Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018
ingu þessa vegakerfis væri að fullu
lokið. Þó er það svo að enn er verið að
leggja síðustu spottana sem aldrei
tókst að klára af ýmsum ástæðum.
Margt að þessum töfum kom til
vegna deilna innan ríkjanna um lagn-
ingu tiltekinna vegarkafla. Var það af
ýmsum ástæðum, svo sem í gegnum
viss eignarlönd, eða þar sem átti að
leggja vegina í gegnum gamalgrónar
borgir þar sem merkar byggingar
voru í hættu. Suma vegarkafla var
hætt við og suma var aldrei lokið við,
eða hætt var í miðju verki, og fengu
þeir sín nöfn svo sem: „Vegurinn
endalausi, út í bláinn“.
Margt er svo sem líkt hjá okkur á
Íslandi, eins og til dæmis vegurinn
um Teigsskóg á leiðinni um sunn-
anverða Vestfirðina, vegur sem búið
er að þræta um í 30 ár, og hann gæti
fengið nafnið: „Vegurinn um skóginn
endalausa“.
Reyndar er það svo að ég mæli
með því að þessi nýja Vestfjarða-
vegur verði lagður frá Melanesi,
(Skálanesi), með vegfyllingu yfir
Þorskafjörðinn, og þaðan með
ströndinni (sunnan ræktarlanda), til
Reykhóla og þaðan áfram að vegi 60
með vegstyttingu fyrir botn Beru-
fjarðar.
Þessi leið opnar einnig á þá mögu-
leika að bæta við öðrum áfanga með
því að leggja nýjan veg frá Reykhól-
um með vegfyllingu út í Hrísey og
þaðan áfram með vegfyllingu 8,5 km
að Króksfjarðarnesi. Sá vegur frá
Melanesi að Króksfjarðarnesi myndi
stytta leiðina milli Suðurlands og
Vestfjarðanna um 30 kílómetra, mið-
að við núverandi veg.
Höfundur er fv. flugstjóri og
stofnandi flugfélagsins Norðurflugs
á Akureyri.
Smám saman hafa
menn verið að átta sig
á því, hvílíkur bölv-
aldur krónan hefur
verið fyrir fjölskyldur
og fyrirtæki landsins,
vegna óstöðugleika
hennar og sveiflna og
þeirrar óvissu og gíf-
urlegu áfalla, sem hún
hefur valdið.
Okurvextir og það
greiðsluálag sem þeir hafa valdið
skuldurum landsins eru auðvitað
hluti af þessu.
Skv. ummælum forstöðumanns
hagfræðideildar Landsbankans eru
hagtölur landsins stöðugar og
óbreyttar – í þeim enga veikingu að
sjá – samt er krónan enn einu sinni
farin að dansa.
Á skömmum tíma fellur hún nú
um 10%. Án skýringa, nema hvað
við vitum að þetta er örmynt sem
enga þyngd eða stöðugleika hefur
eða getur haft.
Hvað skyldu skuldir þeirra sem
bjálfuðust til að taka verðtryggð
lán nú hækka mikið? Hvernig má
það vera að bankar séu enn að
bjóða upp á verðtryggð lán og lán-
takendur að taka þau!?
Það er vel við hæfi að sorgarsaga
krónunnar sé greind og um hana
fjallað, nú í tilefni af því að tíu ár
eru liðin frá hruni, en það er með
ólíkindum að fáir eða engir skuli
hafa velt upp þeirri staðreynd að
það var einmitt íslenzka krónan, ör-
myntin, sem kom okkur í hrunið og
eyðilagði líf og efnahagslega stöðu
verulegs hluta þjóðarinnar.
Ef hér hefði verið evra 2008, ekki
króna, og við í ESB
hefði aldrei komið til
hins skelfilega hruns
sem gekk yfir og
skemmdi menn og mál-
efni í slíkum mæli að
eyðileggingarinnar
gætir enn, ekki sízt í
tilfinningalífi og þar
með velferð lands-
manna.
Hundruðum eða þús-
undum fjölskyldna er
enn haldið í gíslingu
bankanna vegna taps og skulda úr
hruninu, sem aldrei var unnt að
greiða. Þessi meðferð fórnarlamba
hrunsins er stjórnvöldum og bönk-
um nú, 10 árum seinna, til hábor-
innar skammar.
