérna heima en systir hans býr annars staðar. Þetta er bara búið að taka svo ofboðslegan toll af fjölskyldunni að hún er búin á því. Yngsti sonur minn er 18 ára og þetta er búið að ganga á síðan hann fæddist.“ Þetta skipti það síðasta? Sonur Hörpu hefur verið í neyslu síðan um aldamótin og sprautufíkill síðan 2010. „Það er bara skelfilegt þegar þú ert kominn út í það. Það er svo erfitt að komast úr því. Þetta eru svo ofboðslega mikil veikindi.“ Harpa segir eilífðaráhyggjurnar af asta skipti. Það er sá kvíði. Yfirleitt þegar ég sé ókunnug símanúmer þá get ég ekki svarað þeim en ég ákvað að svara núna. Maður verður bara að vera sterkur.“ Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að fleiri hefðu látist af völd- um fíknar í ár en allt síðasta ár. Alls hafa 27 manns yngri en 39 ára úr gagnagrunni SÁÁ látist á fyrstu 10 mánuðum ársins. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráða- deild Landspítalans, sagði að um faraldur fíknisjúkdóma væri að ræða. Aðgerðir ættu að vera forgangsmál stjórnvalda Sonur Hörpu fékk að vita að hann kæmist í meðferð í dag en hann fær forgang meðal annars vegna þess hve alvarleg neysla hans er. „Hann fær allavega einn séns held ég en það kemur alltaf bakslag hjá þessum greyjum. Það er spurn- ing hversu lengi þau halda sér edrú,“ segir Harpa og bætir við að aðgerðir í þessum málaflokki ættu að vera í forgangi hjá stjórnvöldum. Hún segist þakklát fyrir þá athygli sem færslan hennar fékk og fjölg- aði undirskriftunum á síðunni akall- .is en þar getur fólk skrifað undir til að þrýsta á stjórnvöld til að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi um 200 milljónir til að útrýma biðlistum. „Vogur þarf fjármagn til að grynnka á biðlistum og til að geta kynjaskipt því það er alls ekki boð- legt að hafa þetta svona, taka eitt líf fram yfir annað,“ ritar Harpa að lokum og hvetur jafnframt fólk til að skrifa undir ákallið á akall.is, „fyrir þau sem eru að bíða þarna úti í kuldanum í eymd og vonleysi og fyrir okkur fjölskyldurnar sem erum að bugast úr áhyggjum og sorg.“ Kallar eftir aðgerðum stjórnvalda  Móðir neyddist til að skilja son sinn eftir í neyslu úti á götu vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum  Biðlistar hjá öllum  Segist aldrei vita hvort það skiptið sem hún sér son sinn sé það síðasta Morgunblaðið/Hari Móðir Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill síðan 2010. Hún segir eilífðaráhyggjur og kvíða hafa haft mikil áhrif á hana í gegnum árin. Erfiðlega hefur gengið að komast að meðferðarúrræðum. Fíkniefnafaraldur » 27 manns yngri en 39 ára úr gagnagrunni SÁÁ hafa látist það sem af er ári. » Um 600 manns á biðlista eftir meðferðarúrræði. » 138 rúmpláss fyrir fíkla- og áfengissjúka á Íslandi. Sami fjöldi og árið 1978. » Akall.is safnar undirskriftum til að auka framlög ríkisins til sjúkrahússins á Vogi. Gildi-lífeyrissjóður www.gildi.is Sjóðfélagafundur 2018 Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 28. nóvember kl. 17:00 Dagskrá: Staða og starfsemi Gildis Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hluthafastefna og stefna um ábyrgar fjárfestingar Innsýn í innlendar fjárfestingar Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Innsýn í erlendar fjárfestingar Guðrún Inga Ingólfsdóttir, eignastýringu Gildis 1. 2. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs 20% afsláttur af hreinsun/ þvotti á gluggatjöldum út nóvember Traust og góð þjónusta í 65 ár Álfabakka 12, 109 Reykjavík • s 557 2400 • www.bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.