Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu „Þetta tókst alveg frábærlega, eins og fyrir var lagt,“ sagði Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfjarð- arhöfn, í gær eftir að flutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík, hafði verið sett í flotkví í höfn- inni. Um mikið nákvæmnisverk var að ræða, því hvorki vél né stýribúnaður er í skipinu. Þrír dráttarbátar stýrðu skipinu inn og voru skipabjörgunarsérfræð- ingar frá Hollandi á staðnum. Töluverð olía var um borð og til stóð að dæla henni út og koma upp tvöfaldri girðingu í kringum flotkvína til að hindra smit. freyr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert „Þetta tókst alveg frábærlega vel“ Flutningaskipið Fjordvik er komið í flotkví í Hafnarfjarðarhöfn Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Minjar, sem talið er að séu hreyfðar kistuleifar frá fyrri öld- um, komu í ljós í lagnaskurði í Víkurgarði, hinum forna kirkju- garði í miðbæ Reykjavíkur, á mið- vikudaginn. Í kjölfarið ákvað Minjastofnun að stöðva fram- kvæmdir á þeim hluta fram- kvæmdasvæðis Lindarvatns ehf. sem snýr að Víkurgarði. Lindar- vatn er að byggja hótel á staðnum og hafa þær framkvæmdir verið afar umdeildar. Minjastofnun sagði í frétta- tilkynningu síðdegis í gær að framkvæmdir hefðu ekki verið stöðvaðar á öllum byggingar- reitnum. En þær framkvæmdir sem voru stöðvaðar á svæðinu verði það á meðan stofnunin kanni málsatvik og skoði og meti minj- arnar sem fundust. „Að þeirri vinnu lokinni verður tekin ákvörð- un um framhaldið,“ segir í til- kynningunni. Fram kom á mbl.is að ekki voru mannabein við minjarnar. Hafa menn getið sér til um að líkkistur sem þarna kunna að hafa verið hafi raskast við framkvæmdir á svæðinu þegar viðbygging Lands- símahússins var reist árið 1967. RÚV hafði í gær eftir Kristínu Huld Sigurðardóttur, forstöðu- manni Minjastofnunar, að hana grunaði að fleiri minjar væri að finna þar sem lagnagröfturinn stæði yfir. Hún sagði að athuga þyrfti hvað væri að finna austan við skurðinn þar sem minjarnar fundust. Í Víkurgarði, sem er á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis, var að líkindum jarðsett frá upphafi kristni á Íslandi og fram undir miðja 19. öld þegar kirkjugarð- urinn var aflagður og nýr garður við Suðurgötu tekinn í notkun. Minjastofnun hefur uppi áform um sérstaka friðlýsingu Víkur- garðs. Hefur hún sent öllum hags- munaaðilum bréf þar að lútandi. Reykjavíkurborg hefur þegar svarað erindinu neikvætt. Leggst hún gegn friðun garðsins. Rákust á minjar í lagnaskurði Morgunblaðið/Árni Sæberg Víkurgarður Minjar komu í ljós í lagnaskurði á miðvikudaginn. Hluti framkvæmda hefur verið stöðvaður.  Hluti fram- kvæmda í Víkur- garði stöðvaður Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fimm sakborninga af sjö í gagnaversmálinu um að máli þeirra verði vísað frá. Verjendur mannanna töldu að réttindi þeirra hefðu ekki verið virt og að rannsak- endur hefðu beitt ólögmætum að- ferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Greint var frá því á vef RÚV að enginn sakborninganna hefði verið viðstaddur þegar úrskurður var kveðinn upp í gær. Aðalmeðferð í málinu hefst 3. desember nk. Í greinargerð verjenda sagði að lögreglan á Suðurnesjum hefði svif- ist einskis við að afla sér upplýsinga um samskipti verjenda og sakborn- inga í málinu. M.a. hefði fv. eigin- kona annars verjandans verið spurð ítarlega út í samskipti verjandans og skjólstæðings hans. Einnig er bent á það í greinargerðinni að lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum hafi lagt hald á farsíma Þorgils Þorgilssonar, verjanda Sindra Þórs Stefánssonar, við skýrslutöku 17. apríl sl. eftir að Sindri Þór fór úr landi. Kröfu um frávísun hafnað  Segja lögreglu hafa svifist einskis Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða jan- úar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið. Opið