Það er verið að rifja upp ýmislegt
sem á að hafa leitt til hrunsins og
virðast menn aðallega leita skýr-
inga á hruninu í ört vaxandi banka-
kerfi þess tíma og mistökum innan
þess.
Í huga undirritaðs orkar þessi
skýring tvímælis. Stóru bankarnir
virðast allir hafa staðið vel, og nutu
trausts endurskoðenda og al-
þjóðlegra eftirlits- og matsaðila
fram á síðustu stundu.
Ef bankarnir hér hefðu fengið
sama bakstuðning og liðsinni rík-
isvalds og björgunarsjóðs ESB og
Evrópska seðlabankans og bankar
allra evru- og ESB-þjóða fengu, má
ætla að þeir hefðu staðið af sér
storma hinnar alþjóðlegu fjár-
málakreppu, og að megnið af þeim
verðmætum sem í bönkunum vor-
uhefði varðveitzt og haldizt í hönd-
um landsmanna.
Almenningur og fyrirtæki hefðu
heldur ekki orðið fyrir neinni
skuldabreytingu eða hækkun á
skuldum sínum. Með evru hefðu all-
ar eignir og skuldir fólks og fyrir-
tækja haldizt óbreyttar.
Mistökin sem leiddu til hrunsins
voru, frá bæjardyrum undirritaðs,
að þeir menn sem fóru með stjórn
landsins áratuginn fyrir hrun báru
ekki gæfu til eða höfðu ekki vits-
muni eða skilning til að sjá hversu
háskalegt það var að okkar litla
þjóð skyldi byggja efnahag sinn, af-
komu og efnalegt öryggi á örmynt
sem enga burði hafði.
Á vefsíðu Háskólans má sjá að
frá 1935 til 2001 fór vísitala neyzlu-
verðs úr 100 í 20.451 stig, sem jafn-
gildir því að verðgildi krónunnar
var komið niður í 0,005% 2001, mið-
að við stöðu hennar 1935. 0,005%!
Önnur hlið málsins er að það sem
hægt var að kaupa fyrir 1 kr. 1914,
þurfti 390 kr. til að greiða 2001.
Hvernig gátu ráðherrar og al-
þingismenn aldamótaáranna horft
upp á þessa þróun, látið eins og
ekkert væri og ekkert aðhafst!?
Voru menn blindir, skynlausir eða
réð það vald sem krónunni fylgdi –
möguleikar til stórfelldra efnahags-
legra tilfærslna milli hags-
munahópa í þjóðfélaginu – för?
Á hrunárinu hækkaði erlend
mynt um helming í krónum. Hús-
byggjendur eða húskaupendur, sem
fjármögnuðu hús sín með gengis-
tryggðum lánum eða lánum í er-
lendri mynt lentu í því að skuldir
þeirra tvöfölduðust á 12-18 mán-
uðum.
Slík þróun, utan valda- eða
áhrifasviðs skuldara, er ekki bara
efnahagslega skemmandi, heldur
mannskemmandi, ef ekki mann-
drepandi.
Niðurstaða nýlegrar Gallup-
könnunar er því mikið gleðiefni.
Skv. henni eru 56% landsmanna
fylgjandi upptöku evru, en 44% á
móti. Er þá afstaða þeirra sem af-
stöðu tóku reiknuð.
Greinilegur meirihluti þjóðar-
innar skilur loks hvað klukkan slær
með krónuna og er tilbúinn til að
fara í alvörugjaldmiðil, reyndar
þann styrkasta í heimi, sameining-
artákn Evrópu, evruna.
Sex aðrar þjóðir hafa tekið upp
evru án ESB-aðildar; Kósóvó,
Svartfjallaland, Vatíkanið, Mónakó,
San Marínó og Andorra.
Eigum við ekki að byrja þar!?
Skýr meirihluti landsmanna vill evru
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
Ole Anton Bieltvedt
» Skv. nýlegri Gallup-
könnun eru 56%
landsmanna fylgjandi
upptöku evru, en 44%
á móti. Er þá afstaða
þeirra sem afstöðu
tóku reiknuð.
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
FINNA.is