Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Styrmir Gunn- arsson skrifar: „Innan einstakra stjórnarflokka verður vart þeirrar skoðunar að ástæðulaust sé að hafa miklar áhyggjur af stöð- unni á vinnumarkaðnum þrátt fyrir herskáar yfirlýsingar ein- stakra verkalýðsforingja og fyrir því eru færð tvenns konar rök. Önnur eru þau að fólk vilji ekki fara í verkföll og hin að bakland VR sé allt annað en annarra verkalýðsfélaga og muni rísa upp gegn forystunni gangi hún of langt. Þeir, sem þannig tala, eru í raun að segja að verkalýðshreyfingin sé eins konar pappírstígrisdýr.“ Sumt er rétt í þessum orðum en annað síður. Í ritstjórnar- efni hér hefur verið bent á að tal um að verkalýðshreyfingin sé máttlaus standist ekki. Í því felst einnig að hreyfing hafi ekki haft atbeina að lífskjara- byltingu síðustu áratuga. Eiga þá stjórnmálamenn og for- kólfar atvinnulífs allan heiður- inn? Ísland er bundið fastar á klafa verkalýðsfélaga en flest ríki og eru þá kommúnistaríki undanskilin. Þetta hefur gerst í „samsæri“ SA og verkalýðs- félaganna sem tryggja í bróð- erni að nánast hver maður skuli bundinn slíkum félögum og greiða gjöld til þeirra. Dóm- stólar láta þetta sjónarspil yfir sig og landsmenn ganga og þá um leið að félagafrelsi á Íslandi sé takmarkað, og tárvot stjórn- arskráin verði að kyngja því. En þessu fylgir ofurvald stéttarfélaga sem geta knúið í gegn þær launahækkanir sem þau vilja. Eftir örfárra daga verkfallsofbeldi hljóta vinnu- veitendur að skrifa undir hvað sem er enda fyrirtækin þá komin á ystu brún svo þrot blasir við. Áratugum saman var gengið mjög langt í þessum efnum, þó sjaldan farið alla leið, því að einhverjir með glóru fengu loks einhverju ráð- ið. Þá var hætt og skrifað upp á kjarasamninga sem öllum við- stöddum var ljóst að voru illa samin revía sem gekk ekki upp. Þá var haldið á vit ríkisins og (með þegjandi samkomulagi við verkalýðsforingja, sem þó mótmæltu hressilega) var gengið fellt og ýmsar aðrar til- færslur gerðar. Það var hrossalækning enda engin önn- ur til sem þýddi um áratuga- skeið óþarfa verðbólgu sem skók þjóðfélagið og fór ójöfn- um höndum um fólk. Viðsemj- endur fordæmdu hana báðir en áttu þó höfundarréttinn. Íslensk verkalýðshreyfing hefur talið sér rétt að ganga úr vinnu til að fylgja eftir kjara- kröfum. Það er þungt högg. Hún telur sig iðulega jafnframt geta bannað þeim fáu sem eftir eru á vinnustaðn- um að reyna að bjarga því sem bjarga má. Oftar en ekki er þetta ólögmætt fram- ferði. Stundum voru lögbannsaðgerðir reyndar gegn ofbeldinu. En handhafar fógetaréttar hættu að taka slík mál fyrir því að lögreglan neit- aði að fylgja ákvörðunum þeirra eftir, þar sem hún vildi ekki „blanda sér í vinnudeilur“. Verkalýðshreyfingin er ekki „pappírstígrisdýr“. Hún er langstærsta dýrið í skóginum. Beiti það sínu ógnarafli þar sem varnarleysi einkennir um- hverfið nær hún sér ekki að- eins í þá steik sem hún vill. Hún getur klára allt hænsna- búið á dagparti og kálfahjörð- ina í framhaldinu. Bent hefur verið á að nýir talsmenn stéttarfélaga segi að kominn sé tími til að beita afli þeirra til fulls. Undir það ýta kjaftaskar sem eiga þann einstæða feril að hafa eyðilagt allt sem þeir komu nálægt. Umræðan fer fram á grund- velli stjórnlausrar andúðar á staðreyndum. Mjög er hatast út í þá staðreynd að lægstu laun hafi hækkað meir hér en annars staðar. Enn meiri heift beinist að þeirri staðreynd að launamunur sé minni hér á landi en í öðrum löndum og eru þá þau undanskilin þar sem all- ir lepja dauðann úr skel í al- sælu jöfnuðar og eymdar. At- vinnuleysi er minna hér en annars staðar þar sem staðan þykir best og er sú staðreynd fyrirlitin. Hér eru fleiri fermetrar á mann í íbúðarhúsnæði en víð- ast, og húsin betur byggð, öruggari og kostar mun minna að kynda þau, þótt rekstur Orkuveitu og stefna Lands- virkjunar haldi verði of háu og þessi fyrirtæki selji vottorð til útlanda um að