samráð í Samráðsgátt stjórnvalda um drög að frumvarpi til sviðslistalaga, sem hófst 31. október, hefur verið framlengt til 27. nóvem- ber. Í frétt ráðuneytisins um frum- varpið segir að í ljós hafi komið að samráðsaðilar séu að læra á breytt verklag sem nú sé fylgt í samráði stjórnvalda við hagsmunaaðila og al- menning. „Við tókum upp ný vinnubrögð við þetta frumvarp,“ sagði Lilja í sam- tali við Morgunblaðið. „Fyrst kom áformaskjal og við brugðumst við at- hugasemdum við það. Svo óskuðum við eftir frekara samráði um frum- varpsdrögin í gegnum Samráðsgátt- ina. Ég hef beðið starfsfólk ráðu- neytisins að fara yfir allar athugasemdir sem borist hafa. Ég hef líka beðið fólkið mitt að tala við þau sem hafa gert athugasemdir við frumvarpsdrögin og komast að því hvað fólki þykir efnislega að frum- varpsdrögunum.“ Hún sagði að haldinn hefði verið fundur með forystufólki á sviði sviðslista í janúar þar sem vinnan við frumvarpið var kynnt. „Það komu athugasemdir eftir þann fund sem teknar voru til greina við samn- ingu frumvarpsins. Ég er ekki viss um að það vanti mikið efnislega upp á frumvarpsdrögin. Ég er nokkuð vongóð um að við fáum mjög góð lög um sviðslistir,“ sagði Lilja. Hún sagði að óskir hefðu borist um að fresturinn til að skila umsögnum í Samráðsgáttinni yrði lengdur og orðið hefði verið við því. Lilja minnti á að frumvarpið væri búið að vera lengi í smíðum og aðrir ráðherrar hefðu komið að því á fyrri stigum. Bjóða fram hjálp sína Í frétt ráðuneytisins kemur fram að unnið hafi verið að gerð frum- varps um sviðslistir í nær fimm ár. Samráðsferli um frumvarpsdrögin hafi byrjað í janúar þegar boðað var til kynningarfundar um málið, helstu hagsmunaaðilum kynnt frum- varpsdrögin og þeir hvattir til að koma skriflegum athugasemdum til ráðuneytisins. Sex umsagnir höfðu borist um frumvarpsdrögin í gær, þar á meðal ályktun frá opnum fundi í Sviðslista- sambandi Íslands (SSÍ) 12. nóvem- ber þar sem drögunum var einróma hafnað. Jafnframt lýsti fundurinn furðu sinni á því að ráðuneytið skyldi ekki hafa átt samráð við fag- fólk og hagsmunaaðila við gerð frumvarpsdraganna. Undir álykt- unina rituðu 23 einstaklingar sem allir gegna eða hafa gegnt forystu- hlutverkum á sviði sviðslista á Ís- landi. Sviðslistasambandið hét áður Leiklistarsamband Íslands. „Hópurinn sem ályktaði á fund- inum er í samtali. Við höfum boðið fram krafta okkar og boðist til að hjálpa við gerð nýrra frumvarps- draga. Það er hugur í fólki og mikil eining innan þessa hóps sem álykt- aði á fundi Sviðslistasambandsins,“ sagði Birna Hafstein, forseti SSÍ. Henni þótti vinnan við frumvarps- drögin hafa verið sérkennileg. „Frumvarpsdrögin endurspegla gamaldags hugsun um uppbyggingu stofnana. Það er tekin upp einveld- isstefna og ég á eftir að sjá það ger- ast að ráðherrann leggi frumvarpið fram svona. Mér þykir það mjög ólíklegt.“ Birna sagði að sér þætti verst að ekki hefði verið haft samráð við fag- aðila með sérþekkingu á sviðslistum, við gerð frumvarps til jafn mikil- vægra laga og þessara. Hún kvaðst hafa verið einu sinni boðuð á kynn- ingarfund, 17. janúar, ásamt fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna, þjóðleikhússtjóra, listdansstjóra og óperustjóra. „Þetta var stuttur kynningarfund- ur. Við fengum ekki drögin send fyr- ir fundinn en var sagt hvar þau væru stödd. Svo fengum við ekki að taka drögin með okkur. Þetta var ekki byrjun á samráðsferli eins og við höfðum haldið,“ sagði Birna. Hún sagði að síðan hefði ekki verið óskað eftir samráði fyrr en drögin voru birt í Samráðsgáttinni. Styttist í sviðslistafrumvarpið  Menntamálaráðherra stefnir á að leggja frumvarpið fram í desember eða janúar  Ný vinnubrögð við frumvarpsgerðina  Félagar í Sviðslistasambandinu bjóða fram aðstoð við gerð nýs frumvarps Lilja Dögg Alfreðsdóttir Birna Hafstein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.