Morgunblaðið - 16.11.2018, Page 14

Morgunblaðið - 16.11.2018, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 Í tillögum meirihluta fjárlaga- nefndar er fjallað um 1,1 milljarðs kr. lækkunina vegna örorkulíf- eyris sem Öryrkjabandalagið hef- ur harðlega gagnrýnt. Er lækkunin sögð komin til af breyttum forsendum frá fjárlaga- frumvarpinu, sem gerði ráð fyrir fjögurra milljarða kr. framlagi vegna kerfisbreytinga í almanna- tryggingum til að bæta kjör ör- yrkja „en fyrir liggur að innleið- ing á nýju mats- og framfærslu- kerfi almannatrygginga tekur lengri tíma en áætlað var í upp- hafi og hefst ekki fyrr en á árinu 2020. Engu að síður er gert ráð fyrir að fyrstu skrefin verði tekin í átt að nýju kerfi á árinu 2019 og er áætlaður kostnaður vegna þeirra 2,9 milljarðar kr.“, segir í nefndarálitinu. Meirihlutinn legg- ur einnig til 300 milljóna kr. lækk- un á lið tekjutrygginga örorkulíf- eyrisþega en að 250 milljónum verði varið til vinnusamninga ör- yrkja. 2,9 í stað 4 milljarða vegna tafa milli ára Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Breytingar hafa orðið á fjárlaga- frumvarpi næsta árs í meðförum fjár- laganefndar þó heildarniðurstaða tekna og gjalda ríkisins breytist ekki mikið í tillögum meirihluta nefndar- innar frá upphaflegu fumvarpi sem var lagt fram í september. Alls munu tekjur á næsta ári aukast um 364 milljónir kr. frá því sem gert var ráð fyrir í frumvarpinu og gjöldin aukast um rúmar 396 milljónir. Gangi þetta eftir verða fjárlög ársins 2019 af- greidd með 28,9 milljarða afgangi. Ýmsar stærri breytingar verða þó á frumvarpinu bæði til hækkunar og lækkunar, m.a. vegna breyttra for- sendna í efnahagslífinu. Nú er t.a.m. gert ráð fyrir fjórum milljörðum minni tekjum af virðisaukaskatti, 1,7 milljarða kr. auknum tekjum af tekjuskatti einstaklinga og 2,7 millj- arða kr. tekjum af sölu koltvísýrings- losunarheimilda í eigu íslenska rík- isins á uppboðsmarkaði á næsta ári. ,,Forsendur áætlunarinnar eru að um 85% heimilda Íslands verði seld á árinu 2019, á verðinu 15 evrur (fyrir hvert tonn), og skýrist hækkunin frá frumvarpinu af mikilli verðhækkun á markaðinum á þessu ári,“ segir í nefndaráliti meirihlutans en 2. um- ræða um fjárlagafrumvarpið fór fram á Alþingi í gær. Áhrif snarprar gengislækkunar á umliðnum vikum og mánuðum birtast í tillögunum. Meirihlutinn leggur m.a. til að gjaldamegin verði fjárheimildir auknar um 3,8 milljarða kr. vegna endurmats á launa-, gengis- og verð- lagsforsendum frumvarpsins. Af þeirri fjárhæð eru um 2,3 milljarðar vegna endurmats á gengisforsendum. Nú er tekið mið af meðalgengi í októ- ber en í frumvarpinu var byggt á meðalgengi í júlí. Gert er ráð fyrir 3,6% launahækkun í stað 3,4% hækk- unar frá og með 1. apríl nk. en þá losna flestir kjarasamningar opin- berra starfsmanna. ,,Þá er einnig gert ráð fyrir að bætur almannatrygg- inga og atvinnuleysisbætur hækki um 3,6% í stað 3,4% sem er í takt við verð- bólguspá næsta árs […],“ segir þar. Á móti þessu vegur hins vegar end- urmat til lækkunar á ýmsum út- gjaldaskuldbindingum og aukið að- hald í rekstri sem boðað er í frum- varpinu og á að leiða samtals til 4,3 milljarða kr. lækkunar útgjalda. Enn- fremur á endurmat á vaxtagjöldum að hækka þau um 2,7 milljarða kr. en á móti því vegur einn milljarður kr. sem er sagður koma til vegna sérstakrar ráðstöfunar til að lækka vexti á næsta ári. „Nýjasta endurmetna spá Hag- stofu Íslands sýnir að hagvöxtur fer minnkandi og því telur meirihlutinn eðlilegt að slaka á aðhaldinu og auka skynsamlega fjárfestingar til velferð- armála, samgangna og menntamála eins og birtist í frumvarpinu,“ segir í álitinu. 