Íslendingar noti kjarnorku til rafmagnsfram- leiðslu! Heilbrigðisþjónusta er með því besta sem þekkist þótt öðru sé haldið að almenningi. Al- menningur greiðir minna fyrir öfluga heilbrigðisþjónustu en krafist er í flestum ríkjum. Þetta má þó ekki nefna upp- hátt svo „RÚV“ heyri sem er sérlega uppsigað við stað- reyndir. Flestir hafa óbeit á einelti og því er sérkennilegt hversu lengi þetta samfellda einelti við aðgengilegar staðreyndir heldur áfram. Nú styttist í raunheima kjarasamninga og það styttist mjög í 1. des. Von- andi mun vísan góða þó ekki eiga við að breyttu breytanda: Situr einn með súldarfés Seðlabanka Jóhannes, Fellir gengið 1. des. Fer þá allt til helvítes. Hvað hafa stað- reyndirnar gert þessum kjaftösk- um?} Gamla farið gleymt? Á aðventunni er fallegt að minnast þeirra sem minnst mega sín. Og þar geta þingmenn VG sannarlega verið stoltir af snemmbúnum af- rekum sínum. Þeim tókst með harðfylgi að berja í gegn lækkun á greiðslum í sameiginlega sjóði þjóðarinnar fyrir skjólstæð- inga sína. Enginn efast um að í VG er kærleiksríkt fólk sem réttir þeim hjálparhönd sem harðast hafa orðið úti. Það er yfirlýst markmið hreyfingar- innar að færa tekjur í samfélaginu frá breiðu bökunum til smælingjanna og beita til þess fjár- lögum. Formaður VG hóf samtalið við þegnana eins og lenska er í hennar hópi. Að vísu ekki við stjórnarandstöðuna, ekki fiskverkafólk sem hef- ur misst sína vinnu, ekki öryrkja og alls ekki al- menning. Skiljanlega gat VG ekki talað við neina nema sína minnstu bræður. Nei, eins og búast mátti við af þeim sem áður kenndu sig við alþýðuna var ákveðið að smætta vandann með því að einbeita sér að brýnasta máli samfélagsins, erfiðleikum út- gerðarmanna. Allir sanngjarnir menn sjá hve mjög þrengir að þeim hópi. Nú síðast þarf útgerðin að glíma við lægra olíuverð og veikari krónu. Útgerðarfjölskyldur í sárri neyð neyðast til þess að selja frá sér kvótann (eða láta frá sér hlutabréf eins og sumir segja) og aðeins örfáar hetjur hafs- ins þreyja enn þorrann. Stórútgerðirnar hafa hver á fætur annarri þurft að endurnýja úreltan flota. Við það lækkaði verulega í banka- bókum margra. Engir skilja eins vel og þing- menn VG örvæntinguna sem fólk fyllist þegar bankainnistæðan er komin niður í níu stafa tölu. Fórnfýsi þeirra sem taka að sér að yrkja fiskimiðin, sameign þjóðarinnar, fyrir okkur hin hefur ekki verið metin að verðleikum fyrr en nú, þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð færir útgerðinni örlítinn þakklætisvott. Markaðurinn er afar hættulegt tæki eins og þingmenn VG og félagarnir í systurflokkunum í ríkisstjórninni vita. Því er mikilsvert að vernda útgerðina fyrir honum. Hann leiðir til hag- vaxtar, en forsætisráðherra boðar þá stefnu að hagvöxtur sé liðinn undir lok og ríkisstjórnin hugsar eftir öðrum leiðum: Út frá hagsæld. Það er að segja: Héðan í frá ætla þingmenn VG að vera góðir við þurfalinga. Hagsæld út- gerðarmanna er þingmönnum flokksins efst í huga og eðlilegt að ausa af kærleikssjóði þjóðarinnar til þeirra. Sem ábyrgur ríkisstjórnarflokkur veit VG að ekki er hægt að gera allt fyrir alla. Einhvers staðar verður að skera niður á móti. Flokkurinn þurfti ekki að leita lengi þangað til hann fann aflögufæran hóp: Öryrkja. Svo vel vill til að þessi ríkisstjórn hinna lakast settu gat sótt til öryrkja nokkra milljarða króna í fjárlagafrumvarp- inu. Þannig munu öryrkjar fyrir milligöngu VG og systur- flokkanna stoltir hjálpa útgerðarmönnum að brjótast frá ör- birgð til auðlegðar um þessi jól. Benedikt Jóhannesson Pistill Hjálpum þeim Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Margvíslegan fróðleik umíbúa og lífskjör áNorðurlöndum er aðfinna í nýútkominni ár- bók norrænna hagtalna Nordisk Statistik 2018. Útgefandi er Nor- ræna ráðherranefndin. Hér verður stiklað á stóru um nokkur atriði ár- bókarinnar. Fram kemur að alls búa 27 millj- ónir manna á Norðurlöndum. Það