Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 n getur minnkað gum, hvarmabólgu og ð áhrif á augnþurrk, sroða í hvörmum/ og vanstarfsemi í . stu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum Augnhvíla þreytu í au haft jákvæ vogris, ró augnlokum fitukirtlum Augnheilbrigði hel Augnhvíla Dekraðu við augun Margnota augnhitapoki Frábær jólajöf Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar gestir ganga inn á sýningu Leifs Ýmis Eyjólfssonar myndlistar- manns, Handrit, í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi taka á móti þeim rúmlega 250 leirtöflur sem standa á viðarhillum frá gólfi upp í loft og á hverri töflu er setning eða orð úr daglegu máli Íslendinga. Á einni stendur sem dæmi hvernig virkar þetta, á annarri viltu ekki nota ferðina, ég sé þetta gengur svona upp og niður og svo er það einfaldlega æ æ. Hvaða handrit er þetta, svo spurt sé út frá heiti sýningarinnar sem verður opnuð klukkan 17 í dag, fimmtudag? „Þetta er handrit að einhverju og það verður aldrei tilbúið,“ svarar Leif- ur Ýmir þar sem verið er að ljúka við að skrúfa allar hillurnar á veggina og hann byrjar að raða leirplötunum á þær. „Verkið fæst við tungumálið, ís- lenskuna sem er alltaf að þróast. Þess- ar setningar og orð sem hér raðast upp hafa farið gegnum ákveðið nál- arauga hjá mér og þetta er handrit með mikið notuðum setningum og frösum, setningar sem maður notar oft og stundum án þess að hugsa út í það.“ Verður meðvitað um málið Leifur segist hafa byrjað að velja setningarnar fyrir um ári og þótt hann sýni nú rúmlega 250, á hátt sem er í senn formlegur og yfirþyrmandi, þá á hann enn fleiri til. Margar setninganna segja ekki mikið, eru hreinlega eins og uppfyll- ing í daglegu tali, en fá vægi hér í þessu handriti og vegna þess að þær eru skrifaðar á leirtöflur. Leifur Ýmir nam fyrst við Mynd- listaskólann í Reykjavík, í deildinni keramík og mótun, auk þess að hafa verið þar í fornámi. Hann útskrifaðist svo frá myndlistardeild LHÍ árið 2013. Hann er 35. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröðinni í D-sal en þar er efnilegum listamönnum boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opin- beru safni. Það að Leifur Ýmis skrifi þessar hverdagslegu setningar og frasa á leirtöflur vísar beint til elstu varð- veittu skrifa manna, sem varðveist hafa á leirkeflum og leirplötum „Ég hef til að mynda velt fyrir mér varðveislugildi tungumálsins og hvort nákvæmlega þessar setningar séu þess virði að þær varðveitist,“ segir hann og tekur upp eina leirplöt- una. Og hann bætir við að þetta verk eða innsetningu megi skoða frá mörgum sjónarhornum. „Fólk sem hefur séð leirplöturnar hjá mér hefur ósjálfrátt orðið með- vitað um tungumálið sem það notar, við notum svo gjarnan allskyns hik- orð og uppfyllingasetningar, til dæm- is þegar við leitum að hugsunum. Sumar setninganna hér eru gildis- hlaðnari en aðrar, þær hafa mismikið að segja,“ segir Leifur og raðar nokkrum þeirra upp á hillur. Hann segist vilja setja þær upp með tilvilj- anakenndum hætti og að ekki sé auð- velt að lesa á milli þeirra. Orða- og setningaspuni Leifur hefur á undanförnum árum unnið talsvert með texta, til að mynda í grafíkverkum. „Þetta er í raun um tíu ára gömul hugmynd sem kviknaði þegar ég var að læra keramík. Í náminu gerði ég tilraunir í þessa átt en það tók mig þessi ár að ákveða hvernig þetta ætti að verða. Ég ákvað svo að gera eins- konar handritssíður; þetta vísar í skinnhandritin og í pappírshandrit, og líka í málverkið.“ Það tók hann marga mánuði að gera leirtöflurnar. Fyrstu tilraunir misheppnuðust illa, segir hann, en svo komst hann á skrið eftir góða að- stoð í Myndlistaskólanum í Reykja- vík – náði samt ekki að gera fleiri en um 20 á viku. „Það er engar tvær plötur eins en þær mynda heild. Þegar fólk kemur hér inn verður upp- lifunin nokkuð yfirþyrmandi. En rétt eins og við ræðum hér saman í ákveðnum spuna þá upplifir fólk eitt- hvað svipað hér inni; þetta er algjör orða- og setningaspuni,“ segir Leifur Ýmir. Hversdagsmálið komið á leirtöflur  Sýning Leifs Ýmis Eyjólfssonar, Handrit, verður opnuð í D-sal Hafnarhússins í dag  „Þetta er handrit að einhverju og það verður aldrei tilbúið,“ segir listamaðurinn um yfirþyrmandi sýninguna Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Ég hef til að mynda velt fyrir mér varðveislsugildi tungumálsins og hvort nákvæmlega þessar setningar séu þess virði að þær varðveitist,“ segir Leifur Ýmir um setningarnar sem hann hefur valið að skrifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.