2,3 milljörðum hærri gjöld vegna breytinga á gengi  Meirihluti fjárlaganefndar leggur til ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst í gær og 3. og síðasta umræða er ráðgerð í næstu viku. Hér er formaður fjárlaganefndar í pontu, Willum Þór Þórsson, og Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu, er í forgrunni. Forsvarsmenn Samfylkingarinnar kynntu breytingartillögur þeirra við fjárlagafrumvarpið á fréttamanna- fundi í gær. Leggja þeir m.a. til að framlag til öryrkja verði áfram fjórir milljarðar, stofnframlög til almennra íbúða verði aukin í tvo milljarða kr. og vaxtabætur sömuleiðis. Tillögurnar eru í 17 liðum og upp á rúma 24 millj- arða kr., sem hafi að markmiði að vernda velferðarkerfið gegn kólnun hagkerfisins, m.a. um aukin stofn- framlög til almennra íbúða upp á tvo milljarða, barnabætur hækki um tvo milljarða og vaxtabætur sömuleiðis um tvo milljarða, framlög til aldraðra hækki um fjóra milljarða, til háskóla um einn milljarð, til framhaldsskóla um 400 milljónir og hækkun til Land- spítala og Sjúkrahússins á Akureyri nemi tveimur milljörðum. Fulltrúar Samfylkingarinnar segja þessar útgjaldatillögur að fullu fjár- magnaðar og benda á ýmsar leiðir sem geti aukið ríkistekjurnar um 26 milljarða kr. umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Leggja þeir m.a. til að sykurskattur í formi vörugjalda á sykur og sætuefni verði lagður á og nemi einum millj- arði, auðlindagjöld verði aukin, fjár- magnstekjuskattur hækkaður, kol- efnisgjaldið hækkað og tekinn upp tekjutengdur auðlegðarskattur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kynning Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Már Einarsson og Oddný Harð- ardóttir kynntu breytingartillögur þeirra við fjárlög á fréttamannafundi. Vilja auka framlög til að vernda velferðarkerfið Hækka á framlög til lögreglu um 64 milljónir á næsta ári til að fjölga stöðugildum um fjögur. Með því á að styrkja rannsóknir og saksókn lögreglu svo að tryggja megi hald- lagningu og upptöku fjárhagslegs ávinnings af auðgunarbrotum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta kemur fram í tillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlaga- frumvarpið. Tillaga er gerð um 50 milljóna kr. tímabundið framlag til Kirkju- garðasambands Íslands sem hefur glímt við vaxandi rekstrarvanda. Og lagt er til að Alþingi veiti 300 milljóna kr. framlag til hönnunar og undirbúnings smíði hafrann- sóknaskips í samræmi við ályktun Alþingis á hátíðarfundinum á Þing- völlum í júlí sl. Jafnframt leggur meirihluti nefndarinnar til að allt að 180 milljónum verði varið til þró- unarverkefnis á vegum Skútustaða- hrepps í Mývatnssveit, sem byggist á aðskilnaði fráveitukerfa í bygg- ingum á svæðinu og að nýta svo- kallað svartvatn til uppgræðslu auðna á Hólasandi. Styrkja rannsóknir og saksókn lögreglu Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að heimild verði veitt til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljarða kr. og að veitt verði allt að eins milljarðs kr. endurlán til Vaðlaheiðarganga ehf. Jafnframt leggur meirihlutinn til að veitt verði endurlán upp á allt að 6,5 milljarða kr. eða sem því samsvarar í erlendri mynt til Farice ehf. Lagt er til að fjárveiting til byggingar sjúkrahúss á lóð Landspítalans verði lækkuð um 2,5 milljarða. Er það skýrt með því að framkvæmd með hliðsjón af samningi um framkvæmd gatnagerðar og jarðvinnu vegna meðferðarkjarnans hófst allt að fimm mánuðum síðar á árinu 2018 en ráð var fyrir gert og uppsteypa meðferðarkjarnans hliðrast því til á árinu 2019, sem nemur 2,5 milljörðum. Gerð er tillaga um 150 milljóna kr. tímabundið framlag til rekstrar SÁÁ og 65 milljóna kr. tímabundið framlag til eins árs vegna setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 1,5 milljarða lán til Íslandspósts ENDURLÁN UPP Á EINN MILLJARÐ TIL VAÐLAHEIÐARGANGA Fjárlagafrumvarpið 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.