er ekki mikið fjölmenni í samanburði við íbúa ríkja í Evrópusambandinu sem eru 510 milljónir eða Bandaríkj- anna þar sem íbúar eru 328 millj- ónir. En rýmra er um fólk. Fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra er 17 á Norðurlöndum, 118 í Evrópusam- bandinu, 348 í Japan og 35 í Banda- ríkjunum. Góð lífskjör Lífskjör á Norðurlöndum eru betri en víðast hvar annars staðar í heiminum. Í flestum landanna er at- vinnuleysi til dæmis minna en í ríkj- um ESB, þar sem það er að meðal- tali 7,6%. Aðeins Finnland sker sig úr með 8% atvinnuleysi. Hér heima var aðeins 2,8% atvinnuleysi í fyrra. Þegar hagvöxtur árið 2017 er skoð- aður reynist hann meiri á Íslandi en í öðrum norrænum löndum. Hér var hann 3,6% en á bilinu 2% til 2,8% í hinum löndunum. Í ritinu segir að verðbólga hér heima hafi verið -1,7% í fyrra, en í Noregi og Svíþjóð hafi hún á sama tíma verið 1,9%. Skattar sem hlutfall af landsframleiðslu nema 43% á Norðurlöndum. Til sam- anburðar eru þeir 37% í Evrópusam- bandinu, 31% í Japan og 26% í Bandaríkjunum. Útflutningur frá norrænu ríkjunum nam í fyrra 407 milljörðum bandaríkjadala, 2007 milljörðum dala í Evrópusamband- inu, 635 milljörðum dala í Japan og 1457 í Bandaríkjunum. Hlutfall end- urnýjanlegrar orku á Íslandi er 73% samkvæmt árbókinni. Til samaurðar er það 69% í Noregi, 54% í Svíþjóð, 32% í Danmörku og aðeins 17% í ríkjum Evrópusambandsins. Svo vikið sé að allt öðru sviði, hlut- falli kvenna í stjórnum fyrirtækja á markaði. Það reynist hæst á Íslandi og í Noregi, 43%. Lægst er hlutfallið í Danmörku, 29%. Í ESB er það 25%. Konur í hlutastörfum á vinnu- markaði eru flestar í Noregi, 37%, og á Íslandi, 36%. Karlar í hluta- starfi hér á landi eru til sam- anburðar 12%.Þegar litið er á fjölda kvenna á þjóðþingum Norðurlanda í fyrra reyndist Ísland í efsta sæti. Hér voru þá 48% þingmanna konur. Lægst var hlutfallið á danska þing- inu, 37%. Launamunur kynjanna er sagður 14,9% á Norðurlöndum, kon- um í óhag, í samanburði við 16,2% í ríkjum ESB. Fæðingarorlof karla hæst hér Hlutfall karla sem taka fæðingar- orlof er hæst á Íslandi, 29%. Lægst er það í Danmörku og Finnlandi, 11%. Fjöldi þeirra sem eru í hættu á að verða fátækir er mestur í Noregi og Finnlandi, 34,2% og 32,3%. Hér á landi er hlutfallið 24,9%. Dánartíðni kvenna vegna krabbameins er lægst á Íslandi, 179 konur af hverjum 100 þúsund deyja af völdum þessa sjúk- dóms. Hæst er talan fyrir Danmörk, 218 af hverjum þúsund konum. Með- alaldur kvenna á Norðurlöndum er 83,9 ár. Hæstur er hann í Japan, 87,1 ár. Meðalaldur norrænna karla er 79,8 ár. Hæstur er hann einnig í Jap- an, 81 ár. Þegar hugað er að opinberum út- gjöldum Norðurlanda til menn- ingarmála, tómstunda og íþrótta reynast Íslendingar í efsta sæti. Við verjum 2,4% af landsframleiðslu í málaflokkinn. Hlutfallið er 0,7% að meðaltali í löndum ESB. Opinber útgjöld til menntamála í hlutfalli við landsframleiðslu eru mest á Íslandi af Norðurlöndunum, 7,1%. Tölurnar eru frá 2016. Lægst er hlutfallið í Noregi, 5,6%. Hlut- fallið í ESB er 4,7%. Þá kemur fram í árbókinni að atvinnuleysi ungs fólks, þ.e. fólks á aldrinum 15 til 24 ára, sé minnst á Íslandi, 8%. Mest er það í Finnlandi, 20%. Þegar athugað er hve margir Norðurlandabúar stunda nám í öðru norrænu landi en heimalandinu reynast Íslendingar hlutfallslega flestir, 34%. Lægst er hlutfallið meðal Svía. Aðeins 12% þeirra stunda nám í öðru norrænu landi. Loks er í árbókinni getið um vin- sælustu nöfn nýfæddra á Norður- löndunum í fyrra. Hér á landi hafa nöfnin Emilía og Alexander vinning- inn, í Danmörku Ida og William, í Noregi Sofie og Jakob og í Svíþjóð Alice og William. Á Grænlandi er vinsælast að skíra börn nöfnunum Pipaluk og Inuk og í Færeyjum Eva og Elías. Hagtölur bregða ljósi á norræn samfélög Morgunblaðið/Ómar Norðurlönd Hagtölur bregða margvíslegu ljósi á norræn samfélög..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.