Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 FÖSTUDAGINN 16. NÓV DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU 20.00 Hvar stöndum við hundrað árum síðar? Hvaða heilræði gefur forseti Íslands á þessum tímamótum? Hvað veit unga kynslóðin um fortíðina? Í þættinum Framtíð í ljósi fortíðar ræða þekktir einstaklingar um þróun samfélagsins í 100 ár. Dregin er upp mynd af árinu fræga 1918 og leiðtoganum Jóni Sigurðssyni. Guðni Th. Jóhannesson gefur innsýn í starf forseta Íslands og hvernig það hefur þróast. Ekki missa af lifandi þætti, sem spannar eina öld í sögu þjóðar. Umsjón: SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR ÍSLAND HEFUR VERIÐ FULLVALDA ÞJÓÐ Í 100 ÁR. Nýr og glæsilegur undirvefur við- skiptavefs mbl.is, í samstarfi við lánshæfismatsfyrirtækið Credit- info, var tekinn í notkun á mið- vikudag. Tilefnið er vottun Credit- info á framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2018 en listinn með þeim fyrirtækjum var fyrst birtur á miðvikudag með viðhöfn í Hörpu. Öll viðtölin á vefnum Á vefnum má lesa 29 viðtöl í heild sinni við fulltrúa framúrskar- andi fyrirtækja ársins 2018 sem einnig var fjallað ítarlega um í 96 síðna sérblaði Morgunblaðsins sem kom út í gær. Þar er einnig að finna rekstrarupplýsingar um þau stóru, meðalstóru og litlu fyrirtæki sem hlutu vottunina Framúrskar- andi fyrirtæki árið 2018 frá Cre- ditinfo en samtals voru fyrirtækin á listanum í ár 857. Upplýsingar um stærðarflokk fyrirtækjanna, aðsetur, atvinnugrein, fram- kvæmdastjóra, eignir, skuldir, eig- ið fé, eiginfjárhlutfall, ásamt upp- lýsingum um hversu oft viðkomandi fyrirtæki hefur verið á listanum frá upphafsári hans árið 2010, má finna á vefnum. peturhreins@mbl.is Vefur Allar helstu upplýsingar um þau fyrirtæki sem hlutu vottunina Fram- úrskarandi fyrirtæki frá Creditinfo má finna á vefnum auk 29 viðtala. Framúrskarandi undirvefur í loftið  Nýr Creditinfo-undirvefur á mbl.is Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Flugvélaframleiðandinn Boeing hef- ur upplýst Icelandair um að mögu- lega hafi afstöðuskynjari vélar Lion Air gefið frá sér mælingar sem gert hafi flugmönnum hennar erfitt um vik að stýra henni. Þetta upplýsir Icelandair í svari til Morgunblaðs- ins. Enn virðist þó margt á huldu um ástæður þess að glæný vél af gerðinni Boeing 737MAX, vél Lion Air fórst á Jövuhafi, aðeins 13 mín- útum eftir flugtak hinn 29. október síðastliðinn. Með vélinni fórust 189 manns. Sem stendur er talið að skynjarar vélarinnar hafi misreiknað stöðu vélarinnar í lofti og beint nefi henn- ar niður með þeim afleiðingum að hún lækkaði flugið gríðarlega hratt. Flugmönnunum hafi ekki tekist að ná stjórn á vélinni, þrátt fyrir að hafa tekið hana af sjálfstýringu. „Flugmenn hafa þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum og flugfélög voru hvött til þess að minna flugmenn á handbækur og annað efni til upprifjunar og Ice- landair hefur gert það,“ segir í fyrr- greindu svari. Forsvarsmenn samtaka flug- manna í Bandaríkjunum hafa á um- liðnum dögum lýst miklum áhyggj- um af stöðu vélanna í kjölfar slyssins. Þannig sagðist Dennis Taj- er, sem flýgur 737-vélum fyrir Am- erican Airlines, í samtali við Fin- ancial Times, að flugmenn hefðu ekki fengið þjálfun til að bregðast við aðstæðum sem þessum. Sömu áhyggjum lýsti Jon Weaks, sem stýrir samtökum flugmanna sem fljúga fyrir Southwest Airlines, í samtali við fréttaveitu Bloomberg. Morgunblaðið leitaði til Ingvars Tryggvasonar, formanns öryggis- nefndar Félags íslenskra atvinnu- flugmanna. Sagði hann að nefndin vildi ekki tjá sig um stöðu mála eins og sakir stæðu. Hins vegar benti hann á að ef eftirlitsaðilar teldu hættu á ferðum myndu þeir kyrr- setja vélar af þessari tegund. „Það er IASA, Evrópska flugör- yggisstofnunin sem hefur það eft- irlit með höndum hér á landi.“ Icelandair hefur þrjár Boeing 737MAX-vélar í flota sínum sem teknar voru í notkun í ár. Á nýju ári munu sex slíkar vélar bætast í flot- ann. Fylgist með framgangi rannsóknarinnar  Icelandair tekur sex 737MAX-vélar í notkun á nýju ári Morgunblaðið/Árni Sæberg Boeing MAX-vélarnar eru ný kynslóð 737-véla. Fyrstu vélarnar voru tekn- ar í almenna notkun í fyrra. 241 vél af þessari tegund hefur verið afhent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.